Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 36
var þetta alveg öfugt — því að hann var þunglyndislegur og þög'- ull, en með mikið örlæti gagn- vart öðrum, sem var í algjöru ósamræmi við þær kröfur er hann gerði til hins stranga lífernis síns. Hann taldi aldrei kjarkinn úr neinum, og aldrei sýndi hann óþolinmæði gagnvart þeim, sem fullyrtu af vanþekkingu sinni það að sigla fyrir Bojadorhöfða inn í „Grænahaf myrkursins" væri ógerningur og það væri einnig guðlast að reyna slíkt. Samkvæmt kenningu arabiskra presta voru þessi svæði óhæf til siglinga, „strandlaus, botnlaus og sífelld þoka.“ Sérhver maður, sem væri það heimskur að reyna að sigla á þessar slóðir, verð- skuldaði það eitt að missa borg- araleg réttindi. Það var fyrst árið 1434 sem Hinrik sæfara tókst að fá ungan mann til að reyna að sigla fyrir Bojador-höfða. í fyrstu lotu mis- tókst það og hann komst aðeins suður til Kanaríeyja. En Hinrik minnti á hinn unga sjómann, Gil Eanes, að hann hefði fengið upp- eldi sitt í „prinzabænum/1 og hann skildi ekki hræðast ófreskj- ur og myrkur, eins og illa upp- lýstir sjómenn, því að þetta væri alls ekki til. „Fullkomnaðu sjóferð þína og þú munt aðeins hljóta heiður og auð með Guðs hjálp.“ Gil reyndi afur og í þetta sinn sigldi hann fyrir höfðann, en sá ekkert nema það, sem Hinrik hafði sagt honum — meiri sjó og sendna strandlínu. Hann fór á land og leitaði gaumgæfilega að einhverju til að flytja með sér heim, sem tákn um komu sína, en fann ekkert nema nokkrar plönt- ur. Þegar Eanes kom aftur heim til Sagres, ljómaði hann allur af ánægju og sagði við Hinrik: „Herra! vegna þess að mér fannst ég þurfa að hafa eitthvað tákn um ferðalagið, þá fór ég á land og tók upp þessar plöntur, sem ég gef yðar tign.“ Hinrik var meira en ánægður, því að fullyrðing hans hafði nú verið sönnuð. Það var engin hindrun, nema þá að Guð gripi inn í, á siglingaleiðinni umhverf- is Afríku og ef til vill á leiðinni til Indlands og Kína. Jafnvel þótt nú sé algengt að fara fyrir Bojadorhöfðann, sem er 275 km suðaustur af Teneriffa- eyju í Kanaríeyjaklasanum, þá hljótum við að dást að hugrekki þeirra sjómanna, sem sigldu á sínum örsmáu skipum inn á það svæði, sem Ptolemy taldi algjör- an dauða bíða hvers og eins er það gerði. Samt er merkilega gott kort til frá 14. öld, sem sýnir nokkuð sanna mynd af lögun Afríku, en í kaupmannaferðunum um Sahara öðluðust menn all mikla þekkingu á strönd Guineu. Annars var vesturströnd Afríku að mestu ó- rannsökuð og ókortlögð, og til að gera þetta enn áhættusamlegra, gerðu suðaustan straumarnir, Kanarí og Guinea, heimferðina sérlega erfiða. Persónuleg fégræðgi og ævin- týraandi hafa frá dögum menn- ingarinnar verið þau öfl til að reka manninn áfram og yfir- vinna meðfæddan ótta við hið ó- Á myndinni sjáum \ið skóla Hinriks sæfara við Sagres, nálægt St. Vincenthöfða á suðvesturströnd Portúgals, eins og skólinn lítur út nú. Compásrósin framan við húsið var notuð við kennslu sjómannaefna. Það sem Colum- bus, Magellan og Vasco da Cama lærðu hér, varð undirstaða undir afrek þeirra í siglingum. VÍKINGUR 292
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.