Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 20
Paut (jalticc t *■ 9 nátígi tiii dauiam Framhaldssaga G. Jensson þýddi Sjómennska (Til notkunar við fiskiskipstjórapróf), gefin út af verzlunarmálaráðuneytinu 1959. Siglingatæki, gefin út af verzl- unarmálaráðuneytinu 1960. Kennslubók í skipageró, gefin út af verzlunarmálaráðuneytinu 1961. Auk starfa sinna í þágu sigl- ingamála hefur Knud Hansen einnig fengizt við kennslu- og fræðslustörf á öðrum sviðum. — Þannig átti hann þátt í stofnun Verknámsskólans 1939 og skipu- lagði rekstur þessa skóla og kennslu. Skóli þessi starfar nú í um það bil í 100 bæjum í landinu og er talinn mikilsverður þáttur í fræðslu og þjálfun ófaglærðs verkafólks. Til notkunar við kennslu í þess- um skólum hefur hann samið eftirtaldar bækur: Almennar reikningsreglur, gef- in út af Verknámsskólanum. Dæmi í hagnýtum reikningi, gefin út af Verknámsskólanum. Hagnýt eðlisfræði, gefin út af Verknámsskólanum. Með tilkomu hinna nýju marg- brotnu siglingatækja aðhæfði Captain Knud Hansen kennsluna, sem má segja, að nú sé gjör- breytt frá því sem áður var. Endahnúturinn á þessari ný- skipan var bygging hins full- komna skólaskips, „Navigatoi"' með öll hin nýju siglingatæki til æfinga fyrir Stýrimannaskóla- nema. En óhætt er víst að segja, að hjartamál Navigationsdirectors- ins séu hinir fimm Sjóvinnuskól- ar í Danmörku, sem staðsettir eru hver í sínum landshluta, til kennslu ungum byrjendum, enn í þeim flokki er einnig barkskipið Danmark, sem siglir víða um heim með unga sjóvinnunema. Einnig taka skipafélög þar þátt í samvinnu skólaskipa-málanna. Öll þessi mikla starfsemi Knud Hansen hefur bergmálað víða. Og ef til vill á eftir að ná hingað. Við óskum til hamingju með 45 árin, og þau sem eftir koma. Ársæll Jónasson. Hann hafði haldið í ákafa sín- um að ná í fréttir af hinum skuggalegu fyrirætlunum nazis- mans fyrir land sitt og blað, að dr. Grunze léti hann sleppa. — Grunze, sem á því augnabliki vissi, að hann var að þylja „dauð- um“ manni hugmyndafræði sína. Og hringekj a hugans hélt áf ram að snúast, frá upphafi að endin- um. Fótatak heyrðist úti í gangin- um. Hiram sinnti því ekki. Það var numið staðar við dyrnar að klefa hans og það hringlaði í lyklum. Það voru fangavörðurinn og fangelsisstjórinn. Að baki þeim stóð einhver vera, ógreini- leg í hinum dimma gangi. Yfir- maðurinn sagði, hátíðlegum rómi: „Hermann Weide“! Samkvæmt sérstakri fyrirskip- un ráðherrans, doktor Grunze, hefir hann leyft yður að taka á móti heimsókn greifyn j unnar, Irmegard von Helm. Samtalið bundið við hálfa klukkustund.“ Hiram stóð orðlaus af undrun. Hann heyrði aðeins að klefa- hurðin skall aftur í lás og skref hinna tveggja varðmanna fjar- lægðust. Irmegard lá í faðmi hans. Hún snökti, þrýsti sér að hon- um og hvíslaði. Hún var klædd síðri svartri flauelskápu með hettu og um háls sér hafði hún sívafið langri hvítri slæðu eins og nóttina forðum. Hún hélt áfram að snökta þar til fótatak varðanna var hljóðnað. Þá reis hún upp, svipti af sér hettunni og Hiram sá að hún grét alls ekki. Það var bæði líf og litur í andliti hennar; augun lýstu af gleði og um munn henn- ar lék viðsjált bros. Hún byrjaði strax að tala, hratt og með ákafa til að nota tímann og Hiram komst ekki að með eina spurningu. „Grunze sagði mér frá því, — í kvöld. Hann gat ekki stillt sig um það. Hann varð að hælast yfir því. Ég veit allt. I sendiráðinu og á hótelinu sögðu þeir að þú hefðir farið til Parísar. Ég hélt fyrst að þú vær- ir á öruggum stað, en svo sagði Grunze mér hvað hann hefði gert.“ „Þegiðu! Hiram, hlustaðu að- eins. Hver sekúnda er dýrmæt. Þú ert ekki lengur til.“ „Maður, sem fór til Parísar, fór þangað með skilríki þín og skjöl, — á þínu nafni. Hann gisti á Hótel Regis í París sem Hiram Holliday. Og hann sendi meira að segja skeyti til skrifstofu blaðs þíns þar. Síðan ferðaðist hann einfaldlega aftur til Berlínar á sínu eigin vegabréfi. 0g nú hefur þú horfið frá hóteli í París! Skilríki þín fundust í hótel- herbergi þar. Þau eru nú á rit- stjórnarskrifstofunni þar. Aðeins Grunze gat lagt á þessi djöfullegu ráð. — En hann varð að hælast um, því hann varð að kvelja mig. Hann gat ekki beðið. Og þessvegna getum við leikið á hann. Ég fékk hann til að gefa út skipun um að ég mætti hitta þig í einrúmi og kveðja þig. Bíddu! Þú mátt ekki grípa fram í. Ég fékk hann til þess, af því.. . af því ég vissi hvað ég annars gæti neitað honum um.. . VÍKINGUR 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.