Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 6
Hreinar línur og lítíll yfirþungi einkennir skipsliugmynd Andrésar. Kraninn var hugsaSur í staS mastra og hann má leggja niSur. Andrés telur aS sín liug- mynd, þótt orSin sé 23 ára gömul, hafa ýmsa kosti fram yfir þá skuttogara, sem smíSaðir hafa veriS. vel á, þar sem öll stjórnin sat á fundi. Spurði ég nú stjórnar- menn, hvort þeir vildu ekki ljá mér eitthvað liðsinni til að ná í vernd eða einkaleyfi á uppfinn- ingu minni, en það voru skýr svör, sem ég fékk. — Hver voru þau? — Þeir vildu ekkert gera og sögðu nei. — Voru þeir þá inni á því líka að þetta væri della? — Ja, annað hvort hefur verið búið að undirstinga þá, eða þeir svona handvissir um að þetta væri della. Nokkru eftir þetta hitti ég Þor- vald Stefensen. Hann var um- boðsmaður fyrir Boston deepsea fishery í Fleetwood. Þorvaldur fékk áhuga fyrir því að láta umbjóðendur sína úti í Fleetwood fá að sjá og kynnast útbúnaði mínum. Datt mér þá í hug að notfæra mér þetta tækifæri, þar eð undir- tektir hér heima voru svona slæmar. Tók ég með mér líkanið og fór út með togaranum Júní, sem átti að fara til Fleetwood. En þegar skipið kemur upp undir Bretland er skipinu skyndilega snúið við og látið fara til Grimsby. Varð ég að vera um borð í heil- an sólarhring áður en ég fékk að fara í land. Eg var með stóran kassa, sem líkanið var í, og vildu tollþjónar fá að sjá í kassann. Komst þá strax söguburður á kreik í Grimsby eftir þeim um hugmynd- ina. Kom þá Þórarinn Olgeirsson til mín og vildi allt fyrir mig gera og sagðist ekki, þar sem hann væri íslendingur, geta verið þekkt- ur fyrir að láta stela þessu af mér. Og sagðist hann láta setja allt í gang til að koma í veg fyrir að aðrir tækju hugmyndina. — Ég hafði auðvitað ekki tök á að hafna svo góðu boði og þakkaði fyrir það. Svo fórum við Páll Aðal- steinsson saman yfir til Hull til að láta teikna þetta upp fyrir einkaleyfisumsókn. Verkfræðingur, Mr. Grey, hjá Selby skipasmíðastöðinni tók á móti okkur. Var þetta mjögskýr maður og góður viðureignar. Fór hann nú að spyrja mig út úr þessu og skýrði ég fyrir hon- um hugmyndina. Fór hann þá að spyrja mig um lestarop, en ég sagði honum að þeim mætti koma fyrir síðar, aðalatriðið væri að vita, hvort það stæðist, sem ég sýndi á modelinu. Á modelinu er aðeins sýnt það sem að trollinu snýr, svo og vinnuplássið ásamt því, hvernig VÍKINGUR 146

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.