Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 25
Danir gera ráð fyrir, að mik- ill straumur danskra yfirmanna liggi i land til annarra starfa á næstu árum. Athyglisvert þykir, að skip- stjórar og yfirvélstjórar eru sér- staklega sólgnir í að yfirgefa stöður sínar á sjónum. Þetta eru þó einkum menn, sem ungir hafa komizt í stöður þessar, undir 45 ára aldri og því ekki of gamlir til að komast í góðar stöður á landi. Meðal allra yngstu yfirmanna í byrjunarstöðunum gætir þess einnig allmikið, að þeir leiti á land eftir skamman tíma. Fyrstu stýrimenn og 2. vélstjórar eru einna fastastir í sessi. Vélstjórar hafa yfirleitt góða atvinnumöguleika í landi. Þeir líta líka á störfin í landi og á sjónum sem keppinauta um starfskraft þeirra. Hjá skipstjórnarmönnum eru möguleikarnir í landi miklu færri. Skipstjórnarmenn verða því annaðhvort að standa í harðri samkeppni um þær fáu stöður í landi, þar sem þeir geta notað sérþekkingu sína éða leita inn á ný starfssvið. Erfiðleikarnir við það að hafa næga yfirsýn yfir stöður á sjó og landi trufla auðsjáanlega sigl- andi yfirmenn. Þeir óska eftir að geta fylgst vel með og gert samanburð á kjörum sínum við aðra. Fyrir þeim vakir að grípa gæsina, ef góð staða býðst. Margir yfirmenn reyna því af þessum sökum að komast á skip, sem eru í siglingum heimavið. Eiginkonur, fjölskyldur og vin- ir eru þýðingarmestu upplýs- ingapóstarnir um ástandið á vinnumarkaðnum. Ásakanir á hendur eiginkon- um fyrir það að reyna að tæla menn sína í land með því að senda þeim úrklippur af auglýs- ingum um góðar stöður eiga ekki við rök að styðjast. Venjulegast er það svo, að yfirmennirnir biðja eiginkonur sínar að vera á verði fyrir þá, ef einhverjar lík- legar stöður yrðu lausar. Jafn- VÍKINGUR Skipstjórnarmenn vel biðja þeir konur sínar að sækja um stöðurnar fyrir sig. Þau aldurstakmörk fyrir at- vinnumöguleikum, sem almennt gilda á landi, valda því, að yfir- mennirnir sækja tiltölulega ung- ir í land, einkum á þetta við skipst j órnarmenn. Ef aldurstakmörkin væru hærri, myndu menn yfirleitt lengur stunda sjóinn. Lwimin á sjónum. 60% yfirmanna eru nokkuð á- nægðir með launakjör sín á sjón- um, og 70% segja launakjörin ágæt eftir að aldursuppbæturnar eru komnar. 25%—30% mann- anna eru þó óánægðir. 69% af skipstjórnarmönnum og 55% vélstjóranna telja vinnustaðinn ákjósanlegan, en 22%—33% eru óánægðir. 60% telja hækkunar- möguleikana góða í stöðum á sjónum. Frekari upplýsingar um skoð- anir yfirmanna á störfunum á sjónum fást við það að ath. hvað þeim finnst vera galli og kostur í starfi. Af meðfylgjandi mynd sést, áð launakjörin skipta miklu máli og vélstjórarnir telja kost mikinn að þeir hafa tiltölulega frjálst vinnufyrirkomulag ogtil- breytingin á sjónum hefur góð á- hrif. Hins vegar er athyglisvert að margir hafa lýst því yfir, að þeir sjái ekkert sérstakt við það að vera í siglingum. Það sem mest er saknað á Vélstjórnarmenn sjónum er heimilislífið og yfir- leitt þykir fríið illa skipulagt af útgerðunum. Aðeins einn fjórði hluti kvartar undan lágum laun- um á skipunum og 8% nefna sj ómannaskattinn. Sjómannaskatturinn er bar- áttumál, sem sjómannasamtök nágrannalandanna hafa mikið barizt fyrir en litla áheyrn feng- ið, vilja sjómannasamtökin fá skattinn lækkaðan á sjómönnum, sem mikið eru að heiman. Frí- tímaspursmálið er það langerf- iðasta viðureignar, og þar sem illa gengur að leysa það, koma kröfur frá yfirmönnum um hærri laun eða skattfríðindi til að vega upp á móti eðlilegum og æskilegum fríum. Um yfirmenn starfandi á landi. Vegna peningavöntunar var ekki hægt að gera nógu víðtæka rannsókn á vélstjóra- og stýri- mannalærðum mönnum við vinnu á landi. En af þeim sem spurðir voru má ráða að helmingur vél- stjóranna starfi við vélstjóra- störf og 16% þeirra sem smiðir. Helmingur skipstjórnarmann- anna voru við störf er tilheyrðu atvinnugrein þeirra, 13% voru við störf, sem að nokkru leyti þurfti siglingafræðikunnáttu til að inna af hendi og 30% þeirra voru í óskyldum störfum. 70—80% yfirmannanna sem unnu í landi álíta sig vera í betri stöðum heldur en þeir hefðu, ef þeir væru á kaupskipaflotanum 203 Svör skipstjórnarnianmi og vélstjóra viö því hvort ætlunin væri að halda áfrani að starfa á kaupskipaflotanum voru eins oy að ofan er skráð. Spurðir voru 847 skipstjórnarmenn og 534 vélstjórar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.