Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 30
leita upplýsinga, með loftskeyt- um, um atriði sem nú eru send óbeðin, loftskeytamaðurinn var alltaf að og hefði ekki veitt af að þeir væru tveir, þegar mest var. Upp úr 1950 fóru viðskiptin meir og meir að færast yfir á tal. Komið var upp víðtækum VHF. kerfum yfir löndum og með ströndum fram. Flugum- sjónarmenn (Dispatchers) flug- félaganna öfluðu upplýsinga um veður vinda og lendingarskil- yrði veittu og alla þjónustu varð- andi óvæntar ástæður, bilanirog slíkt,, þeir fylgjast og með flug- vélunum þar til flugferð er lokið. 1954 ákváðu því flugfélögin að sameina starf siglingafræðinga og loftskeytamanns (Navro). — Loftskeytamenn Loftleiða, þeir Ólafur Jónsson, Þormóður Hjör- var, Halldór Ólafsson, Magnús Ágústsson, Jón Óttarr Ólafsson og Höskuldur Elíasson. Og frá Flugfélagi íslands þeir, Rafn Sigurvinsson, Júlíus Jóhannes- son og Gunnar Skaftason. Sóttu námskeið sem hófst í Reykjavík í október. Aðalkennari var Þórarinn Jónsson siglingafræðingur, Jón- as Jakobsson kenndi veðurfræði, Bjöm Jónsson kenndi flugregl- ur, töfluteikningu kenndi Jón Sólmundarson. Námskeið þetta stóð fram í lok Marz 1955. Og skiptu loft- skeytamenn fluginu á milli sín, með aðstoð lánsmanna, frá flug- þjónustustöðinni í Gufunesi. Að námskeiði loknu var haldið til New York og verið á námskeiði hjá Flight Safety inc, La Guar- dia Airport. Kennarinn Mr. R. Lee kenndi frá kl. 8-17, rétt hlaupið í Hamborgara um há- degið, síðan var lesið heima fram á nótt. í maíbyrjun var svo þreytt próf hjá Flugmálastjórn Bandaríkjanna, og luku allir prófi, með góðri einkunn. Sigl- ingafræðingar Flugfélgasins, þeir Axel Thorarensen, Eiríkur Loftson og Öm Eiríksson tóku loftskeytapróf að loknu nám- skeiði. Siglingafræðingar Loft- leiða höfðu allir flugpróf, að Þórarni Jónssyni undanskildum. Þórarinn varð flugumsjónar- maður og seinna flugdeildar- stjóri. Hinir eru nú flugstjórar hjá félaginu. Jóhann Gíslason fór til Bandaríkjanna seinnaum vorið 1955 og tók próf í siglinga- fræði, hann átti ekki heiman- gengt fyrr vegna anna við flug- umsjónarstörf. Til Loftleiða réðust seinna 3 Minningarorð Frh. af bls. 19U stýrði með mestu prýði í nærfellt 20 ár. Stundum vissi ég Hjört hafa nokkrar áhyggjur af rekstrinumog óskaði sér þá í erfiðleikum sínum, að hann hefði þróttmeiri starfs- kraft. En Hjörtur skildi hlutverk sitt og datt aldrei í hug að íþyngja getu þeirra, sem settir voru undir stjórn hans til að öðlast þrek sitt á ný. Nokkra unga menn, sem snemma urðu fyrir skakkaföllum af berkla- veikinni, tók Hjörtur í læri, og stóðust þeir trésmíðapróf sitt með prýði. Lofa þessir menn allir Hjört fyrir prúðmennsku, uppörfun hans í starfi og sem góðan kennara. Hjörtur unni fagurfræðilegum efnum og var náttúruunnandi. — Margar ljósmyndir hans bera þess vott. En hann var mikiM áhuga- maður á því sviði. Störfum sjómannsins gleymdi hann aldrei og hafði vakandi á- huga á öllu sem gerðist á þeim vett- vangi. Sjómannablaðið Víking keypti hann árum saman og hafði yndi af að fylgjast með því, sem fram kom í blaðinu. Eftir að ég réðist til starfa við blaðið, fékk ég ýmsa uppörfun frá honum, en það má teljast til hreinna undantekninga að fá uppörfun í starfi á þessu sviði. Fyrir rúmum tveim árum veikt- ist Hjörtur alvarlega, en náði þó brátt sæmilegri heilsu. Honum var tjáð, að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm og gæti ekki lifað nema mest 2 ár. Þessu tók Hjörtur með stillingu, gekk að Navro’s sem lært höfðu á eigin spýtur, þeir Leifur Guðmunds- son, Þorkell Jóhannesson og Sig- urjón Jónsson. Enda þótt hið upprunalega starf loftskeytamannanna sé í dag aðeins að litlu leyti unnið um borð í flugvélunum, eiga þeir sinn góða kapitula í þróun- arsögu íslenzkra flugmála. vinnu sinni í Reykjalundi og hlífði sér hvergi. Alltaf var hann kátur á þessu tímabili, og vorum við farin að vona, að læknum hefði yfirsézt í dómi sínum. Eftir áramótin í vetur sáust þó einkenni þess, að hann væri farinn að gefa sig. Er fram á vorið kom, lagðist hann í rúmið, þar sem smátt og smátt dró af honum og 28. júní lézt hann. Síðustu tvö árin, sem Hjörtur lifði, sýndi hann slíka karlmennsku og rósemi, að fágætt má teljast. Bjó hann sig á ýmsan hátt undir að mæta því, sem fyrir handan er, enda átti hann trúarstyrk sér til hjálpar. Ég votta ekkju hans og ástvin- um samúð mína og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Hirti. Blessuð sé hans minning. Örn Steinsson. Xr __^hdclcc Djúpa, dimmbláa alda, drottning á hafinu kalda. Munúðug mjúklega líður móðurfaðm lognværan býður. Breytist í hrannir sem hræða, hrynjandi, dunandi æða. Breiðar með brimhvíta falda brimgný og örlögum valda. Andrés Gíslason. 208 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.