Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 49
ur traust á Seneca, og það gæti orðið hættulegt ef þeir hittust. Hver veit, hvað Julia hefur sagt. Hún verður að hverfa. — Hvað viltu gera? spurði Polybius lágt. — Farðu til Narcissusar, svai'- aði hún höstum rómi. — Það verður að binda endi á allt þetta slúður um mig. Ég ætla að gera upp sakirnar við fjandmenn mína. Nú. Að kvöldi þessa dags var Julia tekin höndum í salarkynnum sínum. Skrifleg ákæra var lögð fram gegn henni: Hórdómsbrot með Seneca. Hún var leidd í fang- elsi, og þegar Seneca bað um á- heyrn hjá keisaranum, var hon- um sagt, að hann væri ekki við- látinn. 1 þess stað hitti hann Nar- cissus, sem þegar lét taka hann höndum og varpa honum í fang- elsi. Síðar meir skyldi hann af lífi tekinn. Á meðan hafði Marcus Vicin- ius spurt um konu sína hjá Messalinu, sem þegar tók að beita hann allri sinni tælingarlist. En þegar henni ekki tókst að buga mótstöðuþrek hins rómverska sonar, kom hún svefnlyfi í bikar hans og skipaði þrælum sínum að varpa honum í Tiberfljót. Stuttu síðar hófst ógurlegt blóðbað meðal tignustu fjöl- skyldna Rómaborgar. Messalinu tókst með aðstoð Narcissusar að telja Claudiusi trú um, að sam- særi væri hafið til höfuðs honum, og hinn hverflyndi og ráðvillti keisari lét Narcissusi eftirfrjáls- ar hendur. Meðan blóðbaðið stóð yfir hélt Messalina eina af sínum frægu veizlum. Hún dansaði fyrir gesti sína, drakk af hinum höfgu grísku vínum, og lét hvern sem var kyssa sig. Þennan morgunn óku tveir vagnar úr Rómaborg. 1 öðrum þeirra sat heimspekingurinn Sen- eca. Öllum til furðu hafði hann verið náðaður. 1 hinum sat Nar- cissus, sem vildi vera öruggur um, að hinn hættulegi maður yfirgæfi landið. Meðal hinna mörgu, sem myrt- VlKINGUR ir voru samkvæmt skipunum Messalinu, var Julia prinsessa. Hin fagra systir Caligulu og eiginkona hins göfuga Marcusar Vicinusar, sem glatað hafði líf- inu vegna þess, að hann neitaði að gerast fryðill drottningarinn- ar. Messalina hélt áfram sínum villta dansi. Claudius kallaði Sili- anus, hinn rómverska ríkisstjóra á Spáni, heim, og gifti hann Lep- idu, móður Messalinu. Og ekki leið á löngu áður en Messalina fékk áhuga á stjúpa sínum. Iíún gerði allt sem hún gat til að tæla hann, en hinn ærukæri Silanus dró sig óttasleginn í hlé. Enn á ný hafði maður hafnað Messalinu. Hamstola gekk hún fram fyrir spegilinn, reif af sér klæðin til að aðgæta, hvað áfátt gæti verið við fegurð hennar. Narcissus var sá, sem huggaði hana. Eins og endranær stóð þessi dularfulli maður, sem eng- inn vissi raunverulega hvað hét, við hlið hennar. Sjálfur óttaðist hinn slóttugi Narcissus, að stjarna hans tæki að hníga, ef Silanus, hinn gamli vinur Claudiusar, kæmist til of mikilla áhrifa. Ásamt Messalinu taldi hann keisaranum trú um að Silanus hefði í huga að myrða hann, og að síðustu lét keisarinn taka hann af lífi. Hefnd Messa- linu var fullnægt. Um þetta leyti var keisara- drottningin flutt yfir í þá álmu hallarinnar, sem móðir hennar hafði til umráða. Hún bar þá af- sökun fram við Claudius, að hún væri sjúk og þreytt og þarfnað- ist hvíldar. Hin raunverulega ástæða var sú, að hún ætlaði að lifa enn hamslausara lífi en áður. Claudius tók ekki eftir neinu. í fyrstu átti hann bágt með að sætta sig við að hafa ekki Messa- linu í nánd við sig, en skyldur hans og starfsbyrðar þyngdust æ meir, og smám saman tók starfið hug hans allan. Sjálfur vildi liann taka þátt í öllu, en hið raun- verulega vald var í höndum Nar- cissussar. Hann var aðeins leik- brúða, sem fékk að taka þýðing- arlausar ákvarðanir. En þrátt fyrir þetta fékk hann ekki svo litlu áorkað, bæði Rómaborg og skattlöndunum til góðs. Þannig afnumdi hann þá skatta, sem Caligula hafði komið á, og lágu svo þungt á herðum lýðsins. Að vísu gerðist það ekki allt í einu, en jafnharðan og ríkisfjárhirzlurnar leyfðu. Hann var viðstaddur fundi senatsins næstum daglega og hafði alltaf tíma til þess að hlusta á þá sem leituðu hjálpar hans. Hann endurreisti meðdómara- embætti þau við réttinn, sem Caligula hafði afnumið. Þær eiturbirgðir, sem fyrirrennari hans hafði látið safna í kjöllur- um hallarinnar, lét hann Callistus eyðileggja. En þegar senatið fór þess á leit, vegna eiturfundarins, að gera Caligulu ærulausan,hafn- aði hann því. Hann var þess sinnis að stjórna betur og rétt- látar en Caligula, og það var hon- um andstætt að lýsa keisara ærulausan að honum látnum. Claudius var fyrst og fremst Rómverji og á ytra borðinu ætl- aði hann svo lengi sem unnt væri að varðveita sögu þjóðar sinnar flekklausa. Þrátt fyrir þetta voru margir sem álitu, að Claudius væri engu betri en fyrirrennari hans, og mildaði orðrómurinn um Messalinu ekki þá skoðun. Claudius var sjálfur mjög nægjusamur maður. Hann vildi ekki taka við heiðurstitlum eða öðrum frama. Hann lagði bann við því, að kropið væri fyrir hon- um, og leyfði ekki fórnfæringar sér til handa. Messalina leit ekki á þetta blíð- um augum. I hennar augum var Claudius keisavinn, og Cæsar varð að gæta sóma síns, eða glata virðingu þjóðar sinnar ella. Hún sýndi endurreisn hans og bygg- ingaráætlunum ekki lengur hinn minnsta áhuga. Á ferðum sínum til Ostia, Nea- pel eða annarra borga í skatt- löndunum, kom keisarinn fram eins og hann væri einn af lýðn- um. Hann var viðstaddur leik- sýningar og kvöldhljómleika, 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.