Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 8
— Ekki er ósennilegt að það hafi verið stöðvað. — Hefur þú farið fram á slíkt? — Nei, en spurningin er bara sú, hvort andstæðingar hugmynd- arinnar hafa ekki unnið gegn þessu á þennan hátt. — Hvernig hugsaðir þú þér að skipta ef þú fengir fullt troll? — Eg get skipt alveg eins og venjulega, en auk þess ætlaði ég að reyna aðra aðferð, það er að hella fram úr trollinu. — Heldur þú nú ekki, Andrés, að menn hafi lagzt á móti hug- mynd þinni, vegna þess að hún hafi verið of kostnaðarsöm í framkvæmd ? — Ef til vill. Og nokkuð hefði það kostað, ef nýtt skip hefði ver- ið smíðað. En ég benti á ódýrar nothæfar korvettur til tilraun- anna. Auk þess fór ég fram á að fá Fanneyju lánaða í tilrauna- skyni á smærri mælikvarða, en allt án árangurs. Fékk ekki einu sinni svar hjá Fiskimálanefnd, sem réði fyrir Fanneyju. — Heldur þú að verið geti að skipt hafi sköpun í framkvæmd hugmyndar þinnar það atvik, að Júní fór inn til Grimsby í staðinn til Fleetwood? — Það er hreint ekki útilokað. Og ekki hafa íslenzkir aðilar hjálpað til. — Já, það er þetta venjulega tómlæti hjá okkur. — Tómlæti, ef það hefði verið, væri allt í lagi, en var meira en það, því að unnið hefur verið bein- línis á móti því, að ég kæmi þess- ari hugmynd í gagnið, en kannske mér hafi verið ætluð þessi örlög. * Umferðasali lagðist veikur í einni ferð sinni og sendi konu sinni skeyti: „Mér seinkar eitthvað, ligg með Angina.“ Hann fékk þegar svohljóðandi skeyti: „Fleygðu kvenmanninum út og komdu tafarlaust heim.“ Lysing og skýring á skuttog- arahugmynd ^yúnclréóar Cjunnaróáoncir 1. Hvalbakurinn er lengdur alla leið að afturenda skipsins, myndar þannig þilfar yfir öllu aðalþilfari skipsins. 2. Stjórnpallur miðskips eða framar. 3. Vélarúm miðskips. Lestarrúm báðumegin við vélarúm. 4. Fyrir aftan stjórnpall kemur krani, sem lásaður er niður á tann- hjólaspor, sem liggur frá stjómpalli og aftur á afturenda skipsins. — Kranamastrið er þannig útbúið, að í því er stór tromla, sem vörpupok- inn og belgurinn eru undnir inn á. Neðan við tromluna kemur vírskífa, sem annar gilsinn liggur í, en hinn gilsinn kemur úr nettromlunni. Að sjálfsögðu getur kraninn snúist í hring. Kranamastrið er hægt að leggja niður og hækka eftir þörfum. 5. Aftur úr skipinu, á milli aðal- þilfars og hlífðarþilfars, koma þrjú op. 1 miðju kemur „fiskiportið," sem er kringum 3 metrar á breidd. í því er bobbingatöngin, sem er opnuð og lokuð með tvívirkumvökvadúnkröft- um. 6. Fram í hlífðarþilfarið er tekið kringum 6 metra skarð, með sömu breidd og „fiskiportið," í því er lá- réttur hlemmur á hjörum að framan- verðu, sem lokar fiskiportinu og myndar um leið „skáplan“ frá aðal- þilfari upp á hlífðarþilfarið. Hlemm- urinn er hreyfður með vökvadún- krafti. 7. Til beggja hliða við fiskiportið koma „hlera-portin“ og í þeim eru hlera-uglumar, en utan við þær er hlerunum ætlaður staður. Uglurnar eru á liðamótum við þilfarið, og eru hreyfanlegar aftur og fram. Fram- an á uglunum er vökvadúnkraftur, sem vinnur þannig, að hann getur spyrnt uglimum aftur, og er það notað þegar hlerarnir eru látnir út, en myndar mótstöðu þegar hlerarn- ir eru teknir inn, svo þeir síga hægt á sinn stað. 8. Sín hvoru megin á afturþilfari, kringum 8 metra frá hlerauglunum, komi vörpuvindurnar, sem eru með einni „tromlu,“ og einum koppi hvor, og standa þverskips. Spilkopparnir snúa inn. Kostir á togara, sem þannig er út- búinn, er eftirfarandi, og vísast hér til kaflans um lýsingu á skipinu. 1. Vegna hlífðarþilfarsins er sjó- hæfni skipsins stórlega aukin, því sjór kemur enginn á aðalþilfar, og lunning á efra þilfari þannig gerð, að enginn sjór tollir á því. Fisk- vinnsla fer öll fram í lokuðu rúmi, og slysahætta á fólki vegna sjóa því nær útilokuð. Einnig hættan á því, að veiddum fiski, fiskikössum og áhöldum skoli fyrir borð, eins og oft á sér stað á hinum venjulegu tog- urum. Vinnuafköst aukast að mun vegna bættra vinnuskilyrða, og fólk þarf ekki að vera meira klætt en við samskonar störf í landi. Vegna hins aukna þilfarsrúms er opin leið til að koma fyrir flutningatækjum og fisk- vinnsluvélum af mismimandi teg- undum. — Lifrarbræðslutækjum er hægt að koma fyrir svo nálægt að- gerðarplássi, að sérstakur maðurtil þess að bera lifur sparast. 2. n. Liður hefur ekki neina 'oreyt- ingu í för með sér frá núverandi fyrirkomulagi. 3. Við það að hafa lestarrúm í báðum endum skipsins er hægt að VÍKINGUR 148

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.