Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 24
Magnús Jóhannesson Frh. af bls. 162 urlandi eða formaður. Þá var Magnús í siglingum eftir fyrra stríð. Magnúsi fór öll sjómennska vel úr hendi, hvort heldur hann var formaður eða undirmaður, því hann var með harðfrískustu mönnum, eins og margir Mýr- dælingar. Magnús stundaði sjó fram til ársins 1950. Hann hefur nú hin síðari ár verið starfsmaður Hrað- frystistöðvar Vestmannaeyja. Hinrik Gíslason Frh. af bls. 163 Hinrik er dugnaðarmaður við öll sín störf, hvort heldur er á sjó eða landi. Einnig fórst honum formennskan vel úr hendi. Halldór Halldórsson Frh. af hls. 162 Eftir það er Halldór stýrimað- ur á mb. „Leó“ hjá Þorvaldi Guð- jónssyni í fjölda ára og síðar á mb. „Baldri" hjá Haraldi Hannes- syni allt til 1960 að hann varð að hætta sjómennsku sökum heilsu- brests. Alls var Halldór sjómaður á 17 bátum, ýmist frá Stokkseyri eða Vestmannaeyjum. — Halldór hefur þá stundað sjó í 47 ár. Halldór var eins og áður segir stýrimaður hjá einum beztu for- mönnum Eyjanna, hann var alls staðar eftirsóttur maður, bæði út- sjónarsamur og dugnaðarsjómað- ur. Magnús Helgason Frh. af bb. 163 formennsku á mb. „Hebron" vet- urinn 1927, fór af skrifstofu á sjóinn. Magnús sótti stíft þennan vetur og aflaði ágætlega, þótt ekki hefði hann stundað sjó frá Eyj- um áður. Hann mun hafa verið góður sjómaður og einnig prýðilega greindur. Eftir að Magnús hætti við „Hebron“ flutti hann til Reykja- víkur og hefur stundað þar skrif- stofustörf. Sigurjón Hansson Frh. af bls. 163 sem „Gullveigu” hjá Guðna Jóns- syni frá Ólafshúsum og einnig á „Þorgeir Goða“ hjá Sighvati Bjarnasyni og fleirum allt til 1946, að Sigurjón flutti til Rvík- ur. Eftir að Sigurjón fór til Rvík- ur var hann sjómaður á bv. „Þór- ólfi“ í tvö ár. Hann er nú starfs- maður hjá Eimskip. Það skal tek- ið fram að hann er faðir Hans skipstjóra á bv. „Víkingi“ frá Akranesi. Sigurjón var einn af þessum fullkomnu mönnum, sem alls staðar voru eftirsóttir. Sigur- jón tók meira fiskimannapróf við Sjómannaskólann í Reykjavík. Jóhann Vigfússon Frh. af bls. 162 sem Benóný Friðriksson í Gröf var formaður fyrir. Var það glæsilegur bátur á þeim tíma. Jó- hann og Sæmundur gerðu þann bát út í fleiri ár og var mikill heppnisbátur undir stjórn Benó- nýs. Eftir að Benóný hætti með bátinn seldu þeir félagar hann. Gerðist Jóhann þá starfsmaður við Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja, allt fram til ársins 1964 að hann flutti til Reykjavíkur. Jóhann var mikill þrek- og dugnaðarmaður alla tíð. Eftir að Jóhann flutti til Reykjavíkur var hann starfsmaður í Hótel Sögu. Jóhann lézt 23. júní 1967. CT^g, Einu sinni er Lási var matsveinn á Sæbjörgu og var orðinn þreyttur á starfinu og langaði í frí, einkum þar sem hann sá aðra skipverja nota sér það óspart. Eftir að skipsmenn- irnir höfðu hvatt Lása til að tala við forstjórann og fá frí í nokkra daga, arkaði hann á fund forstjór- ans. „Góðan dag, forstjóri góður, get ég fengið frí til að vera veikur í nokkra daga?“ „Sjálfsagt," ansaði forstjórinn, þér skuluð fá frí til að verða veik- ur.“ * ENGIN KEÐJA ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGAR PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 164 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.