Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 23
„Hebron.“ Magnús Helgason, Engidal, er fæddur að Húsatóftum í Grinda- vík 8. sept. 1896. Foreldrar: Helgi Þórðarson frá Króki í ölfusi og kona hans Herdís Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi. Magnús ólst upp með foreldr- um sínum í Hafnarfirði og byrj- aði ungur sjómennsku á skútum, bæði frá Hafnarfirði og Reykja- vík. Skúturnar voru: „Surprise" og „Keflavík" frá Reykjavík. Magnús tók Verzlunarskólapróf 1917 og stundaði sjómennsku eft- ir það á sumrin á Austurlandi í i mörg sumur. Magnús fór fyrst til Vestm.- eyja 1920 og settist þar að, þá sem endurskoðandi hjá Eyþóri Þórarinssyni, síðar var Magnús skrifstofumaður hjá Jóni Einars- syni á Gjábakka í Eyjum, um árabil, eða allt til 1927, þá tók hann hið minna fiskimannapróf hjá Sigfúsi Scheving, og tók við Framh. á bls. 164 ,JSeptúnus“ 11.00 tonn. SmíSaSur í Vestmannaeyjum 1915. Hinrik Gíslason, Skólavegi 15, er fæddur að Kaðlastöðum við Stokkseyri 4. júní 1909. Foreldr- ar: Gísli Gíslason, formaður og kona hans Guðrún Sigurðardóttir búandi þar. Hinrik flutti með foreldrum sínum til Vestmannaeyja 1928. Hinrik fór að stunda sjó frá Vest- mannaeyjum 1926 með Gísla Jónssyni á Arnarhóli á mb. „Vík- ing“ og 1929 á mb. „Ara“ með sama manni. Síðar er Hinrik vél- stjóri á ýmsum bátum allt til 1934 að hann byrjar formennsku á mb. „Neptúnus," síðar er hann með eftirtalda báta: „Þryst,“ „Herjólf" og „Nönnu.“ Þá hætti Hinrik formennsku og fór í sitt fyrra starf sem vélamaðurogvar vélstjóri hjá Rafstöð Vestmanna- eyja í 2 ár, og nú hin síðari ár verið vélstjóri á ýmsum bátum, lengi á „Þórunni" og er starfandi vélstjóri fram á þennan dag. Framh. á bls. 164 „Bragi“ 9.00 tonn. SmíSaSur í Danmörku 1912. Sigurjón Hansson, Hjalla, er fæddur að Fitjakoti á Kjalarnesi 14.febrúar 1902. Foreldrar: Hans Gíslason, bóndi þar og kona hans Guðlaug Jónsdóttir. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum og hóf sjómennsku 15 ára gamall á opnu skipi frá Kálfatjörn á Vatns- leysuströnd og réri þar í tvær vertíðir. Síðar var Sigurjón í mj ólkurflutningum frá Kjalar- nesi til Reykjavíkur. Sigurjón fór fyrst til Vestmannaeyja 1920 og var sjómaður á mb. „Kóp“ hjá Guðjóni Jónssyni á Reykjum og sezt þá að í Eyjum. Eftir það er Sigurjón á ýmsum bátum allt til 1926 að hann byrjar formennsku á mb. „Enok I.“ Síðar er hann með mb. „Soffí,“ fyrir Gísla J. Johnsen, sem þá var nýlegur bát- ur, eftir það hafði Sigurjón for- mennsku á „Braga“ og hætti eft- ir það formennsku og gerðist stýrimaður á stórum bátum, svo Framh. á bls. 164 VÍKINGUR 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.