Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 2
o GUNNAR KRISTJÁNSSON, stud. theol. Fáni sjómannastarfs ensku biskupa- kirkjunnar. Þessi fáni blaktir um allan heim, tákn kristinnar vináttu, merki hins kristna farmanns. Bifreiðin þýtur áfram eftir einni hinna nýju hraðbrauta í Wales. Presturinn situr undir stýri og heldur áfram: „Þegar ég lauk prófi úr Stýrimannaskólan- um fór ég beint á sjóinn og sigldi síðan með enska fánann við hún í sextán ár um öll heimsins höf. Ég var kapteinn á herskipi í seinni heimsstyrj öldinni, — skipi okkar var sökkt við V.-Afríu, vorum nokkra daga í gúmmíbáti og leið ágætlega. Ég elska sjóinn og sjó- mannalífið. En ég hætti að sigla og ákvað að gerast sjómanna- prestur í ensku kirkjunni, ég hafði kynnzt kirkjulega sjó- mannafélaginu og vildi ganga í þjónustu þess.“ Við erum á leið til smáþorps skammt fyrir utan borgina New- port í Wales, þar sem presturinn, Mr. Casson, ætlar að segja frá starfi sínu og draga upp mynd af starfi kirkjunnar meðal far- manna. „Við byrjum með því að draga fánann að hún,“ hann breiðir úr fána sjómannatrúboð- ins út yfir ræðustólinn. Þetta er mynd af fljúgandi engli, sem heldur á bók, myndin er byggð á orðum úr Opinberunarbókinni: „Og ég sá annan engil fljúga um miðhimin og hélt hann á eilífum fagnaðarboðskap til að boða þeim, sem á jörðinni búa.“ Þetta UM SJOMANNATRUBOÐ I ENGLANDI er fáni The Flying Angel, sem er nafn á kristilegum félagsskap meðal enskra farmanna, þetta nafn má sjá víða um heim í öll- um helztu hafnarborgum á sjó- mannastofum ensku kirkjunnar. Félagar í The Flying Angel er mikill hluti enskra farmanna. Fé- lagið hefur sjómannastofur í yf- ir áttatíu höfnum víðsvegar um heim. í þjónustu þess eru tugir presta og hundruð leikmanna. — Undir hinum fljúgandi engli sigla snekkjur í helztu höfnum heims. Sjómenn lesa bækur í milljónum eintaka úr bókasafni félagsins á ári. — Við skulum skyggnast örlítið inn í sögu þess- arar merku starfsemi. Upphafið er við Bristolflóa á öndverðri nítjándu öld. Ungur prestur, séra John Ashley, var í sumarfríi á þessum slóðum árið 1835. Hann kom frá Vestur- Indíum, þar sem foreldrar hans áttu plantekru. Á þessum tíma voru miklar fiskveiðar stundaðar frá Bristolflóa og það voru fiski- mennirnir og fjölskyldur þeirra, sem vöktu athygli hans, svo að hann ákvað að athuga nánar and- legt ástand fólksins og sá, að það skorti algjörlega allt andlegt líf. Hann dvaldist þarna í þrjá mán- uði og messaði reglulega og sá gjörla hversu þörf fólksins var brýn. Þegar að því kom að hann skyldi hverfa til síns starfa á ný, fór hann út til flotans til að kveðja, þá ,voru meir en 400 skip, sem biðu byrjar. Honum rann svo til rifja þetta afskiptaleysi kirkjunnar og ömurlega ástand fólksins, að hann sagði starfi sínu lausu og ákvað að hefja starf meðal þessa fólks. Hann keypti kútter, Eirene að nafni, og innréttaði þar kapellu. — Á sunnudögum sigldi hann síðan út til skipanna, varpaði akkeri og safnaði sjómönnunum til messu. Fyrst í stað vann hann þetta starf algerlega á eigin kostnað, en síðan var það viðurkennt af erkibiskupi og stofnað formlega 1837 og nefndist þá Bristol-flóa- trúboðið. John Ashley dró sig í hlé 1850, farinn að heilsu og kröftum. Árið 1856 var síðan stofnað The Missions to Seamen eins og það heitir enn í dag, merki þess er hinn fljúgandi eng- ill og er hann jafnframt annað nafn á sjómannatrúboðinu ogþað nafn, sem sjómenn þekkja það undir. Það skal tekið fram, að nú á dögum miðast starfsemin að- eins við farmenn. Newport er hundrað þúsund manna borg, ein stærsta hafnar- borgin í Wales, hún stendur við Bristolflóa, skammt fyrir norðan Cardiff, sem er hins vegar, að því er talið er, búin að lifa sitt feg- ursta. I Newport er etinn fiskur frá Hull og Grimsby. I S.-Eng- landi draga menn ekki lengur fisk úr sjó. Um Newport fer vikulega fjöldi skipa frá öllum heimshornum, enda ört vaxandi iðnaðarborg. Newport hefur þá sérstöðu meðal enskra borga að VÍKINGUR 258
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.