Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 24
tilfinning leið frá jafnskjótt og hann var út úr húsinu. Þegar hann gekk niður stigann, var hann að því kominn að líta inn í hinn glæsiega gamaldags sal, að- eins til að sjá hann í síðasta sinn. Hann hafði lagt höndina á snerilinn, þegar hann mundi að- vörunarorð hennar: „Hikaðu ekki, stanzaðu ekki. Farðu ekki inn í salinn eða neitt annað her- bergi.“ Og hann hélt áfram. Hún hafði, hans vegna, lagt sig í hræðilega hættu, og hann gat ekki minna gert en að hlýða henni skilyrðislaust. Dyravörðurinn á Adlon ýtti ó- sjálfrátt að honum hinu venju- lega eyðublaði hótelsins um per- sónuupplýsingar, en svo leit hann upp og sagði glaðlega: „Ó, eruð það þér hr. Holliday! Ánægjulegt að sjá yður svona fljótt aftur. Ég þekkti yður ekki strax vegna þess, að þér voruð gleraugnalaus. Var ekki ferðin til Parísar á- nægjuleg? Látum okkur sjá; hvaða herbergi höfðuð þér síð- ast? Númer þrjátíu og tvö. Vilj- ið þér fá sama herbergi aftur?“ „Jú, það er prýðilegt,“ svaraði Hiram rólega. Ég braut gleraug- un mín í járnbrautarlestinni. Bölvað ólán.“ Maðurinn brosti: „0g má ég svo ónáða yður með vegabréfið?“ Hiram ætlaði að fara að svara, þegar hann áttaði sig: „Ach, það er alveg óþarfi. Ég hefi öll forms- atriðin frá því síðast. — Lít kannski á það á morgun, ef þess gerist þörf. Velkominn aftur á Hótel Adlon.“ „Þú munt nú sá eini Þjóðverji í heiminum, sem býður mig vel- kominn,“ hugsaði Hiram og glotti við. Hiram tók lyftuna upp á núm- er þrjátíu og tvö. Það var í hon- um smávegis uggur, en þegar til kom, hafði herbergið engin óþægi- leg áhrif á hann. Hann fylgdi síðustu ráðlegg- ingu Irmegard og hringdi í tvo ameríska fréttaritara, sem hann þekkti — sagði þeim í óspurðum fréttum, að hann væri kominn aftur frá París og stakk upp á að 280 borða með þeim morgunverð ein- hvern daginn. Allt í einu var eins og honum hyrfi allur máttur, hann staul- aðist að rúminu og féll útaf, al- gerlega útkeyrður. — Á næsta augnabliki var hann í fasta svefni. Síminn vakti hann, þar sem hann lá alklæddur ofan á sæng- inni. Hann var eins og hálfrugl- aður, það var dyravörðurinn. „Hr. Holliday, hér er komið hraðbréf til yðar; flugpóstur. Ég sendi yður það upp.“ Bréfið var frá Clegg í París. 1 því var vegabréfið, ferðatékkbók hans og fleiri skjöl, ásamt stuttu bréfi undirrituðu: „Gerið svo vel. Reynið að hirða betur um þessi plögg eftirleiðis — og gleyma þeim ekki í hótelherbergjum. Sendi skeyti til Beauheld, eftir samtal okkar. Hann bað fyrir kveðju til yðar og þakklæti. Og nú eigið þér að fara til Vínarborgar til að athuga mál okkar þar. Sérstök áherzla lögð á réttarhöldin yfir „Manninummeð járngrímuna,“ til birtingar hið allra bráðasta. Kveðja.“ Þessi orðaleikur í lok bréfsins kom Hiram til að glápa út í loft- ið. Allt í einu rankaði hann við sér og skellihló. Virðing hans fyrir Clegg óx drjúgum. Maðurinn með járngrímuna var auðvitað einn frægasti fangi í sögu Frakklands. Hver annar en sjálfur von Schushnigg var frægasti fanginn í Vínarborg þessa dagana. Afla efnis í blaðagrein um hann. Hm.. . Kannski blaðavið- tal! Hugmyndin var ekki beint upp- örvandi fyrir Hiram. Hann sveifl- aði fótunum framúr og settist á rúmstokkinn. Klukkan var níu að morgni. Það þyrmdi allt í einu yfir hann. Hræðilegar endur- minningar! Klukkan! Aftaka Hermanns Weide kfukkan átta morguninn áður — hann, Hiram Holliday í fullu fjöri og á öruggum staö. Þeir höfðu uppgötvað að það var Irmegard, sem þeir höfðu í dauðaklefanum. Dr. Grunze hafði auðvitað strax rokið út í Moabit. Hann brosti dauflega hann reyndi að gera sér grein fyrir uppliti hans við að hitta Irme- gard þar. Dvergurinn hlaut að hafa komist í slæma klípu; og hann varð að bjarga sér úr henni, — hann um það. Hiram hringdi og fékk að vita um flugferðir til Vínarborgar. Hann pantaði far frá Tempel- hof klukkan eitt. Því næst hringdi hann í ameríska sendiráðið og náði í sendiráðsritara, sem hann þekkti: „Þetta er Hiram Holliday. Ég er dálítið taugaspenntur þessa stundina, — vonandi að ástæðu- lausu, en ég ætla að taka það bessaleyfi, að hringja í yður á klukkutíma fresti. Ef það bregst, viljið þér þá gera mér þann greiða, að rannsaka strax hvað af mér hefir orðið. Klukkan eitt flýg ég til Vínarborgar og ég hringi síðast í yður, þegar ég er þar. Ja, þetta er nú sennilega tóm vitleysa, en það kemur sér nú samt betur fyrir mig.. . Þakka yður fyrir.“ Hann gekk út í borgina til þess að kaupa sér það sem hann þarfn- aðist af fötum, ásamt nýjum gleraugum. Hann hafði enga sjóngallaaðra en þá, að hann var fjarsýnn, svo að hann fékk þau án tafar. Klukkan var tólf þegar hann kom til Tempelhof. Hann hringdi þaðan í sendiráðið og kímdi að- eins við góðlátlegri stríðni ritar- ans. Hann náði í flugmiðann á af- greiðslunni og gaf sig á tal við mjög viðkunnanlegan Lufthansa- mann, ungan pilt, sem talaði á- gæta ensku. Þeir áttu sameiginlegt áhuga- mál, þar sem hann hafði oft ver- ið á Roosevelt-flugvellinum, þar sem Hiram hafði lært að fljúga. Hiram reikaði um í biðsalnum. Hann var að komast í gott skap og taugarnar voru að jafna sig. Hann gat þó ekki stillt sig um VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.