Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 12
röskleika maður og vel syndur. Hann sá undir slingubrettin á skipinu, þegar það valt, og beið rólegur og hugsaði með sér að það hlyti að koma til baka, og það varð, og hann náði haldi á lunn- ingunni og Sigurjón kippti hon- um inn fyrir. Hinn, sem ég náði í, hafði slegizt við og var með- vitundarlaus, en rankaði við sér niðri í lúkarnum og ég gerði að sárum hans. Gísli hafði orðið var við þetta og kom upp og skipaði okkur að hætta bætingunni og binda upp trollið. Svona var hann gætinn. — Hvernig féll þér við Sigur- jón Einarsson? — Ágætlega. Hann var feyki- lega harður af sér og mannskaps- maður. Duglegur og klár maður, Sigurjón, en sérstaklega er mér minnisstæð harkan. — Var Gísli Oddsson reglu- maður? — Já, ekki vissi ég til annars. Ég held hann hafi ekki bragðað vín að heitið gæti. Gísli trúði mér fyrir mörgu og við ræddum margt. Hann var trúhneigður, en flíkaði því ekki fremur en öðrum tilfinningum sínum. Eg mun allt- af minnast Gísla sem hins bezta drengs. Þegar ég heyrði hversu vænt Ingvari þótti um Gísla, þorði ég ekki að spyrja hann um jólatúr- inn, þegar þeir urðu matarlausir á Leifi, og steiktu kokkinn, ekki heldur um brotin á vökulögunum, sem þá voru nýsett, enda gildir það engu, hvað sagt er um það. Gísli Oddsson verður alltaf talinn einn mesti atgerfismaður í ís- lenzkri sjómannastétt, eins og bróðir hans, Jón. __ * __ Ingvar fór frá Gísla til að taka við togaranum Glaði og vildi þó ekki fara af Leifi, nema af því að Gísli hvatti hann til þess, því að hann sagðist myndi missa Ingvar hvort eð væri áður en langt um liði. Ingvar var með Glað til 1925 og aflaði mikið og Gyllirvarsmíð- aður undir hann. Með Gylli var Ingvar til ársins 1928, að honum sinnaðist við útgerðarmanninn og fór af. __ * ___ — Var Gyllir ekki gott skip? — Jú, listaskip. Hann var þýzkbyggður og þýzku togararnir voru léttari í sjó og ultu betur af sér, en ensku togararnir. Hann var dálítið vangæfur um forgálg- ann en sjóborg á síðuna og aftur- endann. Það kom einu sinni fyrir í þau tæpu þrjú ár, sem ég var með hann, að ég þyrfti að slá af vegna veðurs. Hann var treystur að framan, svo að hann þyldi, að honum væri keyrt í ís. Hann óð í gegnum hvað sem var. Sem dæmi um hversu gott ferðaskip hann var, má nefna, að einu sinni sem oftar, lagði ég af stað upp frá Englandi um leið og enskur tog- ari. Hann varð að slóa tvo og hálfan sólarhring í hafi, en ég gat haldið áfram viðstöðulaust, alltaf fulla ferð og það kom ekki dropi á dekk. Ég fór framhjá öðr- um togara í hafinu, sem slóaði, og þegar hann sá að ég gat keyrt, fór hann að keyra líka, en varð von bráðara að hætta því og taka til að slóa aftur. Það var áreiðanlega fyrsta ár- ið, sem ég var með Gylli og þá 1926, sem ég bjargaði báti í nauð- um fyrir sunnan land. Það skellti á suðaustan ofsaveðri og við vor- um að fara innúr túr fullhlaðnir, þegar við fréttum að bátar úr Grindavík og verstöðvunum syðra væru í vandræðum og næðu ekki landi. Ég sneri við að bað um að keyrt væri með útopnuðu. Þá sauð á keipum á Gylli. Hann ösl- aði eins og bryndreki áfram gegn sjó og vindi. Skipið var nýtt og skipstjórinn ungur, og ég hafði gaman af að sjá, hvað hann þyldi. Það voru um það bil 14 mílur á bátana, þegar við snerum í átt til þeirra, við fórum það á klukku- tíma og fimm mínútum betur. Hann gekk yfir fjórtán mílur, Gyllir, ef keyrt var með útopn- uðu. Hinir togararnir sem voru á leið til bátanna og vissu, hvar ég hafði verið, þegar ég sneri, ætl- uðu ekki að trúa því, þegar ég sagðist vera kominn að báti. Við björguðum svo þarna einum báti og skipshöfn og drógum bátinn til Reykjavíkur og komumst með hann heilan. Gyllir var bezta skip, sem ég hef verið á. ___ * __ Þegar Ingvar sleppti Gylli fluttist hann til ísafjarðar og tók Hávarð Isfirðing, sem var eign samnefnds hlutafélags. Framan af gekk útgerðin vel, en svo varð margt til ágreinings og endaði þetta í eins konar bæjarútgerð. ___ * __ — Og þá geturðu ímyndað þér, hvernig hlaut að fara,“ segir Ingvar! — Hvernig líkaði þér við Vest- firðingana? — Þetta voru úrvalsmenn, sér- staklega góðir fiskaðgerðarmenn. Ég hef aldrei þekkt aðra eins flatningsmenn, enda bar okkar fiskur af eins og vestfirzkur fisk- ur hefur gert frá ómuna tíð. ___ * __ Eftir að Ingvar hætti á Há- varði fór að styttast í veru hans á togurum, enda hafði hann þá þraukað í þrjátíu ár við þessa erfiðustu sjómennsku, sem enn hefur þekkzt á Islandi, togarasjó- mennsku á fyrstu árum togar- anna hérlendis og fram að síðari heimsstyrjöld. Hann var þó eitt ár stýrimaður á Hafsteini, sem Alexander Jóhannesson og fleiri áttu þá. Af Hafsteini fór Ingvar á Jarlinn og sigldi með hann fyrsta stríðsárið. Það var léleg útgerð og hvorttveggja úr sér gengið, bæði skip og vél og fleiru var þar ábóta vant. Af Jarlinum fór Ingvar á Sæfellið, fjögur hundruð tonna skip, sem Vest- mannaeyingar áttu og sigldi með það næstu þrjú árin eða til ársins 1944. __ * __ — Þegar þú lítur yfir feril þinn sem fiskimanns, Ingvar, finnst þér þá mikill munur hafa VÍKINGUR 152

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.