Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 17
H- UMFERÐ Menn virðast ekki sammála um nauðsyn þeirra ráðstafana að breyta umferð frá vinstri til hægri, og hefur mikið verið skrif- að um þá ráðstöfun, en þó lítið þar til búið var að ganga frá þessari ákvörðun og hafinn und- irbúningur undir breytingar á þann veg, að ekki verður aftur snúið, enda vafasamur hagnaður að „taka frest“ í málinu, eins og komið er. Það er ekki tilgangur minn að ræða um þessa ráðstöfun, en að- eins vekja athygli á mjög alvar- legu at/riði í umferðarmálum okk- ar. Þetta atriði á jafnt við um vinstri og hægri umferð, en virð- ist þess eðlis, að ástæða sé til að taka ákveðna afstöðu til þess ein- mitt, þegar H-dagurinn er á dag- skrá í tíma og ótíma, kannski meira en efni standa til. Hér á ég við hina einkennilegu (og vafasömu) reglu, að gang- andi maður skuli halda sig á öf- ugum vegarkanti (hægra megin meðan vinstri umferð er ákveðin og þá líklega vinstra megin eftir breytinguna), þar sem ekki eru gangstéttir. Þessar reglur skilst mér að hafi verið búnar til hjá Slysavarnafélagi Islands, þótt ó- trúlegt sé að þetta ágæta félag skuli setja jafn vafasamar og vanhugsaðar reglur fyrir sak- lausa vegfarendur. Ef aðrar reglur eiga að gilda fyrir gangandi vegfarendur en akandi, þá er fullkomin ástæða til að lögfesfa þær reglur í sambandi við H-dag. En áður en sú lögfest- ing á sér stað, er nauðsynlegt að gera sér ljós svör við eftirfar- adni atriðum: 1. Er líklegt, að maður, sem er vanur að víkja rétt (hvortsem um er að ræða V- eða H-um- ferð) akandi, breyti sinni venju, ef snögglega er flaut- að á hann? (Ég held ekki) , og skiptir þá ekki máli, hvort sem flautað er til að fara fram úr öðru farartæki eða ekki. 2. Hvað eru gangandi vegfar- endur? Eru það aðeins lausir og liðugir menn eða eru það einstaklingar með barna- vagna, leiðandi reiðhjól, ak- andi hjólbörum eðahandvögn- um (þótt það sé ekki algengt í nútíma umferð) og hvar eru þar takmörk? 3. Hvernig eru viðhorf trygg- ingarfélaga, ef ekið er á mann, sem gengur á öfugum kanti eða víkur til rangrar hliðar, ef gefið er hljóðmerki? 4. Hvernig eiga akandi vegfar- endur að haga sér, ef mikið er af gangandi fólki á vegin- um og allir á öfugum kanti? (Ég held, að það geti orðið nokkuð erfitt að svara því og ekki á allra færi að breyta rétt í þessum tilfellum). Fleira mætti telja upp, en verð- ur ekki gert að þessu sinni, en ég held, að öllum væri fyrir beztu eins og nú og fyrr, að „sömu lög gildi fyrir alla landsmenn," hvort sem þeir væru gangandi eða ak- andi og að rík ástæða sé fyrir því að taka þetta atriði til alvarlegr- ar athugunar í sambandi við hinn svokallaða H-dag. Maí 1968. Guðfinnur Þorbjörnsson. Guðfinnur Þorbjörnsson VÍKINGUR 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.