Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 26
Islendingafélag stofnað í Alaborg
Sverrir GuðvarSsson, 1. stýrim.
Páll Zophoníasson. Hann er sonarsonur
Páls heitins Zophoníassonar alþingis-
manns.
BtiSvar Steinþórsson, bryti á m.s. Esju.
0000000000000000000000000000000000000000>0000000000000000'
1. júní s.l. var stofnað íslend-
ingafélag í Álaborg. Tilgangur fé-
lagsins er samkv. félagslögum, að
vera tengiliður milli Islendinga og
íslandsvina í Norður-Jótlandi; að
efla félagslíf með fundum og sam-
komum; að stuðla að, eitt sér eða
í samvinnu við önnur fslandsvina-
félög að auknum vinsamlegum sam-
skiptum íslands og Danmerkur.
1. júní voru félagslögin fullgerð
og kynnt í blöðum og urðu félags-
menn þegar 50 talsins. Allir geta
gerzt félagar, bæði íslendingar og
Danir. 3. júní var formlega gengið
frá félagsstofnuninni og því kosin
stjórn. Fyrsta verkefni félagsins
var, að haldinn var hátíðafundur
17. júní, og þar minnzt 21 árs af-
mælis íslenzka lýðveldisins.
Yíkingurinn frétti af því, að
þegar m/s Esja var í flokkunar-
aðgerð í september og október s.l.
var stofnað til fyrsta íslendinga-
fagnaðarins er haldinn hefur verið
í Álaborg, og munu tveir skipverjar
á Esju hafa átt þar mestan þátt í,
ásamt Páli Zophaníassyni, er stund-
ar nám í tækniskóla þar í borg.
Þessir tveir skipverjar á Esju
voru Sverrir Guðvarðsson yfir-
stýrimaður og Böðvar Steinþórs-
son, og voru þeir í undirbúnings-
nefnd að íslendingafagnaði þess-
um ásamt Páli.
Er ábyggilega ekki á nokkurn
hallað, þó segja megi, að þessi Is-
lendingafagnaður í Álaborg, er
haldinn var 2. október s.l. hafi að
miklu leyti stuðlað að því, að þetta
félag hefur verið stofnað.
Meðal gesta á þessum Islend-
ingafagnaði var ræðismaður Is-
lands í Álaborg, Niels Christensen
og frú, en hann hefur sýnt mál-
efnum íslands og Islendinga mik-
inn áhuga og skilning.
íslendingafagnaður þessi hófst
með því að sezt var til borðs, og
snæddur íslenzur matur, saltkjöt
og baunir, og hafði brytinn á Esju
útvegað saltkjötið að heiman.
Hófi þessu var stjórnað af
Böðvari Steinþórssyni bryta, og
hélt hann ræðu, þar sem hann gat
helztu áhugamála er uppi væru um
samskipti Álaborgar við Islend-
inga, drap á siglingasögu íslenzku
þjóðarinnar og hin auknu viðskipti
milli Islendinga og íbúa Álaborgar.
Yíkingurinn hefur fengið leyfi
Böðvars Steinþórssonar bryta, til
þess að birta ræðu þá, er hann
hélt við þetta tækifæri, og birtist
hún hér á eftir.
OOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOO
Rœða flutt af Böðvari Steinþórssyni
Það hefur fallið í minn hlut að stjórna íslend-
ingamóti því, sem haldið er í Álaborg, að þessu
sinni.
Það fer vissulega vel á því, að Islendingar haldi
slíkt mót einmitt hér í Álaborg nú, á tímamótum,
sem ég kem síðar að. Viðskipti íslendinga við Ála-
bog hafa um fleiri áratugi verið mikil, og hafa sér-
staklega aukist síðustu tvo til þrjá áratugina. Það
má meðal annars þakka þessum auknu viðskiptum,
að hópurinn, sem hér er saman kominn, hefur átt
þess kost, að vera hér í kvöld, og skýri ég það atriði
hér á eftir.
Eins og öllum er kunngt, þá er Island eyland, og
frá fyrstu tíð hefur íslenzka þjóðin orðið að heyja
lífsbaráttu sína á sjónum, eða við sjóinn. Við höf-
um heyrt margar sögur þar um, siglingar hafa
VÍKINGUE
230