Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 52
Dr. Richard Beck. Sjómannablaðið VlKINGUR er mér alltaf kærkominn lestur, og svo var um 7.—8. tölubl. þessa árs. Forsíðumyndin af Eskifirði vakti upp gamlar og ljúfar minn- ingar, því að þar átti ég heima all lengi á yngri árum, og er þar frænd- og vinamargur. Þá las ég með mikilli athygli greinina um Sjóminjasafn Bandaríkjanna, Mariners Museum, Newport News í Virginiu,íþýðingu Björns Ólafssonar, og um annað fram vegna þess, að þar er vikið að styttu Leifs Eiríkssonar, sem skipar ágætt og virðulegt rúm á safninu. Kom mér í hug, að vei færi á því að skýra lesendum VÍK- INGSINS frá því, hvernig Leifs- styttan komst á safnið, ekki sízt vegna þess, að það var fyrir áhuga og atbeina íslendinga vest- an hafs og forgöngu Þjóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi. Er það löng saga og verður hún hér einungis rakin í nokkrum megindráttum. Eins og getið er í greininni, er hér um að ræða eirsteypu af hinni miklu styttu Leifs, sem Banda- ríkin sæmdu Island að gjöf Al- þingishátíðarárið 1930. Gekkst Þjóðræknisfélagið á sínum tíma fyrir því, að fjársöfnun fór fram meðal Islendinga vestan hafs til Leifsstyttan í sjóminjasafni Bandaríkjanna Góðvinur Víkingsins, dr. Richard Beck prófessor, liefir sent okkur eftirfarandi grein, einkar fróðlega, um styttu Leifs Eiríkssonar, er nú skipar veglegan sess í Sjóminjasafni Bandaríkjanna. Enda þótt prófessorinn, af meðfæddri liæversku, hafi sleppt að minn- ast á þann mikla þátt, sem hann átti i því að eirsteypan var gerð fyrir söfnunarfé Vestur-íslendinga að tilhlutan Þjóðræknisfélagsins, þá væri ekki úr vegi að minna á að hann var va/raforsei þess á á/r- unum 193J,—19J,0, forseti 19.10—19i6 og aftur 1957—1963. Mun hann þvi hafa átt sinn ómælia hlut af þessu vinabragði við „gamla landið.“ G. J. þess að greiða kostnaðinn við að láta gera umrædda eirsteypu, og stóð hún upprunalega fyrir fram- an skála íslands á Heimssýning- unni í New York 1939. Að sýningunni lokinni varð það að ráði, að styttunni var fenginn staður á Sjóminjasafninu, en þó aðeins til bráðabirgða, því að hlutaðeigendur gerðu sér góðar vonir um það,að Þjóðþing Banda- ríkjanna mundi veita nægilegtfé til þess að láta flytja styttuna til höfuðborgarinnar, Washington, D. C. og staðsetja hana þar. Lá mál þetta lengi fyrir í þinginu, en þrátt fyrir forgöngu og stuðn- ing merkra áhrifaríkra ágætis- manna, bæði innan þings og utan, fékkst fjárveiting þessi eigi sam- þykkt, og kom þar margt til greina, sem hér verður eigi rak- ið. Þegar sýnt þótti, að slík fjár- veiting fengist eigi, en hins veg- ar um svo háa fjárupphæð að ræða, að eigi var talið unnt að afla hennar með nýrri fjársöfnun meðal Vestur-Islendinga, heimil- aði ársþing Þjóðræknifélagsins stjórnarnefnd félagsins, að af- henda Sjóminjasafninu styttuna. Var það gert með bréfi af hálfu stjórnarnefndar til forstjóra safnsins dags. 28. janúar 1963, þess efnis að Leifsstyttan væri þar formlega afhent safninu til varðveizlu (en ekki eignar) um óákveðinn tíma. Hafði stjómar- nefndin, áður en sú ákvörðun var tekin, ráðfært sig um málið við heiðursfélaga og velunnara fé- lagsins, Ambassador Thor Thors, og aðra, sem þar komu mest við sögu. En Ambassador Thors og dr. Vilhjálmur Stefánsson, er einnig lét sér mjög umhugað um þetta mál, höfðu lengi. verið ein- dregið þeirrar skoðunar, að Leifs- styttan væri miklu betur komin á safninu heldur en í Washington, þar sem myndastyttur merkis- manna eru svo að kalla á hverju strái, og myndi Leifsstyttan því hvergi nærri hafa vakið þá at- hygli þar í borg, sem hún vekur á safninu. Leit stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sömu augum á málið, og taldi, að með ofan- greindri ráðstöfun væri því far- sællega til lykta ráðið, enda er það löngu komið á daginn. Stuttu eftir þj óðræknisþingið í febrúar 1963, barst stjórnar- nefndinni þakkarbréf frá for- stjóra Sjóminjasafnsins, sem ver- ið hafði fjarverandi, og því eigi átt þess kost að svara fyrra bréfi nefndarinnar um ráðstöfun stytt- unnar. Lét hann í bréfi sínu í ljós mikla ánægju yfir því, að safn- VÍKINGUR 308
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.