Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 29
stöð, með venjulegum miðunar- hring. Hringurinn liggur nú ein- hversstaðar á botni Norðursjáv- ar, hann fauk af vélinni, eitt sinn er Kristinn Olsen var að fljúga vélinni heim frá Kastrup, í meðalísingu. Það má segja, að einu vand- ræðin sem loftskeytamenn áttu við að stríða á fyrstu árum milli- landaflugsins, væru loftnetin. — Vírinn var ekki plasthúðaður, var því oft mikill skruðningur í heyrnartólunum í úrkomu. — Á t Geysi og Heklu voru trailing loft- net,, sem vafin voru upp á hjól, blýsakka var á endanum. Vírinn dróst út á flugi, en það vildi f koma snuðra á þráðinn, og var þá ekki hægt að hala vírinn inn, slitnuðu þá blýlóðin af í lend- ingu. Þetta hafði leiðinda auka- kostnað og fyrirhöfn í för með sér. Nokkrum sinnum stöðvuð- ust blýlóðin rétt við skrokkinn og komu þá dældir í málminn, varð eitt sinn að skipta um plöt- ur í Geysi, úti í Kastrup, fyrir stóran pening, þegar Loftleiðir áttu bara litla peninga. Á Cata- lina flugvélunum slitnuðu oft að- alnetin af ísingu, einkum netið, sem lá frá vængenda aftur í stél. Net þetta var lagt beint aftur eftir miðri vél og toldi upp frá því. Á Grumman-bátunum voru trailing net með vindpoka á end- VÍKINGUR Jóhann Gíslason, fyrsti flugloftskeytamaðurinn hjá Flugfélagi fslands. anum, til að draga þau út. Þetta var vandræðaútbúnaður, vírinn dróst oft illa út og voru þá flug- menn jafnvel uggandi um að vír- inn flæktist um stjórnfletina. Ól- afur Jónsson sem annaðist við- hald loftskeytatækjanna, jafn- hliða loftskeytastörfum, setti fast loftnet í vélarnar og gafst það ágætlega. Nú kemur það tæplega fyrir að loftnet bili á flugvélunum. í Geysi var einn Collins Art 13 aðalsendir, þetta er hálf-sjálf- virkur (semi automatiskur) 10 rása, þetta er gott tæki, en hefir þann ókost, að ef ekki er læst vel stillingunum, þá ruglast allt, og verður að stilla allar rásirnar upp á nýtt. Með Heklu (nýrri) komu tveir Collins ART 13 aðalsendar og tveir Bc 348 móttakarar, einnig var vélin búin 20 rása VHF tækj- um. Áður en Skymasterflugvélar Loftleiða voru seldar úr landi, var loftskeytabúnaður þeirra svipaður og á Dc 6 B flugvélum félagsins. Þar á meðal tvöföldu fjölrása VHF kerfi og tvöföldu sjálfvirku, krystalstýrðu, fjöl- rása stuttbylgjukerfi. Á fyrstu árum millilandaflugs- ins var Morse nær eingöngu not- að í flugviðskiptum, flugstjór- arnir voru háðari loftskeytavið- skiptum. Unnin voru um borð þau störf, sem nú eru að miklu leyti unnin af flugumsjónar- mönnum í landi. Eftir hinum ó- trúlegustu krókaleiðum varð að Júlíus B. Jóhannesson. 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.