Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 4
Helgistund um borð. presturinn þarf að ferma sjó- menn. Ég minnist eins atviks, þar sem farmaður einn kom til Mr. Cassons, sem þá var prest- ur í Kobe í Japan, hann sagðist vilja láta ferma sig með syni sín- um, sem átti að fermast næst þegar faðirinn kæmi til Englands. Presturinn tjáði honum, að hann þyrfti að gangast undir allan fermingarundirbúninginn. Þeir biðu ekki boðanna og farmaður- inn fékk fyrstu lexíuna í Kobe og bjó sig undir þá næstu á leiðinni til Singapore, þar sem hann var spurður út úr, fékk þar verkefni til næstu sjómannastofu og þann- ig koll af kolli, unz hann tók síðustu lexíuna heima í sinni sókn í Englandi og hann fermdist með syni sínum. Á hverjum morgni heimsækir sjómannapresturinn öll nýkomin skip í höfninni og einn morgun- inn sendi hann mig út af örkinni til að hafa samband við nokkur skip. ,,Talaðu fyrst við skipstjór- ann, hann er oft einmana." Hlut- verk mitt var að segja þeim frá sjómannastofunni og bjóða þeim ýmsa aðstoð, svo sem að skipu- leggja fyrir þá ferðir um sögu- staði í nágrenninu og ef einhver væri í sjúkrahúsi, þá myndi presturinn láta honum í té ýmsa aðstoð. Auk þess var mér frjálst að ræða við þá um heima og geima ef þeir væru á þeim bux- unum, og sumir vilja ræða trúar- leg mál, ef þeim liggur eitthvað á hjarta. Presturinn á ótal vini á skipsfjölum og það kom á daginn, að mér fannst ég vera eins og tannhjól í slípaðri vél. „Sjálf- stæðið var þeirra mikli höfuð- stóll,“ þessi orð skáldsins komu mér í hug, þegar ég var farinn að ræða við einn kapteininn, hann var kapteinn á sínu skipi, sem var svo sem engin ,kvín merí/ hafði verið togaraskipstjóri. — Hann drakk rauðvín vegna þess að bjórvömbin var farin að vaxa honum í augum. Hann bölvaði hafnarverkamönnunum, sem hót- uðu að gera verkfall og skipið hálfafgreitt og þeytti grútdrull- ugum sixpensaranum langt aftur á hnakka eða teymdi derið fram á nef. „Þetta er sonur minn, tíu ára, hann verður sjómaður, ekki vitund sjóveikur." Síðan teygði hann risastórar lúkurnar upp á hillu og setti haglega smíðaðan teinæring á borðið, þetta dund- aði ég við að smíða úr eldspýt- um.“ — „Ég safna frímerkjum, þú átt ef til vill einhver frá Is- landi?“ Og ég var svo heppinn að eiga fáein frímerki, sem ég gaf honum með mikilli gleði. Hvort hann hefði nokkurn tíma séð haf- mey, nei, það aftók hann með öllu, sjórinn er bara salt vatn og engin rómantík lengur. Hann hló hressilega þangað til við kvödd- umst. Þessi maður var Þjóðverji og þar af leiðandi ekki í kristi- lega sjómannafélaginu, en það hefur sívaxandi afskipti af út- lendingum, einkum Indverjum, Pakistönum, Japönum, Kínverj- um o. fl. og eru þeir að sjálfsögðu af ýmsum trúarbrögðum, og er það á sinn hátt vandamál um alla kristnina, hvernig þá beri að um- gangast, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Hvorki meira né minna en eitt þúsund skip fara um Lundúna- VÍKINGUR Presturinn vitjar sjúkra sjómanna. 260
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.