Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Blaðsíða 34
A. myndinni sjást
þátttakendur í nor-
rænu fiskimálaráð-
stefnunni í Reykja-
síður orðið fyrir það, að í inn-
flutningslöndunum hefur lengi
gætt, og gætir nú í vaxandi mæli.
tilhneigingar til að leggja því
meiri hindranir á verzlunarsvið-
inu í veg innflutnings á matvæl-
um, einnig afurðum úr fiski,
þeim mun meir sem varan er
unnin.
8. Fyrir ísland getur slík
þróun, ef áframhald verður á
henni, haft mjög slæmar afleið-
ingar og leitt til minnkandi
framleiðsluverðmætis fiskveið-
anna, með því augljóst er,. að
takmörk eru fyrir því hversu
unnt er að auka aflann og því
kemur að því, að eini möguleik-
inn til að auka verðmæti fram-
leiðslunnar verður gegnum aukna
vinnslu.
9. ísland hefur því árum
saman og í vaxandi mæli vakið
athygli innflutningsþjóðanna á
þessu sérstæða vandamáli, sem
hér blasir við og fer ekki fram
á annað en það, sem telja verður
sanngjarnt og eðlilegt, að í við-
skiptum þessara þjóða við ís-
land verði ástunduð gagn-
kvæmni, þar sem íslendingum
verði gert kleift að keppa eðli-
lega í sölu framleiðslu þeirra án
óeðlilegra hindrana af hálfu inn-
flutningslandanna, en á móti
greiði Island fyrir sölu á fram-
leiðsluvörum þessara þjóða, sem
í flestum tilfellum eru iðnaðar-
vörur.
10. Þróun fiskveiðilandhelgi-
málsins í Evrópu á undanförn-
um árum hefur haft alldjúptæk
áhrif á fiskveiðar Evrópuþjóð-
anna. Það féll í hlut íslands að
hafa þar nokkra forystu, en mál-
flutningur Islendinga hefur þó
öðrum þræði byggzt á dómi Al-
þjóðadómstólsins í deilu Breta
og Norðmanna árið 1951.
11. Sú neikvæða þróun, sem
hefði orðið á fiskveiðum við ís-
land á tímabilinu fyrir síðari
heimsstyrjöld svo og almenn þró-
un á vettvangi alþjóðalaga voru
forsendurnar fyrir nauðsynleg-
um aðgerðum íslendinga til út-
færslu fiskveiðilandhelginnar.
12. Óhugsandi er að snúa
klukkunni aftur á bak og hverfa
af þeim grundvelli,. sem við nú
stöndum á með frjálsum samn-
ingum við þær tvær þjóðir, sem
mestar veiðar hafa stundað við
ísland, aðrar en Islendingar
sjálfir.
Það er engin skynsamleg eða
viðskiptalega eðlileg gagn-
kvæmni í því að ætla að binda
saman viðskipti og réttinn til
fiskveiða.
Með útfærslu fiskveiðiland-
helginnar hafa íslendingar tekið
á sig þá skuldbindingu að nýta
þá fiskistofna, sem þar er að
finna, á skynsamlegan hátt og
með þeim veiðiaðferðum ogskip-
um, sem heppilegast verður tal-
ið á hverjum stað og tíma og ís-
lendingar telja sig algerlega færa
um að gera það.
13. Islendingar hafa horft á
það með vaxandi áhyggjum,
hvernig viðgengist hafa og jafn-
vel aukizt á seinni árum beinar
styrkjagreiðslur úr ríkissjóðum
viðkomandi landa til fiskveiða
því nær allra landa Evrópu og
þá ekki sízt innflutningsland-
anna. Þetta ásamt hindrunum á
viðskiptasviðinu truflar þróun
fiskveiðanna og dregur úr eða
jafnvel getur eyðilagt með öllu
möguleika fiskframleiðslu- og út-
flutningslands eins og Island til
að byggja upp heilbrigðan at-
vinnurekstur, sem gæti orðið og
á að vera grundvöllur að vax-
andi velmegun.
14. Staða Islands í fiskveið-
um Evrópu mun ekki hvað sízt
mótast af þróun þessara mála í
framtíðinni.
212
VlKINGUR