Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1964, Side 35
Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN í Reykjavík varð 70
ára á s.l. ári. Félagið var stofnað, er 23 skipstjórar í Rvík komu
saman hinn 7. október 1893.
Ibúar Rvíkur voru þá aðeins 4000 talsins. Þá voru hafnleysur,
en atvinnulífið snerizt þá yfirleitt eingöngu um seglskúturnar. Á
þeim voru stundaðar handfæraveiðar frá byrjun marzmánaðar og
fram í september. Peningar voru sáralitlir og nauðþurfta öfluðu
menn mest með vöruskiptum og úttekt hjá kaupmanninum.
Núverandi formaður ÖLDUNNAR, Guðm. H. Oddsson skipstj.
hefir tekið saman útdrátt úr fundagerðabókum félagsins frá stofnun
þess. Þetta er geysi merkilegt plagg og er margan fróðleik að finna,
sem varpar ljósi yfir mörg atriði í sögu eldri tíma Reykjavíkur-
borgar, en athafnasemi Öldufélaganna má teljast snar þáttur í bæj-
arlífinu beggja megin aldamóta.
Eftir ósk margra hefir VlKINGURINN fengið heimild til þess
að birta þennan útdrátt, sem fer hér á eftir og í næstu blöðum
Víkingsins. Ritstj.
Merkilegar heimildir
ÚTDRÁTTUR
úr gjörðabók Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Aldan, stofnuð 7. okt.
1893, tekiö saman af Guðmundi H.
Oddssjmi 1962 og 1963.
Fundur, 28. október 1893.
Samþykkt, allir skipstjórar er í fé-
laginu voru aö fara fram á við út-
gerðarmenn aö fá rýmkuð kjör sín.
(Kjörin þá).
Fundur, 13. janúar 1894.
Myndin af félagsmönnum tekin á
gamlársdag 1893.
Fundur, 27. janúar 1894.
A8 yrði myndaður sameiginlegur
styrktarsjóður, er verja skyldi til aö
st.yrkja félagsmenn, er vegna elli eða
lieilsubrests, yrðu atvinnulausir, einnig
ekkjur og böm félagsmanna.
Fundur, 8. febrúar 1894.
Skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð fé-
lagsins lögð fyrir fundinn, Isamin af
Landshöfðingjanum fyrir liönd félags-
ins. Formaður gat þess, að til þess að
hún næði konungsstaðfestingu, þyrfti
einhver konunglegur valdsmaður að
hafa eftirlit með, að henni yrði fram-
fylgt. Samþykkt var að fela Lands-
höfðingjanum það vald á hendur að
fylgjast með lienni, og var síðan skipu-
lagsskráin endanlega samþykkt á fé-
lagsfundi þann 17. febrúar 1894.
Fundur, 16. október 1984.
Samþykkt var að halda félagsfundi
tvisvar í mánuði.
Fundur, 30. október 1894.
Tillaga um að fara þess á leit við
útgerðarmenn, að þeir vigtuðu allan
kost út í landi til skipverja. (Frestað
til næsta fundar).
Fmidur, 13. nóvember 1894.
Útvigtun til skipverja rædd, en
frestað. Uppástunga frá formanni,
hvort ekki mundi tiltækilegt, að ráðast
í að gefa út tímarit, er gæti orðið til
nytsemdar og fróðleiks í þeirri at-
vinnugrein, er félagsmenn stunda. —
Málið fékk góðar undirtektir. Var
samþykkt í einu hljóði tillaga, að
skipverjar að ári skyldu rita hjá sér
allt það, er þeir álitu að gæti liaft
nokkra þýðingu þessu máli til fram-
kvæmdar, einnig var samþykkt, að fé-
lagið keypti eður fengi að láni norsk
og dönsk tímarit, er gefin eru út í
þessum tilgangi.
Fundur, 27. nóvember 1894.
Útvigtunarmálið rætt, samþykkt að
bjóða útgerðarmönnum að mæta á
næsta fundi. Fundarstjóri getur helztu
atriða, er skipstjórar þeir, sem eru í
Öldunni skyldu rita í dagbækur sínar
að ári viðvíkjandi fiskgöngum og
fiskveiðum, og eru þau eftirfarandi:
1. Hvar skipið er á liádegi dag hvem
og á livaða dýpi skipið hefur rek-
ið, hafi það legið í fiski.
2. Hvemig veðurlag er og á hvaða
átt, livað hvasst (skrifað í tölum).
Sjólag, hita og kulda í lofti ogsjó,
botnslag og dýpt.
3. Hvað mikill fiskur hefur dregist
yfir hvern sólarhring og á hvaða
dýpi og á hvaða tíma bezt dregst.
4. Hvaða fisktegundir, t.d. þorskur,
stútungur, þyrslingur, ýsa, langa,
ufsi, keila, skata, steinbítur, spraka,
karfi, og ennfremur hvort þessar
fisktegundir eru feitar á fisk eður
lifur, hvort fiskurinn er hvítur eða
móleitur á roðið. Hvort hann er
með síltroðinn maga eður tóman,
eður botnfæða er í honum, t.d.
krabbi o.fl.
5. Hvaða síld verður vart við, hvort
heldur hún er í fiski eður á ferð,
og hvert hún stefnir ef hún sést,
og ennfremur geta þess ef kol-
krabbi dregst eður er í fiski.
Þá er stungið upp á að biðja jafn-
framt þá skipstjóra, sem ekki væra í
félaginu að gefa því einnig skýrslu,
sem færi í sömu átt. Kosnir í nefnd
til að semja eyðublöð fyrir þærskýrsl-
ur: Ásgeir Þorsteinsson, Hannes Haf-
liðason, Stefán Pálsson.
VÍKINGUR
213