Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 17
skugga annarra staðarákvörð- unaraðferða, muni hér eftir ná útbreiddri notkun. * Ásbjörn frh. af bls. 288 utan vertíðar og jafnhliða allar splæsingar og yfirleitt allt sem að sjó laut, þá var allt á frum- stæðu stigi í Eyjum, nýkomnir vélbátar, en Ásbjörn var búinn að vera á stórum skipum. Ás- björn var listrænn maður, var m.a. mjög góður söngmaður og söng í ldrkjukór Landakirkju, þau þrjú ár sem hann var í Eyj- um. Hann var snyrtilegur í klæðaburði, hreinlegur og gekk vel um allt, sem hann átti að sjá um. Árið 1917 fór Ásbjörn alfar- inn úr Eyjum til Bakkafjarðar og var þar formaður í 2 ár og síðar til Reykjavíkur og stund- aði togarana fyrstu árin og síðan Fossana og loks varðskipin, sem hann var á svo að segja til dauða- dags. Ásbjörn lézt 14. október 1959. Ólafur frh. af bls. 288 múr,“ sem Konráð Hjálmarson, útgerðarmaður á Norðfirði átti og hafði Konráð það í flutningum á milli íslands og Spánar, flutti út saltfisk og kom með salt til baka. Það er komið fram í nóv- ember, að „Rigmúr" lét úr höfn frá Norðfirði og ferðinni var heitið til Spánar. Á leiðinni suð- ur með landi veiktist einn af skip- verjum, sem var Þórhallur Vil- hjálmsson frá Hánefsstöðum á Seyðisfirði og varð að setja hann upp í Vestmannaeyjum. Nógir voru í Eyjum að komast í skarð- ið, Guðjón Helgason í Dalbæ hitti Ólaf og bað hann um pláss og þetta var ungur og glæsilegur maður. Ólafur kvað það velkom- ið, því Guðjón var búinn að vera sjómaður með Ólafi á „Austra" frá Eyjum. Að því leggur „Rig- múr“ í haf og hefur aldrei spurst til hennar síðan. Ólafur var mik- ill maður vallar, ein 6 fet á hæð og vel á sig kominn á allan hátt VÍKINGUR og hraustmenni og vel lærður í sjómennsku. Þetta átti að vera síðasti túr Ólafs á „Rigmúr.“ Hann ætlaði af skipinu á Spáni, því hann var ráðinn fyrsti stýri- maður hjá Eimskip. Hann var sá eini í Vestmannaeyjum sem hafði farmannapróf. Vilhjólmur frh. af bls. 288 af erlendum togurum í landhelgi við Vestmannaeyjar og þótti Eyjamönnum heldur dökkt í ál- inn. Það mátti segja að togarran- ir væru eins og skógur við Elliða- ey, þá mannaði Sigurður hrepp- stjóri Sigurfinnsson m.b. „Hlíf“ út með 10—12 mönnum og keyra inn á álinn, þeir leggja að einum þýzkum togara og hlaupa allir upp í skipið, Sigurður setur upp borðalagða húfu. Þeim þýzka leizt ekki á blikuna. Vilhjálmur var einn eftir á Hlíf og var bæði for- maður og vélamaður. Nú byrjar slagurinn, þeir þýzku hæsa upp fána. Kristinn Ingvarsson slítur hann niður aftur, Sigurður hrepp- stjóri kemst í brúna, þar fara þeir þýzku að þjarma að honum, en Magnús Guðmundsson í Hlíð- arási kemur þar að og brýtur upp brúna Sigurði til hjálpar, því Magnús var heljarkarl, Sigurður var það einnig, á sjötugsaldri þegar þetta skeði. Síðan sprauta þeir þýzku heitu vatni, en Krist- inn Ingvarsson eyðilagði slöng- una. Þetta þóf gengur langt fram á kvöld. Þeir þýzku settu vélina ýmist afturá eða áfram, því eng- inn af Eyjamönnum kunni á gufuvél, en þá kom bátur úr landi með mann, sem hafði kennt á gufuvél, var það Konráð Ingi- mundarson og keyrði hann skip- ið til Eyja og þeir þýzku fengu sína ríflegu sekt. Eftir þessa ver- tíð tók Vilhjálmur við for- mennsku á „Blíðu,“ en 1917 fór hann alfarinn úr Eyjum til Rvík- ur og var þar vélstjóri í Sænska frystihúsinu í mörg ár og var það lífsstarf Vilhjálms til dauðadags. Vilhjálmur var dugnaðar sjó- maður og jafnhliða vélamaður og hraustmenni og ýtti oft frá sér á yngri árum og var stundum glað- ur með glöðum. Vilhjálmur lézt í Reykjavík 25. september 1953. Stefán frh. af bls. 289 formennsku, en stundaði útgerð á þeim bát og síðar kaupir hann m.b. „Elliðaey,“ sem þá var nýr bátur, en sá bátur brann eftir skamma stund. Eftir það hætti Stefán útgerð. Stefán var víða þekktur, hann var mikill fyrir sér og var hreysti maður að öllu sem hann gekk. Hann flutti til Reykjavíkur 1946 og lézt þar 18. apríl 1961. Einar frh. af bls. 289 hefur þá verið í Eyjum í 50 ár. Einar var með allra frískustu mönnum, bæði á sjó og landi. Það liggur mikið eftir Einar í Vest- mannabæ, því að hann var alls- staðar eftirsóttur sem smiður, þar fór saman handbragð og dugnaður. Ágúst frh. af bls. 289 urðu að leggja sitt lið við erfið skilyrði. Ágúst lézt 30. nóvem- ber 1966. Góður á ströndinni. í gamla daga þótti það nokkur virðingarstaða, að vera skipstjóri á norsku ströndinni. Stavangerbúi, sem síðar varð þekktur skipstjóri á ströndinni, leysti eitt sinn af sem skipstjóri á innfjarðabát. Þetta var kröftugur karl og þegar hann var að „manúr- era“ að og frá, sparaði hann ekki röddina, sem á lognværum sumar- kvöldum bergmálaði í f jöllunum, svo að kvikfénaður styggðist. Pakkhúsmanni nokkrum varð þá að orði: „Þessi er alltof góður fyrir inn- firðina. Við verðum að fá hann á ströndina!" 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.