Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 5
Hér sjáum viö Andrés Gunnarsson með sitt 23 ára gamla skips■ líkan af skuttogara-hugmynd sinni. Fáir veittu honum liS til að koma henni i gagniS. mælt. Þó er mér minnisstæður einn maður á fundinum úr togara- nefnd nýsköpunarinnar, sem ekki mátti vera að að hlusta á útskýr- ingar mínar, hvernig ég ætlaði að láta þetta vinna. Honum fannst, að mér skyldist, þetta vera slík fjarstæða, að ekki kæmi til greina að leggja eyrun að þessu. Man ég, þegar ég var að út- skýra þetta, að einhverjir gripu fram í og töldu að þetta gæti ekki unnið á þennan hátt. Kallaði þá þekktur skipstjóri til mín og sagði: „Þetta er rétt hjá þér, Andrés, þetta getur unnið svona.“ Á þessum fundi skipuðu skip- stjórarnir nefnd í málið og eftir skamma athugun, mig minnir bara um kvöldið sama daginn, var haldinn fjölmennur fundur í Skipstjórafélaginu Ægi, en Vil- hjálmur var þá formaður félags- ins. Á þeim fundi var málið alveg snúið við og enginn áhugi á mál- efninu lengur. Síðar ræddi ég við Bjarna Ingi- marsson um ýmis atriði í út- færslu minni og taldi hann mig ekki þurfa að bera neinn kvíð- boga fyrir því að útfærslan gæti ekki unnið. — Var þá Bjarni með hug- myndinni? — Já, Bjarni var hlynntur að- ferðinni og taldi hana standast. En það var eins og einhver öfl hefðu skrúfað fyrir, þannig að menn fengust ekki til að ræða þetta frekar. — Kom þá aldrei bein gagn- rýni frá skipstjórunum á hug- myndinni og útfærslunni? — Nei, einn skipstjóri taldi þó, að ekki væri hægt að taka trollið inn á þennan hátt, en Vilhjálmur Árnason mótmælti því og taldi vel hægt að vinna það á þennan máta. — Hvað reyndir þú næst? — Eftir þessa fundi virtist allt lokað og varla hægt að fá nokk- urn til að tala við. Fór ég þá upp í stjórnarráð í atvinnumálaráðuneytið má ég segja. En þeir höfðu þá með einkaleyfi að gera. VÍKINGUR Hitti ég þar skrifstofustjóra ráðuneytisins, sem ég spurði, hvort hægt væri að veita mér vernd eða einkaleyfi á hugmynd minni. Sagði ég honum, að ég vildi fá vernd á skuttogara eða skipi, sem tæki veiðarfærið inn á skutnum. En þegar maðurinn heyrði þetta umhverfðist hann á svipstundu, og sagði að hann gæti ekki veitt vernd eða einkaleyfi fyrir þessum hlut fyrir Island. Eg sagðist ekki vera að biðja hann um vernd á hugmyndinni fyrir önnur lönd. Spratt maðurinn þá á fætur og Vingsaði hurðinni. Sá ég þá ekki að ég hefði neitt þarna meira að gera og fór. — Af hverju heldur þú að hann hafi afgreitt þetta svona snjallt? — Ég veit ekki, en eftirtektar- vert var, hve maðurinn var vel viðmælanlegur, áður en hann vissi um hvaða hlut var að ræða. En um leið og honum var Ijóst, hvað verið var að fara fram á, breyttist hann á svipstundu og tók afstöðu til málsins með þess- um hætti. Ég dreg þá ályktun, að búið hafi verið að setja hann inn í mál- ið og þá að sjálfsögðu af and- stæðingum hugmyndarinnar. — Hættirðu nú? — Nei, ég fór upp í skrifstofu Vélstjórafélags Islands og hitti 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.