Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 11
ur Mechan stálbjörgunarbátur. Hann var látinn liggja kyiT í eld- hafinu. Samt var talið rétt að gera umsvifameiri tilraun og var þá bátnum fjarstýrt. Inngangan í bátinn á sér stað gegnum 4 lúkur, þeim er haldið aftur af, fljótlokandi klemmum. 1 bátnum er 12.75 hestafla Lister- vél loftkæld. Hægt er að setja hana í gang meðan báturinn hangir í bátsuglunum. Mótorinn dregur rafal. Þrýstiloftskútur er í bátnum til að fullnægja loft- þörf vélar og manna. Reiknað hefur verið út, að loftþörf vélar sé 0.85 m3/mín, og að hver mað- ur þarfnist 0,06m3 lofts. Þrýstiloftsútbúnaðurinn heldur yfirþrýsting inni í lokuðum bátn- um og kemur þar með í veg fyr- ir reykmyndun. Þótt kröfurnar séu að bátur- inn þoli eldinn í 5 mínútur, þá var tilraunin gerð í 10 mínútur. Þegar báturinn var settur inn í eldinn, leit skrokkur hans út eins og trékol. Útskýrt var að það væri gerfiharpiksinn, sem tekur í sig hitann á meðan hann breyt- ist í lofttegund. Á þann hátt myndast einangrun milli elds og báts. Báturinn var algjörlega umvaf- inn eldhafinu, sem var meira en 1000° C. Eftir 5 mínútur virtist einangrunin bráðna og vilja detta af í flögum. Þegar bátur- inn hafði verið í eldinum í 10 mínútur var eldurinn slökktur. Báturinn var opnaður og kom þá örlítill reykur innan að, en auð- sjáanlega voru tvær mýs, sem Hér má sjá hitm einangraSa björgunarbát inni í eldhafinu. hafðar voru um borð, algjörlega ómeiddar. Smjörstykki var einn- ig í bátnum, órunnið, og plastic- lok með öllu óskemmt. Hæsta hitastig í höfuðhæð var talið vera 140°C. Eftir 5 mínút- ur var hitinn inni í bátnum 60°C, eftir sex mínútur 70°C, eftir 7 mínútur 100°C og eftir átta mín- útur 118°C. En þar á eftir fór hann upp í 140°C. Læknar telja, að léttklæddur maður sé í hættu eftir 5 mínútur í 120°C hita, eftir 4 mínútur í 150°C og eftir 3 mínútur í 180°C hita. Tilraunirnar sýna að hægt er að lifa í svona bát í eldhafi allt að 7 mínútur, en það er nægur tími til að bjargast út úr venju- legum olíubruna á sjó í báti með sex mílna hraða. — Hitastigið í sætis- og gólfhæð var verulega lægra heldur en í höfuðhæð. Gas- tilraunir sýndu, að kolsýrings- myndun inni í bátnum var svo lítil, að hættulaust er talið. ran ÞverskurSarmynd af bátnum. SérfrœSingar rannsaka bátinn ejtir raunina. VÍKINGUR 215

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.