Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 47
— Ég veit ekki, svaraði Messa- lina í léttum tón. — En ég held, að hann kæmi til þín, ef þú gerð- ir boð eftir honum. Ég held, að þið munduð verða mjög góðir vinir. Hann er einmitt rétti mað- urinn, sagði Claudius. — Hann veit allt, sem gerðist í ríkinu, þegar hann var sagnritari Cali- gulu, og gæti hjálpað mér að skipa rétta menn í embættin. Messalina svaraði aðeins með brosi. Hún þurfti ekki meira. Nú gat Narcissus leitað uppi hæfa menn.. . og þeir yrðu eftir geð- þótta hennar. Hún vildi líka hafa stjórn á Narcissusi. Hann var ungur og fríður og hreif hana sem karlmaður... — Hamingjan býr ekki í höll- um, og hún flýr auðæfin, kæra Julia. Það sagði ég þér í þann tíð er ég var heimiliskennari þinn. Þú hefur þegar séð sannleikann í því tilliti, ekki satt? Það lék bros um varir heim- spekingsins Senecas, um leið og hann vísaði hinni fögru prin- essu inn í vinnuherbergi sitt. — Það er dimmt hérna inni, svaraði Julia til að forðast spurninguna, og skoðaði sig um í herberginu, sem var fullt af pergamentritum og papyruskelf- um. — Þegar fegurðin sækir heim- spekinginn heim, þarf hann ekki ljós. Fegurð og speki eru honum nóg. Síðasta athugasemd Senecas sögð með nokkru sjálfsöryggi og Julia brosti. Jafnvel alvarlegur maður eins og Senecas var mót- tækilegur fyrir kvenlegum yndis- þokka. Hún lét sig falla niður á legu- bekk og horfði spyrjandi á heim- spekinginn. — Þú kennir fátækt, sagði hún. — Kennir þú mnnig lítil- læti? — Lítillæti er erfið dyggð. En þó er skírlífið erfiðast allra dyggða. Ég held, að hið gullna meðalhóf sé bezt. Julia tók hendi hans og strauk hana. Henni féll vel að umgang- ast fágaða menn, en hataði aftur VÍKINGUR á móti hina hrottafengnu skylm- ingarmenn, sem Caligula bróðir hennar hafði þröngvað henni til að umgangast. Það var liðið meira en ár síðan Julia kom úr útlegðinni. Hún hafði oft talað við Seneca, en nú hafði hún komið til hans í alveg sérstökum erindagerðum. Það var viðvíkjandi manni hennar, hin- um ríka Marcusi Viciniusi, sem hún var orðin skelfing þreytt á. — Mér leiðist Marcus, sagði hún við heimspekinginn. — Mér finnst hann, keisaradrottningin og þessi Narcissus andstyggileg- ustu persónurnar í allri Róma- borg. — Messalina elskar lífið, sagði Seneca varlega. — Það geri ég líka, varð Juliu að orði. — En þessvegna haga ég mér ekki eins og skepna, er það? Ég dreg ekki þá menn, sem ég finn á götunni eða í rúmum ann- arra kvenna, heim í mitt eigið rúm. Seneca greip um axlir prins- essunnar. — Það er svo mikið sagt um drottninguna, sagði hann hík- andi. — Claudius veit auðsjáan- lega ekkert, eða þá hann vill ekki trúa orðróminum. Hann elskar e'nn hina ungu konu sína jafn heitt og þegar þau voru gefin saman. Hún er í hans augum enn sama saklausa unga stúlkan. — Saklaus! Og Julia hló hátt. — Hún hélt framhjá honum á sjálfa brúðkaupsnóttina. — Það er ómögulegt, stamaði Seneca. — Með hverjum? — Með mínum heittelskaða bróður, svaraði Julia kuldalega. Ég hefi sjálf séð það í dagbók hans. — Hversvegna segir þú mér allt þetta? muldraði heimspek- ingurinn. — Hvað get ég gert? — Hjálpað mér, sagði Julia og lagði hönd á brjóst sitt. Síðan sagði hún Seneca allt það, sem gerst hafði innan múra hallarinnar, og sem flestum var ókunnugt um. Orðrómurinn, sem sagði frá nætursvalli keisaradrottningar- innar, hinum ótalmörgu ást- mönnum hennar og taumlausu líferni, var þá ekki uppspuni einn. Menn vissu, að Claudius tók hlut- verk sitt hátíðlega. Hann hafði gert sjálfan sig að æðsta dómara og hafði lifandi áhuga á hinum opinberu byggingarframkvæmd- um. En menn vissu einnig, að Messalina var orðin þreytt á mál- efnum ríkisins. Ótal sögur voru á kreiki, en Seneca hafði aldrei áður trúað þeim. Nú staðfesti Julia þær. Og upphaf alls þessa varð rak- ið til Narcissusar. Allt hans líf var eintómt stríð til valda og ríkisdæmis. Messalina var tengi- liðurinn milli hans, vina hans Callistusar, Polybiusar, Pallasar . .. og keisarans. — Og nú hefur Messalina feng- ið augastað á Marcusi manni mín- um, lauk Julia máli sínu. — Þess- vegna ætlar hún að ryðja mér úr vegi. Seneca sat grafkyrr. Hún skelfdist það, sem hann hafði heyrt, og efaðist ekki um að Julia hefði sagt satt. En hvernig gat hann hjálpað henni? Talað við keisarann? Gamli heimspekingurinn fékk aldrei tækifæri til að tala við keisarann. Polybius, hinn keis- aralegi hirðbókavörður og eið- svarinn njósnari Messalinu, hafði komist að því, að Julia og heim- spekingurinn höfðu átt tal saman um Messalinu. Þegar þennan sama dag gekk hann á fund henn- ar. Nubisk ambátt var að greiða hár Messalinu, þegar bókavörð- urinn kom, og brosti við honum, þegar hún kom auga á hann í speglinum. Þau skeyttu hvorugt um nærveru ambáttarinnar og kysstust. Síðan bar Polybius upp erindi sitt. — Við höfum sannanir fyrir því, að Júlía hefur drýgt hór með Seneca. Messalina hló. — Ekki þarf þessháttar vitna við, er það Polybius? Síðan hélt hún áfram: — Við verðum að bregða skjótt við. Keisarinn hef- 303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.