Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Síða 23
„Kap“ 27.00 tonn.
SmíðaSur i Noregi 1919.
Guðjón Valdason, Dyrhólum,
er fæddur að Steinum undir
Eyjaf jöllum 4. okt. 1893. Foreldr-
ar: Valdi Jónsson og Elín Péturs-
dóttir.
Guðjón fór alfarinn til Vest-
mannaeyja 14 ára gamall með
móður sinni og stjúpa, Bergi
Jónssyni og byrjaði þá sjó-
mennsku á opnum bát með Jakob
Tranberg og síðar á vélbátn-
um „Austra“ hjá Helgu í Dal-
bæ og fleiri bátum allt til að
hann byrjar formennsku 1925 á
„Garðari I.“ Eftir það er Guðjón
með eftirtalda báta: „Síðuhall,"
„Soffíu,“ „Von,“ „Gottu“ og
„Kap“ allt til 1955 eða 21 vertíð
með þann bát, þá kaupir Guðjón
nýjan bát, „Kap 11“ og er með
hann til 1960 og hætti þá for-
mennsku. Þá hefur Guðjón verið
sjómaður í 50 ár og formaður í
36 ár. Guðjón hefur verið einn af
beztu aflamönnum Eyjanna alla
sína löngu formannstíð og stjórn-
samur formaður á allan hátt.
Sigfús Scheving.
„Maí“ 20.66 tonn.
SmíSaSur í Noregi 1917.
Sigfús Scheving, Heiðar-
hvammi, var fæddur á Vilborgar-
stöðum í Vestmannaeyjum 2. maí
1886. Foreldrar; Vigfús P. Schev-
ing og kona hans Friðrikka Sig-
hvatsdóttir.
Sigfús byrjaði ungur sjó-
mennsku í Eyjum á opnu skipi.
Um tvítugt fór Sigfús í Sjó-
mannaskóla Reykjavíkur og lauk
þar prófi í meira fiskimannaprófi
eftir einn vetur með fyrstu eink-
unn, enda var hann góður lær-
dómsmaður og var hann sá
fyrsti, sem þetta próf tók úr
Vestmannaeyjum. — Eftir það
fór Sigfús á millilandaskipið
„Austra“ og skútu frá Reykja-
vík. Til Vestmannaeyja fór Sig-
fús alfarinn 1911 og ári síðar
gerðist hann formaður með
„Kapitólu,“ en 21. apríl sökk hún
austur af Eyjum. 3 björguðust
en 1 drukknaði. Eftir það var
Sigfús með „Haffrú“ til ársloka
1924, þá kaupir hann „Maí“ með
Framh. á bls. 235
Kristinn Magnússon.
„Pipp“ 15.00 tonn.
SmíSaSur í Danmörku 1925.
Kristinn Magnússon, Sólvang,
er fæddur á Seyðisfirði 5. maí
1908. Foreldrar: Magnús Jónsson
og Hildur Ólafsdóttir. Kristinn
fór með foreldrum sínum alfarið
til Vestmannaeyja 1915.
Kristinn byrjaði sjómennsku
1924 á m.b. „Gullfossi,“ þá um
fermingu með föður sínum og
síðar á „Pipp.“ 1932 byrjar
Kristinn formennsku, þá með
„Pipp“ í margar vertíðir. Eftir
það er Kristinn með eftirtalda
báta: „Herjólf,“ „Gylfa II,“
„Gísla J. Johnsen," „Blátind“ og
„Hilding,“ allt fram yfir 1960.
Kristinn hefur þá verið fonnað-
ur í 30 ár. Hann hefur alla sína
formannstíð verið heppinn maður
bæði stjórnsamur og aflamaður
góður.
* *
LeiSrétting :
1 síðasta blaði var „Soffí“ sögð vera
38,88 tonn en átti að vera 13,88 tonn. Og
„Sísí“ átti að vera 13,17 tonn í stað 31,17.
VÍKINGUR
227