Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 21
Pabbi, hvað heitir þessi bygg-
ing?
— Ég veit það ekki drengur minn.
— Hvað heitir þetta vegamerki?
— Veit það ekki.
— Pabbi, þú ert vonandi ekki
reiður vegna þess hvað ég spyr
mikið ?
— Alls ekki drengur minn, spurðu
bara, það er einasta leiðin til að
öðlast þekkingu.
*
Drukkinn maður kekk eftir göt-
unni. Annan fótinn hafði hann á
gangstéttinni, en hinn í göturenn-
unni. Lögregluþjónn, sem sá til
mannsins, þreif í öxl hans og sagði:
— Komdu upp úr rennunni, þú
ert blindfullur!
— Guði sé lof, sagði sá drukkni,
ég hélt að ég væri draghaltur.
*
Segðu mállausum leyndarmál þín,
og hann mun fá málið.
*
Kaupmaðurinn við sveitapiltinn,
sem var að taka út vörur fyrir hús-
bónda sinn:
— Og skilaðu svo kærri kveðju
til hans Sigurðar míns, að næst
þegar hann slátrar nauti, þá megi
hann ekki gleyma mér!
Ódýr útgerð
Fyrir nokkrum árum var skip-
stjóri á grísku skipi, sem sigldi
undir Costa Rica fána, tekinn
fastur í Luleá í Svíþjóð, ákærður
fyrir að hafa látið taka kol af
farmi skipsins til að kynda undir
skipskatlinum.
Einn af kyndurum skipsins
kærði skipstjórann fyrir yfir-
völdum staðarins í bæði skiptin
yfir því að skipstjórinn neitaði
honum um nema smáhluta af
kaupi hans.
Ekki er að furða þótt aðrar
siglingaþjóðir eigi í erfiðleikum
með að keppa við svona „prakt-
isk“ útgerðarfélög.
VÍKINGUR
Fjármálaráðherra Frakka gaf ný-
lega skipun um að fjarlægja tvær
naktar granitstyttur, sem stóðusín
hvoru megin við innganginn að
ráðuneytisbyggingunni.
— Þær voru alltof naktar, sagði
hann við blaðamenn. — Ekki svo
að skilja að ég sé siðferðilega
hneykslaður, en þegar ég geng
framhjá þeim oft á dag, þá minna
þær mig óþægilega á hina óham-
ingjusömu skattborgara, sem koma
á okkar fund, eftir að við höfum
fláð þá inn að skinninu.
Símon gamli hafði mikinn áhuga
á ættfræði og þóttist oft komast að
merkilegum niðurstöðum og það
svo, að margir voru harla vantrú-
aðir.
Dag nokkurn kom hann í eldhús-
ið til konu sinnar og var mikið niðri
fyrir.
— Veiztu bara, Guðríður mín, ég
er kominn í beinan karllegg af hon-
um vellygna Bjarna!
— Ónei, ekki vissi ég það nú, —
en hinsvegar var mig farið að gruna
það núna uppá síðkastið.
</.
225