Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Síða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Síða 13
Heppilegur krani til margra nota nytsamlegur er þetta tæki hér á myndinni. Það eru NOHAB-verksmiðj- urnar, sem smíðað hafa hann eftir tveggja ára umfangsmikl- ar tilraunir. Krananum er stjórnað með stuttbylgjuút- húnaði og knúinn með 95 hestafla dieselvél. Mjög léttur er hann sagður vera í ölluni hreyfingum og auðveldur í stjórn eins manns. mm -v.v ■V •V' PS|4|§$ , ' ■ '■■ fg;..... v wm , ,............ ...... ' oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Togveiðar og vöknlög Enginn vafi virðist vera á því, að vökulögin frá 1918 voru nauð- syn, sem bundu enda á vinnu- þrælkun, sem allt til þess tíma viðgekkst á togurum okkar. Þá voru öll nærliggjandi mið full af fiski, ekki nema 5-12 tíma sigl- ing, og þá oft standandi aðgerð, bætingar og önnur vinna, þar til skipið var fullt, jafnstutt sigling heim og aðgerð stundum alla leið- ina. Skipin voru afgreidd á 8—12 tímum, svo að tími var naumur til hvíldar og ýmissa skyldustarfa fyrir sjómennina sjálfa. Að vísu voru ísfiskveiðar með siglingu til Englands nokkur hvíld, en þær stóðu sjaldan lengi, og aðaluppi- staðan saltfisksveiðar. Þessi lagasetning var þörf og sjálfsögð og mikill sigur fyrir vinnandi sjómenn og þeirra þá nýbyrjuðu samtök, en þá líka tal- in lítt bærileg af ýmsum útgerð- armönnum og kappsömum skip- VÍKINGUR Eftir Guðfinn Þorbjörnsson. stjórum, sem illa þoldu „óþarfa tafir.“ Á þeim tæpu 40 árum, sem lið- in eru frá þessari lagasetningu, er hins vegar svo róttæk og al- hliða breyting í öllum atvinnu- greinum þjóðannnar og ekki sízt á þessu sviði, að það fer ekkihjá því, að ástæða væri til að endur- skoða þessi lög. Nú er yfirleitt fiskað á fjar- lægum miðum, sem tekur marga sólarhringa að ná til, afli að mestu leyti frystur og því minni vinna, og allur aðbúnaður í skip- ur hefur tekið stórstígum fram- förum. Nú eru 2 sólarhringar hafnarfrí við löndun o.fl. o.fl. Þá hefur einnig orðið breyting á viðhorfi til vinnu yfirleitt, og mundi enginn skipstjóri láta sér til hugar koma að skipa (eða biðja) sínum mönnum að standa lengur en samningar segja til um — án fullrar greiðslu, en auka- vinna er algeng og vel séð af starfsmönnum í öllum atvinnu- greinum nema togaravinnu sjó- manna. Mér hefur skilizt að auka- greiðslur til þessarar stéttar séu ekki til, og gæti það meðal ann- ars verið ástæðan til þess, hve illa gengur að fá duglega og vana menn á þessi skip. Að lítt rannsökuðu máli virð- ist augljóst, að ódýrara væri að hafa færri menn um borð og gefa þeim kost á aukavinnu, þá sjaldan að hennar væri þörf, heldur en að fylla skipin af óvön- um og óhörðnuðum unglingum, sem eiga ekki annarra kosta völ en liggja í koju (eða slæpast) 12 tíma á sólarhring, enda þótt ill- fært sé um þilfarið til þess að komast frammí fyrir fiski, sem þarf að drífa niður. Þegar fiskað er á fjarlægum miðum, taka veiðarnar sjálfarog frágangur aflans oft ekki nema af þeim tíma, sem veiði- förin tekur. Hitt er sigling og þá rólegt fyrir skipshöfnina, þótt henni væri fækkað það mikið, að helmingur dekkmanna gæti ver- ið niðri í einu. Frh. á bls. 131 125

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.