Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 21
Jæja, nú gerir þú nál$væmlega það, sem ég segi þér. Við skipt- um á fötum. Ég hefi í höndunum sterkustu tilskipun, sem hægt er að fá í þessu landi, — undirritaða af Grunze sjálfum. Þú verður ekki stöðvaður þegar þú ferð héðan, ef...“ „Svei mér, ef ég geri það,“ sagði Hiram rólegur og ákveð- inn. „Og skilja þig eftir hér!“ Irmegard hló, sennilega í fyrsta sinn, þann tíma, sem Hir- am hafði þekkt hana. Glettnisbros lék um varir hennar og á andliti hennar gætti gáskafullrar stríðni. „Mein lieb, nú vei'ður það þú, sem leikur áfram hlutverkið í sorgarleiknum. Veiztu þá ekki ennþá hver ég er? Ég er greif- ynja Irmegard von Helm, undir sérstakri vernd dr. Heinrich Grunze. Ég mun hlægja að þeim, þegar þeir koma, þú getur reitt þig á, að þeir verða eins og bjálfar. Þeir geta ekkert mein gert mér.“ „Jú, þeir munu kalla á dr. Grunze. En þá mun ég hlægja að honum.“ Hiram sá nú í fyrsta skipti vonarglætu. „Irmegard, segir þú nú sannleikann?“ Hún var svo hrifin og sann- færandi í málflutningi sínum, að hún sló yfir í þýzku: „Jæja, lie- ber dummer Mann.. . Reyndu nú áð skilja þetta. Grunze hefir ver- ið einum of sniðugur. Hann er sá eini, sem veit, að Hermann Weide er sami maður og Hiram Holli- day. Allir hinir, — sem handtóku þig, konan, sem kannaðist við sem bróðurson sinn, maðurinn, sem fór til Parísar, — öll upp til hópa hlýddu blint fyrirskipunum, eins og Þjóðverjar gei’a. Þegar Hermann Weide er horf- inn og ég er hér eftir, á Grunze ekki nein önnur úrræði en að þagga málið niður, til þess að forðast lmeyksli. Þegar þú ert aftur orðinn Hiram Holliday, er þér borgið... “ VÍKINGUR Hiram var næstum því sann- færður. Greifynjan sagði satt. Einmitt vegna þess að allt þetta var svo þrauthugsað, var hann frjáls, ef hann slapp út úr fang- elsinu. En það virtizt vera óhugsan- legt hyldýpi á milli hins dæmda Hermanns Weide í dauðaklefan- um í Moabit og hans gamla per- sónuleika. Og hann sagði hikandi: „Irme- gard, þetta hlj ómar allt svo ótrú- legt... hvernig?“ En hún vissi þegar, að hún hafði unnið. Hún hló aftur og Hiram sá að þessi hugrakka glæsilega kona naut viðburðanna. Hann minntist þess, hversvegna hún hafði farið í ökutúr til að horfa á Gyðingaofsóknirnar nótt- ina forðum, — honum fannst mörg ár liðin síðan. „Af við- burðctþrá,“ hafði hún sjálf sagt. „Við verðum fyrst að hafa fata- býtti,“ sagði hún. „Nú, án tafar! Svo skal ég skýra þetta áfram. Fljótur!“ Ákafi hennar og æsing smitaði Hiram. Þótt svo að þetta yrði hans síðasta reisa, þá var ævin- týrið þess virði, og hann vildi margfallt heldur kveðja þennan synduga heim á flótta undan byssukúlum... Þau afklæddust og skiptust á fötum. Þau urðu að hætta á að tilskipun Grunze tryggði þeim hálftíma frið. — En Irmegard þekkti landa sína að því að hlýða blint. Hún hjálpaði Hiram í sinn klæðnað, hafði munað eftir að fara í lághælaða skó, nógu stóra fyrir Hiram. Hettan huldi höfuð hans og hún sívafði hvítu slæð- unni um liáls hans og andlit. „Nú verðurðu að bínda um mig, með gætni og nákvænmi, minn kæri Hiram,“ sagði hún. „Og gerðu það nú rétt.“ Hiram vafði sárabindinu um andlit hennar, huldi vandlega hvern lokk af hinu eldrauða hári hennar, sem hún hafði áður vafið saman undir hárneti. Hún hafði þaulhugsað allt. Hann festi gleraugu sín í bind- ið, svo aðeins þau sáust, eins og gengið hafði verið frá honum. „Hugsaðu ekki um augnalit minn,“ sagði hún. „Þeir sjá hann ekki í nótt, — en snemma í fyrra- málið bíður hin rauðhærða greif- ynja þeirra með sín grænu augu, eða hvernig sem þau annarseru.“ Þetta tók þau nákvæmlega sjö mínútur. Og nú var Hiram Holliday greifynja og stóð þar í síðri kápu með samlitri hettu yfir höfðinu, en Irmegard sat í karlmannsföt- um á j árnbeddanum og lét móðan mása með lágri röddu: „Hlustaðu nú vel eftir, og festu þér í minni hvert einasta orð, sem ég segi. Gríptu ekki fram í fyrir mér, svo að ég fái lokið máli mínu áð- ur en þeir koma. Stilltu þig, allt hvað þú getur og hlýddu mér í einu og öllu, því ég hefi þraut- hugsað allt og hvert smáatriði hefir sinn tilgang. Þú verður að gera allt lið fyrir lið: Þegar þeir koma, stendurðu kyrr þarna. Haltu á þessu skjali í hægri hendinni, svo þeir geti alltaf séð það. Haltu með vinstri hendinni vasaklútnum mínum að munninum, svo skaltu snökta, að- eins snökta, — allan tímann. Þú ert algjörlega niðurbrotinn af harmi, eins og ég er yfirbuguð. Fylgdu manninum, sem vísar þér veginn, eftir og gleymdu ekki að snökta alla leiðina. Svo gengur hann á undan þér út. Vagninn þinn bíður fyrir ut- an. Hann tilheyrir greifynju von Helm. Bílstjórinn hennar situr við stýrið. Talaðu ekki eitt orð, en seztu inn í vagninn. Hann hefir fengið sínar fyrir- skipanir. Hann ekur þér heim. Þegar þangað er komið, mun hann segja: „Hat die Frau Gráfin noch Befehle?" „Settu á þig orðin.“ Líttu hvorki til hægri né vinstri. Þú ferð framhjá dyrum eftirlitsmannsins. Stanzaðu ekki og segðu ekki eitt orð. Gakktu eins og kona, sem misst hefir ástvin sinn. „Snöktaðu stöðugt. Hristu höf- uðið, sem merki um neitun og 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.