Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 20
Auga fyrir auga .... Þessi dagskrá er EKKl œtluS fullorSnu fólki. Einu sinni er Lási var á Sæ- björgu, fékk skipstjóri hund, sem skipverjar nefndu Lása. Þegar Lási var að segja kunningjum sínumfrá þessu, þá sagði hann: „Það er kom- inn annar Lási sem heitir hundur." Rökfræði. Gamansamur prófessor, sem var í rökfræðitíma með stúdentum lagði fyrir þá eftirfarandi spurningu: „Grímsey er fyrir norðan land, Vestmannaeyjar fyrir sunnan, Látrabjarg á Vestfjörðum og Gerp- ir austast á landinu. Nú er spumingin: Hve gamall er ég?“ Nemendurnir vissu hvorki upp né niður, nema einn þeirra lökustu svaraði: „Þér hljótið að vera 44 ára.“ Nú var það prófessorinn, sem gapti af undrun: „Hvemig í ósköp- unum fóruð þér að vita það?“ „Þetta var mjög auðvelt," svar- aði stúdentinn. „Ég á bróður, sem er hálfviti og hann er 22ja ára.“ 0R9 .cYAKTIN Gömul sjóveikissaga — eða ný? Skipið leysti landfestar og skreið út úr höfninni. Þegar fyrir andnes kom, var ylgja í sjó og skipið tók að velta. Komið var að matmálsstund. Hin- ir 25 farþegar settust til borðs með skipstjóranum. Meðan súpan var borin inn sagði skipstjórinn: „Ég býð ykkur vel- komin um borð og vona að þið allir 25 fáið skemmtilega ferð og þessum 22ja manna hópi auðnist að ná blessunarlega til hafnar. Ég horfi nú á þessi, hm, 20 andlit sem heim- ilisfaðir á fjölskyldu, því ég er ábyrgur fyrir vellíðan yðar, þessara 15. Ég vona að þið þessir 12 skálið við mig fyrir heillaríkri ferð, að við þessir 8 verðum góðir félagar, — okkur þremur auðnist að eiga ánægjulegar stundir saman í ferð- inni. Þér og ég herra minn... Halló bryti, hentu þessum helv. súpudisk- um út og komdu með fiskinn!" * Sá sem rís einu sinni oftar upp en hann dettur, kemst að lokum leiðar sinnar. * -— petta þaS eina, sem þér hafiS gegn kvefpest? * Nú hefi ég loksins komið í veg fyrir að hænur nágrannans sæki inn í garðinn minn.“ „Hvernig fórstu að því?“ „Ég lagði tíu egg í smáholu ná- lægt lóðamörkunum, — og tíndi þau svo upp að nágrannanum ásjáandi.“ * Eitt sinn átti Lási að taka kost til 4 daga, en af sínu gamla hyggju- viti pantaði hann ca. 14 daga kost. Skipstjóri varð var við þetta og spurði Lása hvernig stæði á þessu, þar sem honum hefði verið gefinn upp tíminn, sem fæðið ætti að duga. Lási vildi ekki viðurkenna mistök sín og sagði: „Ja, skipstjóri minn, það hefir líklega átt að fara í annað skip.“ * Lási var matsveinn í mörg ár. Eitt sinn er Lási hafði verið veikur í landi í nokkra daga og var nýkom- inn um borð aftur, þá átti hann leið upp á skrifstofu útgerðarinnar til að panta kost. Hvemig er heilsan, Lási minn?“ spurði einn skrifstofumaðurinn. Lási svaraði: „Ekki sæmileg. Karlboran byrjaði að nota mig ailt of snemma." Lása var illa við þá, sem borðuðu mikið. Eitt sinn kom hann í flýti inn í borðsalinn og segir: „Að éta og éta, það er nú það sem þeir geta, en vinna, það er nú minna.“ VÍKINGUR 160

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.