Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 19
urðu brátt eftirsóttar um gjör- valla Ameríku. Um líkt leyti sáu ýmsir aðrir kosti olíunnar, eink- um eftir að Englendingurinn James Young fann út að eima jarðolíuna og fá þannig vökva, sem logaði auðveldlega í nýupp- fundnum olíulömpum. Olíulampinn, eins og við þekkj- um hann, var kosta gripur. Young og aðrir sáu fram á, að lampinn gat valdið byltingu á heimilunum, þar sem menn sátu á dimmum kvöldum með grútar- týru, ef fátæktin var svo mikil að ekki var hægt að nota kerti. Vandamálið var aðeins það að geta útvegað næga olíu. Þegar á árinu 1854 var stofnað olíufélag, sem nytjaði svæði, er olían kom upp á. En framleiðslan var ekki næg til að sjá þúsundum hvað þá milljónum lampa fyrir eldsneyti. Einn hluthafi olíufélagsins, Drake að nafni, hafði mjög mik- inn áhuga á starfseminni. Dag nokkurn veitti hann athygli mið- unum á flöskum Kiers lyfsala. Var það jarðborinn, sem honum var starsýnt á. Fékk hann þá hugmyndina, að rétt væri að bora niður eftir olíunni. Hann hóf þegar vinnuna, þrátt fyrir að margir álitu hann ekki með öllum mjalla. Hann boraði ár eftir ár og reyndi að komast sí- fellt dýpra. Af tilviljun lenti hann í olíu- æð á aðeins 20 metra dýpi árið 1859. Úr æðinni náði hann 5000 lítrum á dag af olíu. Lengur hlógu menn ekki, en aftur á móti hófst nú rimman um „olíukálfinn". Allir vildu fá hlut í hinu rennandi gulli. Ævintýra- menn streymdu að og keyptu skika á svæðinu. Fátækir urðu ríkir, aðrir, sem óheppnir voru misstu fjármuni sína. Það var duttlungafullt að bora eftir olíu, og það var engan veginn ódýrt. Á stöðum, sem líklegir voru, risu upp bæir; sem aftur voru yfir gefnir, ef olíumagnið þar í jörðu reyndist ekki eins mikið og búizt var við. En olíuframleiðslan jókst hröðum skrefum. Markaðurinn tók ekki við öllu magninu og verð- fall varð. Margir urðu gjald- þrota. Svikarar áttu þá upp- dráttar og byssuskot voru tíð. Reynslu höfðu menn enga, og víða urðu stórbrunar, þar sem olían vall upþ úr borholunum. Við þessar aðstæður kemur John D. Rockefeller fram á sjón- arsviðið. Hann hafði mikla skipu- lagshæfileika, en var harður og tillitslaus. Brátt náði hann undir félag sitt Standard oil, flestum olíusvæðunum og — skipulag komst á vitleysuna —. Hann sá um, að verðið á olíunni héldist á viðunandi hátt og jók framleiðsl- una á lömpum, sem var algjör forsenda fyrir olíuframleiðsl- unni. Brátt risu upp önnur olíu- Verið aS flytja borpall, sem notaSur er viS borun niSur í hafsbotninn. VÍKINGUR fyrirtæki, ekki einungis í Banda- ríkjunum, heldur og annars stað- ar. þar sem olíu var að finna. Hörð samkeppni upphófst milli risa fyrirtækja allt frá Banda- ríkjunum til Austurlandaþjóðaog Rússa. Enn var þó takmarkað magn, sem not var fyrir. Að vísu jókst notkun olíulampa víðsvegar í heiminum, en olían streymdi og streymdi. Á tímabili sendi Rockefeller ókeypis olíulampa til Kína til að reyna að ná markaði þar, en gas- lýsing og síðar rafljósin virtust ætla að gera olíuframleiðsluna óþarfa. En einmitt um það leyti, sem Edison tókst að fá rafperuna til að vinna, fann Daimler, árið 1885, upp hinn fyrsta nothæfa bíl, sem knúinn var af benzíni. Nýtt starfssvið opnaðist þannig smátt og smátt fyrir olíuna, þótt olíulamparnir yrðu að þoka. Rétt fyrir heimsstyr j öldina fyrri hófu brezk herskip að brenna olíu í kötlum vélanna. Notkunarsvið olíunnar varð sí- fellt stærra og breytilegra. Fyrri heimsstyrjöldin var háð með að- stoð olíunnar. Rockefeller varð ríkasti maður veraldar, en Drake var löngu dáinn í sárustu fátækt. Útbreiðsla bifreiðarinnar olli rányrkju á olíusvæðunum. Aftur og aftur hafa menn rætt um það að brátt yrði ævintýrið á enda, en alltaf hafa fundizt ný olíu- svæði. Kannski á olíuævintýrið eftir að fara um Norðursjóinn, svo að bæði Danmörk og Noregur fái híutdeild í hinum fljótandi gull- straumi. eða ef til vill birtist það í loftkenndu gasi. Hvort um sig er boðið velkom- ið, en enginn veit neitt, því að olíuborun er eitt það duttlunga- fyllsta fyrirbæri, sem þekkist í heimi hér. (Þýtt úr Maskinmesteren). 159

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.