Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Síða 34
HINRIK SÆFARI Prinsinn, sem eyddi ævi sinni I þágu siglingamála Málverk af Hinrik sæfara. Talið að myndin sé frá 1450. „Farið aftur og reynið á ný, aðeins í þetta eina skipti, farið dálítið lengra.“ Maðurinn, sem sagði þessi orð, var hár, þrekinn, með sterklega handleggi og þykkt, svart hár. Hin fagra húð hans var veður- bitin, andlit og augu harðgerð. Það var enginn ásökunarhreim- ur í rödd hans, aðeins uppörv- andi skipunartónn. Og sjómenn- irnir, sem hann endurtók þessi orð við, snéru aftur og reyndu að nýju. — Þeir sigldu lengra og lengra suður með óþekktri strönd Vestur-Afríku. Þeir þræddu meðfram hinni hættulegu strönd, þar sem land- vindurinn feykti fíngerðum eyði- merkursandinum langt á haf út. Þeir mjökuðust áfram á litlu skipunum sínum, þar til þeir að lokum fundu að strandlínan sveigði skyndilega í austur. Stundum snéru þeir til heima- hafnar sinnar, Lagos í syðri hluta Portúgals, með fjársjóði og jafn- vel nokkra þræla, sem voru seld- ir til að öðlast fé til nota við fléiri leiðangra. Stundum komu þeir tómhentir heim með lítið meira en nokkur viðbótarnöfn á þeirm dýrmæta landabréf. Þegar þeir 'höfðu heppnina með sér, fengu þeir. ávallt umbun, en þótt þeim mistækjst voru þeir aldrei sneyptir, því\$ maðurinn, sem sendi þá var efíginn annar en Hinrik sæfari, sonur konungsins í Portúgal og talinn lærðasti mað- ur ríkisins. Sem ungur maður sýndi Hin- rik áræði sitt og dugnað í bar- áttu við Múhameðstrúarmenn í Ceuta, Afríkumegin við Gíbralt- arsund. Mönnum þótti svo mikið til hans koma eftir vel skipulagð- ar árásir hans, að hann fékk fjölda tilboða frá þjóðhöfðingj- um víðsvegar um að ganga í þj ón- ustu þeirra. En sál hans dýrkaði þrenningu hans sjálfs, það er: að rannsaka löndin í suðri, að stækka veldi Portúgala og fara kross- ferðir gegn Múhameðstrúar- mönnum og heiðingjum í Afríku. Eftir heimkomu sína úr sigur- förinni til Ceuta, settist Hinrik að á eyðilegum hamri — Sagres — rétt við St. Vincenthöfða, sem stendur fram úr klettóttri strönd Suðvestur-Evrópu, eins og skip, sem tilbúið er að leggja á haf út. Hér bjó hann sér, lærdómsfé- lögum og vinnumönnum sínum heimili. Hann lét reisa kapellu og fyrsta stjörnuturninn í Portúgal. Hann setti sér það markmið að ná tökum og skilningi á ríki sigl- ingafræðilegrar þekkingar. Hinrik, sem búinn var alveg sérstökum skipulagshæfileikum, réði til sín þá bezt menntuðu og hæfustu menn, sem völ var á, og fékk þeim það starf að auka þekk- ingu á öllu, sem að sjó laut, svo sem: kortagerð, stærðfræði, stjörnufræði, tækjasmíði, skipa- teikningum, skipasmíði, svo og athugun á vindum, flóði og fjöru og sjávarstraumum. Sjómenn, bæði nær og fjær, voru stoltir yfir því að geta feng- ið að dveljast í „prinsabænum," eins og staðurinn var kallaður. Dvöldu sjómenn þar ýmist við nám eða kennslu. Og þó að stað- urinn væri ekki viðurkennt menntasetur, þá tók skóli þessi öllum öðrum kennslustofnunum langt fram um þekkingu í sjó- mannafræðum á því tímabili. — Enginn vissi betur heldur en Hinrik, hvernig haga bar kennslu sjómannaefna. Ungir piltar og fullorðnir skipstjórar komu til að fræðast og hann sparaði hvorki tíma né peninga til að fá útlenda góða kennara, og þannig öðlast tækni með Guðs hjálp til að láta rannsóknarleiðangra sína heppn- ast og skila árangri. Ef Hinrik hefði hins vegar sjálfur siglt á skipum sínum, Philippea frá Lancaster, eiginkona Jóhanns I. Portúgalskonungs og móðir Hinriks sæfara. 290 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.