Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Qupperneq 12
ER ÞETTA LAUSNIN? Á myndinni sést skipið ásamt dráttarbáti með pramma. Sú fullyrðing að björgunarbát- ir úr plasti standist ekki hitann frá olíubruna, hefur verið af- sönnuð af framleiðendum og tals- mönnum slíkra báta. Þessir aðil- ar héldu sýningu á 8 m/m plast- báti, sem smíðaður var af Water- craft Ltd. Báturinn var útbúinn úðunartækjum.Plastið var styrkt í samræmi við normal reglur M.O.T. fyrir lokaða eldörugga báta til notkunar í olíuskipum. Listervél var í þessum bát, sem óhætt var að keyra hálfa klukku- stund meðan báturinn hékk í bátsuglum án nokkurrar hættu á skemmdum. Með tilliti til úðunar- tækisins og þeirra, sem um borð verða, var komið fyrir stórri loft- flösku, sem sjá átti mönnunum og vél fyrir nægu lofti, jafnframt átti loftið að knýja dælu fyrir úðunina í allt að 5 mínútur og á þann hátt verja bátinn fyrir hit- anum. Báturinn var settur í 12 m/m þykkt olíuhaf, sem logaði í 6 mín- útur. Þegar báturinn er kyrr, verður hann fyrir þyngstum áhrifum frá eldinum, þar sem hann verður þá í mesta eldhafinu. Tæki bátsins sýndu að hæsta hitastig varð 49 °C á versta stað inni í bátnum, en 43°C í höfuðhæð miðskips. Báturinn er þannig smíðaður, að einn maður getur stjórnað honum. Stjórntækin eru fremst í bátnum og er þar styrktur gluggi, sem hægt er að sjá út um. Á báð- um endum bátsins eru sterkir opnanlegir gluggar, geta menn komizt þar í gegn, ef á þarf að halda. Báturinn er gerður fyrir 44 menn með matvælum og útbún- aði á sama hátt og véldrifin venjulegur björgunarbátur. Stór- ar dyr eru beggja megin á bátn- um til að auðvelda inngöngu. Watercraft Ltd. bendir enn- fremur á, að báturinn bjóði mönnum upp á mjög hagkvæmt skýli fyrir veðri og sjó eftir að hafa siglt um stórt svæði í olíu- báli. Þýtt úr Motor Ship. Sum skip eyða helmingi starfs- tíma síns í höfnum, bundin við bryggjur. Við verkföll og önnur óeðlileg hafnaróhöpp liggja full- mönnuð skip með dýran útbúnað dögum og jafnvel vikum saman verkefnislaus. Það eru þessi vandamál, sem valdið hafa því, að Lykes steam- ship hafa ákveðið að láta gera nýja gerð skipa. Hugmyndin er sú að smíða skip, sem tekið geta smá flutningapramma (lektur) fulla af vörum beint inn í lestar- rúm skipsins. Lestanýmið á að ná eftir endi- löngu skipinu og vera búið vatns- þéttri hurð á skut skipsins. Lestun skipsins fer fram á lík- an hátt og á sér stað í flotkví. Tankar skipsins verða fylltir og skipið látið síga það mikið niður, að sjór renni inn í lestina, verður prömmunum síðan fleytt inn í lestina og sjónum dælt út. Lyftir skipið sér þá og pramm- amir sitja eftir í lestinni. Síðan er hurðinni lokað og skipið reiðu- búið að hefja ferð. Hægt verður að hafa efri og neðri lest í þess- um skipum, er þá skipið látið síga mismunandi mikið eftir því hvora lestina skal losa eða ferma. Þessi skipsgerð er kölluð Lykes Seabarge Clipper og á að vera 775 fet að lengd og 110 fet á breidd. Þetta skip, sem myndin sýnir, á að geta borið 12 pramma á hvoru dekki, eða samtals 24 pramma með alls 775000 kúbik- feta lestarrými. — Prammamir verða 100 feta langir eins og kassar í lögun. Lykes fyrirhugar að láta smíða 3 skip á einu bretti af þessari gerð. Gert er ráð fyrir að hvert skip kosti 16,2 milljónir dollara. Eigendur skipanna gera ráð fyrir að þessi dýri bygginga- kostnaður skili sér fljótt aftur í meiri hagræðingu við ,fermingu og losun í höfnum vegna styttri hafnardvalar hverju sinni. En gert er ráð fyrir að búið verði að ferma prammana, þegar skipið kemur inn til að sækja vör- una. Dráttarbátar geta svo ann- ast flutning prammanna innan hafnar og upp um fljót, ef henta þykir og þannig sparað stóru út- hafsskipi snúninga í þröngu um- hverfi. 216 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.