Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Blaðsíða 33
17. Sóttust seggir þá lengi, svo þá féli Jón kórkjappi. Fylking Brands fór þá riðlast. Feykileg manndráp urðu. Hann sjálfur hesti á flúði. Hann var á flótta tekinn. Kolbeinn grön sá kappann, knár það efldur gjörði. 18. Kolbeinn til Þórðar kemur, kvað Brand handtekinn vera. Þórður spyr, því þeir ekki, þá Brand strax gjöri drepa. „Ég vissi ei nema þú vildir, vera sjálfur þar nærri,“ — Kolbeinn svaraði kaskur kappinn horskum Þórði. — 19. „Þórður, þú skalt ei ganga þangað,“ — mælti Hrafn Oddsson, „ef þú ætlar Brandi efldum að fá bana.“ Sigurður nafn bar son Glúms, sem Brandi fékk til granda. Kauðinn Brandur klauf höfuð, en Kolbeinn grön skildi af rykkti. 20. Nær f jórum tugum féllu fræknum af Þórðar mönnum. Þar af bráðröskir bændur af beztum Eyjaf jarðar. Klyppur Ketilsson, Þorgils. Kennum Guðmund son Gísla, Magnús Narfason mætan. Merkan Vigfús son Þorgils. 21. Á sjöunda tug sagt er Seggir af Brandar liði, hafi fallið hraustir. Hetjur fáar slial nefna: Jón Skíðason kórkjappa, Kleppjárn Hallsson má telja. Ólaf chaim, Jón, Illuga, er var frá Svínavatni. 22. Orusta þessi er talin, að vera mannskæðasta orusta á íslandi. Á annað hundrað manns féllu. Fjöldi fólks þar særðist. Fram fór í Haugsnesi. Róðuiiross var reistur á Róðugrund þar Brandur dó. Einar Bogason frá Hringsdal, Arnarfirði. VÍKINGUR GJAFIR TIL S J ÓMANNAD AGSIN S Hjónin Pálína Þorleifsdóttir og Kristmann Jónsson ásamt formanni SjómannadagsráSs, Pétri SigurSssyni, alfnngismanni. Allt frá því að’ félög sjómanna víðsvegar um land bundust samtökum um, að tileinka sjómannastétt landsins einn dag á ári, með það fyrir aug- um, að kynna þjóðinni í lieild störf stéttarinnar og jafnframt að vinna að menningarmálum liennar, hefir komið í Ijós, að' þessi hugsjón féll í góðan jarðveg og viröingin fyrir mikilvægi starfa sjómannastéttarinnar, átti sér djúpar og sterkar rætur í íslenzku þjóðfélagi. Sjórn Sjómannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en stéttar- félögin innan þessara samtaka, standa sameiginlega að stærstu félagslegu átökunum, sem ráðist liefir verið í, á vegum Sjómannadagsins, byggingu dvalarheimils aldraðra sjómanna, hefir auk velvildar og skilnings ríkis og bæjaryfirvalda, frá fyrstu tíð notið þess styrks og ánægju í starfi, að finna lilýhug og fórnfýsi þá, sem fram liefir komið í beinum peningagjöf- um og öðrum vcrðmætum á liverju ári, frá félagsasamtökum og hundruð- um einstaklinga, með virðingu og velvild til sjómannastéttarinnar. 1 Sjómannadagsblaðinu 1965, er yfirlit um aðsendar gjafir frá aðal- fundi Sjómannadagsráðs 1964 til Sjómannadags 1965, samtals kr. 225,406,oo í beinum peningum. Ennfremur er frá því skýrt, að lijónin Pálína Þor- leifsdóttir og Kristmann Jónsson sjómaður, gáfu samtökunum húseign sína og eignarlóð að Bræðraborgarstíg 32a hér í Reykjavík, nafnabrengl varð í frásögn blaðsins, en liið rétta á að vera Kristmann Jónsson, biðjum við hlutaðeigendur afsökmiar á þessum mistökum. Halld. J. — G. H. O. 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.