Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1967, Blaðsíða 53
inu hefði nú verið formlega af- hent Leifsstyttan til framtíðar- varðveizlu, ennfremur tók hann fram, að styttan hefði um meir en tveggja áratuga skeið verið þar kennimerki, og að meir en 250.000 safngestir skoðuðu hana árlega. Loks lét forstjórinn þess getið, að Leifsstyttan væri orðin tákn Sjóminjasafnsins í þeim skilningi, að mynd af henni er prentuð á öll bréfsefni safnsins og umslög, og einnig á rit þau, sem safnið lætur frá sér fara. I sölubúð safnsins (Museum Store) eru auk þess til sölu tvær smá- myndir af styttunni. Af bréfi forsetans liggur það í augum uppi, hve vel staðsett Leifsstyttan er á Sjóminjasafn- inu, og samtímis mikil landkynn- ing fyrir Island og Islendinga. Á hún einnig ágætlega heima á því fræga og fjölskrúðuga safni, sem helgað er sæfarendum og sjóferð- um að fornu og nýju. VÍKINGUR Er eirsteypan að öllu leyti eft- irmynd Leifsstyttunnar á Skóla- vörðuholtinu í Reykjavík, og á málmskildi framan á henni skýru letri skráð, að hún sé af íslend- ingnum Leifi Eiríkssyni, sem fyrstur norðurálfumanna steig fæti sínum á strönd Norður- Ameríku. Forganga Þjóðræknisfélags Is- iendinga í Vesturheimi í þessu máli er einn þáttur, og hann merkilegur, í margþættri viðleitni þess áratugum saman, að sýna í verki trúnað við íslenzkar menn- ingarerfðir, stuðla að því, að Is- lendingar verði sem beztir borg- arar í þarlendu þjóðlífi, og auka með þeim hætti veg og virðingu íslenzku þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þessi grundvallaratriði í stefnu- skrá Þjóðræknisfélagsins hafði Stephan G. Stephansson í huga í kveðju sinni til félagsins ný- stofnaðs, hinu snjalla kvæði ,,Þing-kvöð,“ er öndvegi skipar í fyrsta árgangi Tímarits félags- ins, og er í senn þrungið heitri ættjarðarást og lögeggjan til dáða, eins og ágætlega lýsir sér í eftirfarandi erindi kvæðisins: Nú skal bera á borð með olckur, bót við numinn auð, margar aldir ósáð sprottið íslenzkt lífsins brauð: Allt, sem lyfti lengst á götu, lýsti út um heim, nú skal sæma sveitir nýjar sumargjöfum þeim. Sumargjöfum öllum þeim. 1 þessum anda heldur Þjóð- ræknisfélagið áfram þjóðernis- legri og menningarlegri starf- semi sinni, þó að um margt sé á brattann að sækja. Á það sér einnig bráðlega hálfa öld að baki, því að 49. ársþing þess verður haldið í Winnipeg í febrúar næst- komandi. 309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.