Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 27
FLUGIÐ OG LOFT-
SKEYTAMENN
Fyrstu loftskeytamenn um
borð í íslenzkri flugvél, voru
þeir Gunnar Bachmann og Otto
B. Arnar. Flugvélin var Veiði-
bjallan, eign Flugfélags Islands
(eldra).
Þetta var vorið og sumarið
1929, flugvélin var í síldarleitar-
flugi og Grænlandsferð,, sendi-
tækið var 100 watta neistasend-
ir frá Telefunken.
Fyrsta skeytið frá flugvélinni
var sent Tryggva Þórhallssyni,
þáverandi forsætisráðherra,, til-
kynning um að vélin væri stödd
yfir Snæfellsnesfjallgarði, með
kveðju.
Nú mundi ekki vera raskað ró
ráðherra, þó flugvél þyrfti að
koma frá sér boðum. Flug þetta
lagðist of fljótt niður, af ýms-
um orsökum sem ekki var starfs-
mönnum að kenna, meðal annars
læsti heimskreppan sinni köldu
kló í allt atvinnulíf landsmanna.
Gunnar Bachmann er nú látinn,
hann varð seinna landsþekktur
fyrir hinar snjöllu rafskinnu-
auglýsingar. Otto B. Arnar,
loftskeytafræðingur starfar enn
og hefir að ýmsu leyti verið
brautryðjandi íslenzkrar Radio-
tækni, hann stofnsetti meðal
annars fyrstu útvarpsstöð á ís-
landi.
Næsti loftskeytamaður um
borð í íslenzkri flugvél var Jó-
hann Gíslason. Hann hóf starf á
TF-ISP (Pétri gamla) eign
Flugfélags Islands, vorið 1945.
Senditækið í TF-ISP var 10 rása
Bendex 70-120 watta (mismun-
andi eftir tíðnum)'.
Jóhann Gíslason starfaði lengi
sem loftskeytamaður hjá Flugfé-
lagi íslands, bæði í innan- og ut-
anlandsflugi. Hann varð síðan
yf irf lugums j ónarmaður.
Jóhann er nú yfirmaður flug-
rekstursdeildar Flugfélagsins.
Loftleiðir eignuðust fyrstu ís-
VÍKINGUR
Höfundur greinarinnar.
lensku fjögurra hreyfla milli-
landaflugvélina, Skymasterinn
Heklu (eldri), 1947. Þá réðust í
þjónustu þeirra Árni Egilsson og
Bragi Ólafsson, sem loftskeyta-
menn. Þeir voru báðir í ársfríi
frá starfi hjá Landssímanum.—
Árni er nú varðstjóri á flug-
þjónustustöðinni í Gufunesi, en
Bragi starfar á Loranstöðinni á
Gufuskálum. Nú fór loftskeyta-
mönnum að fjölga, árið 1947
störfuðu hjá Flugfélagi íslands
4 loftskeytamenn, þeir Jóhann
Gíslason, Rafn Sigurvinsson,
Ingi Lövdahl og Ragnar Guð-
mundsson. — Rafn starfar sem
siglingafræðingur hjá Flugfélag-
inu, Ingi Lövdahl hvarf til Loft-
leiða, en Ragnar fórst í starfi, í
flugslysinu í Héðinsfirði. 1948
hófu störf hjá Loftleiðum, Ingi
Lövdahl, nú loftskeytamaður hjá
Eimskip, Bolli Gunnarsson, nú
starfsmaður hjá Pan American
umboðinu, Reykjavík. — Ólafur
Eftir
Þormóð Hjörvar
Jónsson og Þormóður Hjörvar,
sem báðir starfa sem siglinga-
fræðingar hjá Loftleiðum.
Tækin um borð í Heklu (eldri)
mundu vart teljast boðleg í dag
og alls ekki nothæf í millilanda-
flug. Tækninni hefir fleygt svo
mikið fram, og einnig voru tæk-
in í Heklu og mörgum fyrstu
flugvélum loftflotans, ekki þau
beztu sem völ var á.
Aðalsendirinn í Heklu var E
374 (þetta var hernúmer), en
margar verksmiðjur framleiddu
þessa gerð, samkvæmt sérstök-
um samningi við herinn. — Sú
saga fylgdi þessari gerð, að hún
hefði verið „konstrúeruð," til að
losa verksmiðjurnar við sendi-
lampa no. 810, sem hafði mis-
heppnast í framleiðslu og þótti
sanngjarnt að láta herinn bera
skellinn. — Sendir þessi átti að
skila 100 wöttum, en þau töpuð-
ust flest inn í sendinum sjálfum,
auk þess var hann þræl lúsugur
(þ.e. sendi sterkara út á mörg-
um öðrum tíðnum en hann var
stilltur á). Trúlega hafa þeir
ekki verið öfundsverðir að læð-
ast í loftið með hann á styrjald-
arárunum. En nógu var hann
fyrirferðarmikill ca. 70 cm. hár,
honum fylgdi og 120 cm. há
hillusamstæða, sem komið var
fyrir í sérstöku áhafnarherbergi,
sem var fyrir aftan stjórnklef-
205