Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 26
Hermann Weide! Hermann Weide. En hann, Hiram Holliday, var svo sannarlega Hermann Weide. Hann var á lífi og las til- kynninguna um sinn eigin dauða. Dauða sinn! Tilkynningin var blóðrauð að lit. Rauðari en hár Irmegard. Irmegard! Weide! Og nú greiddist allt í einu úr þokukenndum hugsanaflækjum hans, og hann skildi samhengi viðburðanna. Irmegard hafði ekki fjarlægt sárabindið sem andlit hennar og höfuð var sívafið. Þessvegna var hann úr allri hættu. Irmegard hafði drepið Grunze og skrifað falska tilskipun til fangelsisyfirvaldanna. Hún hafði tekið af líkinu æðstu heimildar- tilskipun, sem Grunze hafði feng- ið til starfa sinna, frá Foringjan- um og aðeins sem handhafi þess plaggs hafði henni tekizt að kom- ast til hans í klefann. Hún hafði blekkt hann, leikið á hann. Með morð á samvizkunni hafði hún logið, leikið og hlegið; fengið hann til að sannfærast um, að hann væri úr allri hættu. Hún hafði tekið ákvörðun um að deyja, deyja í sinni síðustu ör- væntingarfullu leit að ljósi og sannleika. Hún mundi í dauðanum tor- tíma hinu illa og um leið gefa þeim, sem hún elskaði, lífið sjálft. Hvorki á himni né jörðu var hægt að krefjast meiri friðþægingar af Irmegard von Helm greifynju þegar þeir, hinn hráslagalega nóvembermorgunn komu til þess að fullnægja dauðadóminum yfir Hermann Weide, hafði mann- vera, í hans fötum, staðið upp og gengið milli varðanna út í kald- an og ömurlegan garðinn, þar sem maðurinn í stéljakka og með hvíta hanzka beið Hermanns Weide. Hiram sá þetta höfuð með stál- spangagleraugun, þéttvafið sára- umbúðum, lagt á höggstokkinn. Hann greip báðum höndum fyrir andlit sér og æpti í örvænt- ingu: Irmegard! Irmegard! Einhver togaði í ermi hans. Það var drengurinn í matrósa- fötunum, sem bar handtösku hans. „Nú er flugvélin ræst,“ sagði drengurinn. „Ætlar herrann að fara með henni, eða ætlar herr- ann ekki?“ Hiram starði á hann. Drengur- sló yfir á ensku og endurtók. Hiram fylgdi honum í leiðslu gegnum hliðið og út að flugvél- inni, sem beið með skrúfuna í gangi. Hliðið small aftur og bergmál- ið endurómaði um hinn auða bið- sal. Framh. í næsta blaði. t --"N FJAItSKI PTATUJÍGL. Arthur C. Clarke setti fram þá kenningu árið 1945, að upplagt væri að nota gervitungl til endur- varps á útvarps- og sjónvarpsbylgjum, og til ann- arra fjarviðskipta. Hinn 3. júní 1964 var boðið út til sölu 10 millj- ónir hlutabréfa í Fjarskiptahnattfélaginu, og fyrsti fjarskiptahnötturinn fór á loft 1958, en á eftir komu fleiri og margbrotnari hnettir, einnhinn merkilegasti þeirra er Telstar, sem fyrstur endur- varpaði sjónvarpsmyndum yfir Atlantshaf í júní 1962, síðan hefur verið unnið að þriggja hnatta endurvarpi, sem sent getur samtímis dagskrá um alla heimsbyggðina. ■NQIH HIDja ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGAR PÓSTHÚSSTRÆTI 9 Sfmi 17700 282 VÍKINGUR ILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.