Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 24
Lærdómsríkar upplýsingar
danskra kaupskipamanna
Eg hef nokkuð orðiS þess var meSal íslenzkra yfir-
manna á kaupskipaflotanum aS þeir eru orðnir
þreyttir á veru sinni um borð í skipunum. Margir af
þessum mönnum voru fyrir örfáum árum meS brenn-
andi áhuga á starfinu. Launakjörin fyrir átta stunda
vinnudag og sívaxandi fjarvera frá heimilum þeirra
valda mestu um leiSindin.
Nýtt viShorf hefur einnig myndast í vélstjórahópn-
um, en þaS er þreyta og leiSindi út af vélstjóravand-
rœSunum. Á flestum skipum sigla undanþágumenn
og á sumum er kannske ekki nema helmingur lærSra
vélstjóra á viS þaS sem lög gera ráS fyrir. Þetta þýSir
aS mjög mikil fagvinna leggst til viSbótar á herSar
þessara fáu vélstjóra.
VtgerSirnar taka ekkert tillit til þessa. Þær eru á-
nægSar, ef skipin þeirra aSeins rúlla áfram.,, Ég keyri
og keyri skipin mín,“ sagSi einn útgerSarmaSur viS
mig fyrir tveim árum. Ekkert 'er viS því aS segja, þaS
er ganga „businessins,“ en útgerSarmenn verSa aS
muna þaS, aS enn eru lifandi verur um borS í skip-
unum.
Ég var aS flctta í blaSadrasli nýlega og rakst þá á
neSanritaSa grein í danska stýrimannablaSinu Navi-
gatör. Greinin fjallar um vandamál, sem varSar okk-
ur engu aS síSur en Dani og á því erindi í blaSiS
okkar.
StöSuval yfirmamia
Það eru æði misjöfn sjónar-
mið, sem ráðið hafa því, að
skipstjórnarmenn og vélstjórar
völdu sér starf á sjónum.
Helmingur skipstjórnarmanna
og aðeins Ví; hluti vélstjóra völdu
sér sjómannsstarfið af áhuga
fyrir starfinu.
Fjórði hluti skipstjórnar-
manna og þriðji hluti vélstjóra
fóru út vegna ævintýraþráar.
0g 18% skipstjórnarmanna og
27% vélstjóra vöidu starfið
vegna þess að þeir töldu arðvæn-
legt að starfa á sjónum.
Fjórðungur vélstjórnarmanna
lögðu á sjóinn til að fá sér rétt-
indi og praksis undir störf í landi
og höfðu ekki hug á að ílendast
á skipunum.
Helmingur skipstjórnarmanna
en aðeins fjórði hluti vélstjóra
voru tengdir sjómannafjölskyld-
um og höfðu á þann hátt kynni
af sjómannsstarfinu, áður en
þeir sjálfir lögðu það fyrir sig.
Tveir þriðju hlutar allra yfir-
manna höfðu ætlað sér annað
starf í lífinu. En urðu af því á-
formi vegna þess að þeir kom-
ust ekki í læri í áhugagreinum
sínum, eða vegna fjárhagsörð-
ugleika til að geta stundað lang-
skólanám.
25% skipstjórnarmanna höfðu
ætlað sér að gerast iðnaðarmenn
og 38% vélstjóra vildu verða
verkfræðingar.
Sérstaklega meðal vélstjóra en
þó einnig nokkuð í skipstjórnar-
mannahópnum var áberandi, að
menn litu á starf sitt í verzlun-
arflotanum sem stökkpall til að
öðlast góða stöðu síðar á landi.
Minna en hélmingur yfirmanna
vill halda áfram á sjónum.
Yfirmennirnir svöruðu spurn-
ingunni um það hvort þeir
hyggðust halda áfram á sjónum
á þann hátt er myndin sýnir. —
Svörin komu vel heim við út-
komu rannsóknar er Danir gerðu
árið 1958 á því hve margir skip-
stjórnarmenn og vélstjórar, sem
útskrifaðir voru úr skólanum
fyrir 11 árum, voru til sjós. —
Rannsóknin sýndi að aðeins 55%
—60% sldpstjórnarmanna og
30% vélstjóranna störfuðu á
sjónum.
202
VlKINGUR