Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 25
að hugleiða hversu mikill bjálfi hann hafði verið og að það hafði næstum því kostað hann lífið. En nú lifði hann þó og hann tók að skynja það áþreifanlegar og að meta gildi þess meir en nokkru sinni áður. Þó voru atburðirnir ennþá það nærtækir að hann gerði sér vart grein fyrir því, hversu björgun hans gekk kraftaverki næst. En hann gekk nú þarna með höfuðið áfram á sínum stað. Hann var ákaflega þakklátur Irmegard. Þótti beinlínis vænt um hana. Ekkert hafði brugizt. Allt gengið eins og hún sagði fyrir. 0g hann hafði lofað henni að ná aldrei sambandi við hana framar. Þetta ævintýri var nú á enda. En þrátt fyrir það sat eitthvað eftir, sem vakti hjá honum ó- þægilega kennd: BlaðaviðtaliS, sem hann hafði fengið við dr. Grunze. Á einn eða annan hátt mundi honum takast að fá þeirri væntanlega æsikenndu grein smyglað út frá Vínarborg. Þetta átti hann einnig Irme- gard að þakka. Hann sá hana fyrir sér; bjartan hörundslitinn og eldrautt hárið. Hann minntist hláturs hennar þegar hún lýsti svipbrigðum naz- istanna, sem mundu finna hana í dauðaklefanum um morguninn. Klukkuna vantaði kortér í eitt. Blaðadrengur kom þjótandi og hrópaði: Berliner Zeitung am Mittag. Hiram stóð á sama. Hann skildi ekki það mikið í þýzku, sízt blaðamálið. Hann gekk að miða- sölunni til að kveðja vin sinn Lufthansamanninn. Þjóðverjinn hélt á einu eintaki af B. Z. am Mittag. Hann lyfti blaðinu og benti Hiram: „Hafið þér séð þetta?“ Hiram las og skildi fyrirsögn- ina: „DR. GRUNZE TOT.“ Hann var dauður, dvergurinn. Dau&ur. Hvað mundi það þýða? Hvenær? Hvernig? — Irmegard hafði reiknað með vernd hans... Irmegard... Grunze... Það urgaði í hátalarakerfinu: „Passagiere nach Vien! Bitte einsteigen! Den Ausgang rechts!“ „Það er yðar flugvél,“ sagði Lufthansamaðurinn. „Þér skuluð fara út hér til hægri. Hann rétti honum hendina: „Góða ferð.“ Hiram tók varla eftir honum, en horfði út í bláinn, ráðvilltur og lamaður af ótta og óvissu. Hann þekkti varla sína eigin rödd þegar hann sagði: „Þessi dr. Grunze. Segið mér, hvað hefir það í för með sér.. . ég meina hvar og hvernig?" Lufthansamanninum kom spurningin ekki á óvart. „Það stendur í blaðinu, að hann hafi fundist dauður í rúmi sínu í gær- morgun klukkan átta. Hjarta- slag....“ Grunze dauður! Klukkan átta að morgni! Irmegard! Maðurinn benti Hiram að koma' nær og lækkaði róminn: „Sjáið þér til. Það er þegar kominn kvillur á kreik. Blöðin verða auðvitað að birta það, sem þeim er afhent. Þér eruð með á nótunum. Ég heyrði það snemma í morgun. Orðrómurinn heldur því fram, að hann hafi ekki ver- ið heima. Þó veit maður aldrei. Það er alltaf til orðrómur. Jæja, vélin yðar er þarna. Góða ferð.. .“ „Passagieren nach Wien!“ Burðarkarl Hirams, drengur í matrósafötum, var lagður af stað að útganginum með handtösku hans. Grunze dauður. Orðrómur... . ekki heima... látið lífið með öðr- um hætti! Hiram fannst hann allt í einu svífa úti í geimnum með jarð- kringluna hangandi yfir höfði sér og að hún ógnaði honum með að falla yfir hann. .. Hvað þýddi þetta? Hvað hafði skeð? Atburðarásin þaut leiftur hratt um huga hans. Hversvegna hafði Irmegard bannað honum að fara inn í sal- inn? Hvað var þar inni, sem hann mátti ekki sjá? Hann sá salinn fyrir sér, eins og hann var; með hinum gömlu húsgögnum, listmunum og mál- verkum að ógleymdri eldstónni, þar sem ávallt brann eldur. Hann sá aftur stólinn með háa bakinu, og þar sat dverg-doktorinn með sitt stóra höfuð, rauðu varir og hökuskarð. En nú hallaðist hann afturá- bak. Handleggir hans héngu máttlausir niður. Eitthvað stóð út úr brjósti hans, en beittur odd- ur sat inni. .. Hafði hún gert það ? I einu vet- fangi var hann orðinn hræðilega viss í sinni sök. Og þessi fullvissa greip hann heljartökum: Sá mað- ur, sem upphugsað hafði gildr- una, sem Hiram Holliday gekk í, og hann ætlaði honum að deyja í þeirri gildru; mundi aldrei í lif- anda lífi hafa látið Irmegard í té tilskipun um, eða leyft henni að heimsækja hann. Hann virtizt tæplega þurfa að velta þessu fyrir sér lengur. — Hann varð að finna hana og það án tafar. Til Moabit! Til Moabit! Hringja bjöllunni, hamast sem óður á stálslánum og hinni háu girðingu með hnúum og hnefum, svo að úr blæddi. Heyrið þið! Hleypið mér inn! Ég er Hermann Weide, hinn dauðadæmdi kommúnisti. .. þið verðið að láta greifynju Irme- gard von Helm lausa! Láta hana lausa... en ef hún hefði nú myrt Grunze... Hann sneri bakinu við flugvél- inni og gekk þungum skrefum í áttina til hinnar risastóru aug- lýsingatöflu við útganginn til borgarinnar. Þar stóðu tveir verkamenn með fötu, lím og stór- letraða tilkynningu. Þeir sléttu úrhenni með votum límkústinum. Það draup af henni eins og veik blæðing þegar vatnsdroparnir ultu niður. Hiram sá og skildi það sem þar stóð með risastóru letri: FRITZ GORNER HERMANN WEIDE RÉTTAÐIR AD MORGNI HINS 23. NÓVEMBER FYRIR LANDRÁÐ VlKINGUR 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.