Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Side 28
SéS yjir höjnina í Álaborg.
hafi ekki fyrir löngu komist á, þar sem vitað er,
að margir íslenzkir og danskir bæir hafa fyrir
löngu komið slíkum tengslum upp sín á milli auk
þess sem vinabæjatengsl hafa komizt upp allvíða
milli ýmissa bæja á Norðurlöndum.
Ég á ekki heitari ósk til, en að vera okkar hér
í kvöld gæti m.a. orðið til þess, að vísir að slíkum
tengslum kæmist á. Takist það, þá höfum við ekki
komið saman í kvöld til einskis.
Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið, og
ég hef ekki ástæðu til annars, en að telja réttar,
mun Álaborg eiga kost á vinabæjatengslum milli
Húsavíkur og Selfoss. Húsavík er kaupstaður, en
Selfoss hreppur í Árnessýslu. Af þessu athuguðu
vil ég gera að tillögu minni, að reynt verði að koma
á vinabæjatengslum milli Álaborgar og Húsavíkur.
Húsavík á sér merka sögu á íslandi. í landnáms-
sögu íslands er sagt frá sænskum manni, Garðari
Svavarssyni, sem komið hefði upp til landsins á
Austfjörðum, hann hefði siglt kringum landið,
honum hefði ekki unnist tími til að ná heim til sín
samsumars, og hefði því byggt sér skála til vetrar-
setu við Skjálfandaflóa. Þar sem þessi skáli var
fyrsta húsið sem byggt var á íslandi, fékk staður-
inn nafnið Húsavík, og heitir það síðan. Aðalat-
vinnuvegur íbúa Húsavíkur hefur ætíð verið tengt
fiskveiðum og siglingum. í næsta nágrenni við bæ-
inn er blómlegt landbúnaðarhérað. Á Húsavík og
nágrenni hefur vagga margra merkra og mætra
íslendinga staðið. Á Húsavík hefur þróast mikið
athafnalíf á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar,
eins og áður er nefnt. Þar hefur líka verið mikið
félagslíf. Saga merkra félagshreyfinga á íslandi
hefur verið skráð skýru letri á spjöld þar í héraði.
Vagga einna af þekktustu og merkustu félags-
hreyfinga landsins hefur staðið á Húsavík, á ég
þar við samvinnuhreyfinguna, sem á liðnum 6—8
áratugum hefur mikið komið við sögu viðskipta-
mála þjóðarinnar. Með þessu stutta yfirliti verður
að telja Húsavík vel til fallna að tengjast böndum
vináttu við þá borg í Danmörku, sem vaxandi við-
skipti þjóðarinnar eigast við.
Herra ræðismaður og frú!
Góðir íslendingar og gestir þeirra!
Með þessum orðum vil ég leyfa mér að segja
þennan íslendingafagnað í Álaborg settan. Það er
ósk mín og von, að með þessari kvöldstund sé haf-
inn nýr þáttur í félagslífi íslendinga og vina þeirra
hér í Álaborg. Aukinn kunningsskapur og aukinn
skilningur, samfara vaxandi vináttu milli allra
þeirra, sem minnzt hefur verið á er nauðsyn, og
takist það, þá er tilganginum náð.
Vona ég, að menn njóti þess íslenzka matar, sem
hér verður á borð borinn, og um leið skulum við
minnast þess, að „hóflega drukkið vín, gleður
mannsins hjarta.“
* *
232
VÍKINGUR