Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1965, Page 34
Krummi hann er
klókur fugl
Myndin sýnir tómar fisktrönur, og sést krummi halda sig í návist þeirra.
Mesta vandamál þeirra, sem
við skreiðarverkun fást og þurfa
að ná vel verkuðum og ósködduð-
um fiski af hjöllunum, er að
vernda hann gegn fugli.
Fyrir nokkru las ég smágrein
um þetta í norska „Fiskaren“ og
endursegi ég efni hennar hér ef
verða mætti til leiðbeiningar fyr-
ir íslenzka skreiðarverkendur, en
á Finnmörkinni, þar sem Norð-
inenn verka aðallega sína skreið,
er hrafninn hinn mesti vágestur
á skreiðarhjöllunum. Þessi rán-
fugl yfirgefur ekki hjallana þótt
fiskurinn sé orðinn þurr og harð-
ur. Hann flýgur með hann í nær-
liggjandi vatn eða læk og lætur
hann liggja í bleyti þar til hann
er orðinn nógu mjúkur til að éta
hann. Þannig safnar krummi sér
fóðurbirgðum til langs tíma.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til að halda hrafninum og
öðrum ránfuglum í burtu, en
þrátt fyrir net og fuglahræður
eyðileggja fuglarnir fisk fyrir
þúsundir árlega.
Vanalega er stoppaður „mað-
ur“ hengdur á stöng á áberandi
stað á fiskihjöllunum. Þetta dug-
ir aðeins fyrst í stað, en þegar
krummi hefir rannsakað þetta
með því að fljúga sífellt nær og
nær, þá er varðgildið brátt úr
sögunni og þegar knimmi er
byrjaður að kroppa í skreiðina
óhræddur við „hræðuna,“ koma
aðrir fuglar og gera slíkt hið
sama.
Stoppaðar fuglahræður, hengd-
ar upp á fiskhjallana er því eng-
in viðhlítandi vörn. Tveir Norð-
menn áttu skreiðarhjall á nesi
nokkru í Norður-Noregi, en þar
upp af var brött hlíð og hátt f jall.
Hrafnar hafa sennilega átt
heimkynni sín í fjallinu. Mennirn-
ir hengdu afla sinn á hjall, sem
var um 150 metra frá verbúðinni,
og varð þá brátt haldinn vörður
um hjallann, ýmist af krummum
eða fiskimönnunum.
Þeir tóku þá til bragðs að búa
til auðan bás inn í miðjum fiski-
hjallinum og settu þar haglega
stoppaða hræðu í vinnufötum og
settu hana þar í varðstöðu.
Svo eðlilegur var þessi „varð-
maður,“ að aðeins vantaði smá
hreyfingu á hann til að hann
væri lifandi maður.
En krummi kann að telja upp
að þremur og þeir vissu að úr
fjallinu var hverri hreyfingu við
hjallann veitt nákvæm athygli.
Ilræðan var látin vera í sitjandi
stöðu og með staf, sem leit út
eins og byssuhlaup. Hún leit ná-
kvæmlega út eins og leyniskytta.
Það leið hálfur mánuður og
enginn hrafn sást, en svo sást
hann, en alltaf í mörg hundruð
metra fjarlægð, en svo fór hann
smámsaman að fljúga nær og
nær.
Fiskimennirnir hugsuðu nú sitt
ráð. Þeir vissu að ef þeir gætu
fengið hreyfingu á hræðuna, ef
svo liti út að þarna væri maður
að vinna undir fiskinum, mundi
það hafa sín áhrif.
Þeir tóku til bragðs að festa
hræðuna upp undir rárnar, með
grönnu nælongarni í þeirri hæð
að hún dinglaði laus með lopp-
una rétt lausa við jörð. 1 hræð-
unni voru þrjár festingar og
handleggimir hafðir lausir við
kroppinn. Við smá vindblæ eða
súg gegnum hjallann kom hræð-
an til að hreyfast og leit hún
þá út eins og maður væri þarna
að vinnu.
Þetta bragð hreif svo vel, að
bæði hrafnar og aðrir fuglar
héldu sig í hæfilegri fjarlægð og
á þennan einfalda hátt þurftu
þessir norsku fiskimenn engar
frekari áhyggjur að hafa af vá-
gestum fiskihjallsins, sem nú
stóðu í þeirri meiningu að lifandi
vera héldi vörð.
Hvað segja íslenzkir skreiðar-
framleiðendur um að nota þessa
einföldu aðferð við að fæla
hrafninn og aðra fugla frá
skreiðarhjöllunum og bjargameð
því miklum verðmætum?
G. J.
238
VÍKINGUE