Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 18
ViS síSustu aldamót var viShorjiS á NorSurlöndum meS þessum hcetti,sem nvyndin sýnir. Hestvagnar jlutlu steinolíu til viSskiptavina. SAGA OLÍUIUHIAR Jarðolía var fyrrum meðal gegn magakvillum. Enn hefur olía ekki fundizt á NorSurlöndunum, hvorki á landi né í sjó, en ekki er þó örgrannt um, að dag nokkurn lendi jarð- borinn í æð, sem í er olía eða jarðgas. Þá hefst kannske ævin- týr. Og þá verður ef til vill bylt- ing í framförum. Gullið er ekki einrátt í því að breyta örlögum þjóða. Olían gerir það engu síður. Vöntun á henni hefur valdið því, að þjóðir hafa fallið í óvinahend- ur, og oft hafa fátæk ríki náð fjárhagslegum styrkleika vegna gnægð olíu í löndum þeirra. Jarðolían er þýðingarmikil, en það hefur mönnum ekki alltaf verið ljóst. Frá örófi alda hefur olían á sumum svæðum komið upp á yfirborðið ýmist sem pyttir eða dreytt út úr gljúpum klett- um. Hin límkennda olía vakti ekki neina ánægju hjá þeim, sem áttu heima í nánd við þessa staði, og alls konar hindurvitni ríkti þar. Persneskir elddýrkendur litu olíuna sem heilagan vökva og fluttu hana með mikilli varfærni á úlföldum til mustera sinna, þar sem hinum heilaga eldi var við- haldið. 1 hinu foma menningarþjóðfé- lagi gátu menn sundurgreint olíuna í nokkur sjálfstæð efni hennar. Þannig þekktu Egyptar asfaltið, sem þeir notuðu sem tengiefni við húsasmíðar. Einnig notuðu þeir það við smurninga sína. Galdramenn og skottulæknar notuðu olíuna sem læknismeðal. Mönnum skildist, að geysilegir bundnir kraftar fólust í hinni svörtu olíu, og sá sjúkdómur var ekki til, sem ekki var hægt að lækna með því að taka inn þenn- an límkennda vökva, sem svo auðveldlega læknaði óþægindi í maga. Hinar herskáu Amazonkonur blönduðu barnablóði saman við olíuna og nudduðu síðan hörund sitt með vökvanum. Átti þetta að gera þær ósæranlegar af vopnum óvina sinna. Að sjálfsögðu átti olían eftir að verða enn áhrifameiri í hern- aði. Snemma á miðöldum var hreinsuð jarðolía blönduð saman við duft úr óleskjuðu kalki. Mynd- aði þetta kjarna í eldvörpum, sem varpað var að óvinum. Á- hrifin voru svo óskapleg af þessu verkfæri, að rómanska kirkjan samþykkti árið 1139 bann við notkun þess. Var eldvarpan köll- uð „gríski eldurinn". Svo undarlegt sem það má vera var hætt við notkun þess og þá á þeirri forsendu, að lítilmann- legt þótti að nota slíkt vopn í hernaði. Það var ekki fyrr en um miðja síðustu öld, sem raunveruleg notkun olíunnar hefst. Frum- kvæðið áttu Bandaríkin. 1 Pen- sylvaníu var unnið salt úr jörðu. Ef borað var niður fundust oft vatnsæðar með ríku saltinnihaldi. Saltbrunnar, sem urðu til á þann hátt, gáfu mikið í aðra hönd, en nokkuð skyggði á dýrðleikann, að brunnarnir sumir eyðilögðust af illa lyktandi og óhreinkandi olíu, sem kom upp í þeim. Lyfsali nokkur Kier í Tarent- um tók þá upp fyrri alda aðferð og setti olíuna í flöskur, sem hann síðan seldi sem sérlega gott lyf. Flöskur hans með mynd utan á af saltbrunnunum og jarðbor, VÍKINGUR 158

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.