Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Qupperneq 31
Barkurmn „Björmnn“ Það var árið 1873. Skipasmiðir í Dundee á Skotlandi hleyptu hreyknir af stokkunum traustu og öruggu selveiðiskipi, sem þeir skírðu BJÖRNINN. Skipssíðurnar voru styrktar þykkum járnplötum til þess að þola óvæg átök við ísalög Norð- urheimsskautsins. Björninn var barkskip með gufuhjálparvél. Að smíði lokinni hélt BJÖRN- INN til St. John’s á Nýfundna- landi þar sem selveiðiflotinn hafði bækistöðvar sínar. f full 11 ár hélt skipið uppi þessum veiðum, sem teljast mega enn í dag þær hættulegustu og erfið- ustu í heimi. Öll þessi ár stóðst BJÖRNINN ísalög Davíðssunds, — sigldi í gegnum blindþokur Labrador svæðisins og reið af sér mörg ofviðri N-Atlantshafsins,, með hinum hættulega rekís og stór- hríðum. Það var á árinu 1884, sem BJÖRNINN varð heims- þekkt fleyta. Aðdragandi þess atburðar hófst raunverulega ár- ið 1881. Áhugi Bandaríkjanna hafði þá þegar vaknað fyrir íshafssvæð- unum og höfðu þeir sent tvo leiðangra norður til Smith Sound og Kennedy sunds til jarðfræði- og vísindarannsókna. Þrátt fyrir góðan undirbún- ing varðandi birgðir og útbúnað urðu endurtekin óhöpp þess valdandi að leiðangur banda- ríska liðsforingjans A.W. Öree- ly varð uppiskroppa með mat- væli og nauðsynlegan klæðnað mitt í heljarkulda ísauðnanna. Björgunarleiðangur var und- irbúinn. Seglskipið PROTEUS sem sent var 1883 til þess að sækja leiðangur Greely’s lenti í skrúfuís og sökk. Annað birgða- skip sent sömu erinda stöðvaðist í ísnum og sneri aftur án þess VÍKINGUR að koma neinu af birgðunum á áfangastað. Undir stjórn Bandaríska sjó- hersins var þegar útbúinn nýr leiðangur. BJÖRNINN og annar hvalveiðari, T H E T I S, voru keyptir í St. John’s. — Brezka stjórnin brá fljótt við oggaf sel- veiðarinn A L E R T til aðstoðar við leitina. Þessi þrjú vel útbúnu skip, mönnuð úrvali af sjálfboðaliðum úr Bandaríska N-Atlantshafs- flotanum létu úr höfn í New York í apríl 1884 og sigldu allt hvað af tók í áttina til Davíðs sunds og Baffínsflóa. — í júní lentu skipin í stórhríðarveðri og stórsjó innan um geigvænlegan rekís fyrir vestan Grænland. — Milli hinna þriggja skiphafna var mikil samkeppni um að verða fyrstur til að finna Greely og menn hans. Leitað var eins gaumgæfilega og unnt var með- fram hinum beru og ísnúnu ströndum í von um að finna ein- hverjar leifar af hinum týnda leiðangri. 21. júní fóru nokkrir skipverja af Birninum í land við Brevoorteyju. — I klettaskúta fundu þeir áletraðan bréfmiða, sem einn úr leiðangri Greelys hafði skilið eftir. Á miðanum stóð að liðsforinginn og 24 menn hans hefðust við á Sabinehöfða á að gizka 79° N og 75° V og hefðu þeir matarbirgðir í 40 daga. Miðinn var skrifaður fyr- ir níu mánuðum! BJÖRNINN hraðaði nú ferð sinni eins og aðstæður frekast leyfðu og náðu þeir til Sabine- höfða 24. júní. — Þeir sendu í skyndi vel mannaðan bát í land, sem hóf leitina með því að kalla Greely! Greely! — Við hrópum þeirra barst þeim lágt hljóð, lík- ast andvarpi og þeir komu auga á mannveru tötrum klædda og augsjáanlega aðframkomna, sem gerði veikar tilraunir til að veifa árabroti, sem á var fest einhver drusla. Hjálparmennirnir klifu nú klettótt hæðardrag og þar fundu þeir Greely og fimm félaga hans liggjandi í tjaldræksni. Þeirvoru óhreinir og svo nálægt hungur- dauða að þeir voru orðnir mátt- lausir. Matur fyrirfannst eng- inn, höfðu augsýnilega ekki séð hann vikum saman. — Að með- taldri hinni „lifandi beinagrind“ með árabrotið, sem þeir fyrst komu auga á, voru aðeins 7 af

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.