Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 26
Einvígið. Frá Porta San Sebastiano, átta kílómetrum fyrir utan Róm, spöl- korn frá gröf Seneca, standa gamlar túnrústir, Appia Antica. Á bak við þær, til vinstri lá þétt belti af rómverskum pinviði og syprustrjám. Það myndaði þrettán hringlaga runna um það bil þrjátíu metra í þvermál með smáhalla til annarrar hliðar. Fornleifafræðingar vissu að hér áður fyrr hafði verið fórnar- lundur, sem ennþá hafði ekki ver- ið grafinn upp. Klukkan sex um morgun, seint í apríl birtust þarna tveir hópar manna, sem ætluðu að undirbúa og taka þátt í, einu hinna sér- kennilegasta einvígi vorra daga. Báðir hóparnir komu samtímis og gengu inn í lundinn, hvor frá sinni hlið. Þeir heilsuðu formlega og hófu þegar undirbúninginn. Fylgdarlið Hirams var d’ Aqu- ila greifi og einn vina hans, Ver- gilio Campane, sem annar ein- vígisvottur. Félagar del Tevere ofursta voru fjölmennari. Að viðbættum di Cavasso liðsforingja og Ara- Pescka voru mættir tveir læknar, Rezzi og Tagliafomi og hinn virðulegi gamli hvíthærði di Brabazon greifi og hershöfðingi. Þeir d’ Aquila og del Tevere höfðu orðið ásáttir um að til- nefna hann sem einvígisdómara. Það var í fyrsta skipti nú, að Hiram hafði séð mótstöðumann sinn. Del Tevere ofursti var glæsi- menni á að líta, á hæð við Hiram en nokkuð yngri. Hann var frek- ar nefstór, með kolsvart hár, dökkeygður og snareygður. Þegar hann afklæddi sig að beltisstað, kom í Ijós, að hann var kraftalega vaxinn, vöðvamikill og með stórt hvelft brjóst. Hiram undraðist hversu allur undirbúningur gekk greiðlega og án neinnar óþarfa mælgi. D’ Aquila og di Cavazzo skoð- uðu vopnin. Læknarnir tveir höfðu lagt frá sér jakkana. Þeir opnuðu læknatöskur sínarogtóku upp úr þeim tæki sín; blóðstill- andi meðul og sárabindi. Nakinn að beltisstað beygði Hiram sig og herti á skóreimunum. Hálf utan við sig tók hann eftir því að fæt- ur hans skulfu lítið eitt. Hann var í skóm með hrágúmmí. — Mundu þeir skjálfa meðan á einvíginu stóð? D’ Aquila greifi færði Hiram sverð hans ásamt litlum kringl- óttum skildi, — hinum hefð- bundna ,,clipens“ rómverskra stríðsmanna. Hann var úr ólseigu hörðu leðri með bronze plötu. Að innanverðu voru tvær reimar, undir aðra þeirra stakk hann vinstri handlegg, en greip með hendinni í hina reimina. De Brabazon hershöfðingi hrópaði á ensku: „Herrarnir eru tilbúnir?" Hiram lagfærði skjöldinn á vinstri handlegg og virtizt njóta þess. Skjöldurinn var léttur og féll þægilega að handleggnum. Hinir tveir aðilar hreyfðu sig hægt að miðjum lundinum. Del Tevere nam staðar og heilsaði á fasistiska vísu og D’Aquila og Ara- Pesca svöruðu á sama hátt. Del Tevere tók til máls: „Áður en við byrjum vildi ég biðja Signor Holiiday að móttaka afsökun mína fyrir hverja þá.... hm, seinkun, sem einvígisvottar mín- ir hafa valdið við undirbúnings- viðræðurnar. Ég óska að taka fram að val hans á vopnunum er okkur báðum til mikils heiðurs. Ég er hreykinn af að fá tæki- færi til að nota sverð minna frægu forfeðra, sem þeir notuðu við að stofna rómverska heims- veldið. Allir einvígisvottarnir og læknarnir tveir hrópuðu:„Bravó! Bravó!“ Hiram fann að fætur hans skulfu ekki lengur, og hann hugs- aði með sjálfum sér: „Vel mælt minn fíni vinur, en guð má vita hvað þú segir þegar til alvörunn- ar kemur.. . “ „Má ég vekj a athygli yðar, herrar mínir á því,“ sagði di Brabazon hershöfðingi. „Mér hefir skilist að báðir aðilar óska eftir, að þetta einvígi skuli háð til enda án neinnar miskunnar. Þér megið nota vopn yðar að eigin vild. Þeg- ar ég gef merki með flautu minni, hefjið þið einvígið og haldið því áfram þar til annarhvor verður óvígur eða gefst upp. Þá gef ég aftur merki og eftir það má hvor- ugur hreyfa vopn sitt til árásar. Einvígið mun fara fram án hinn- ar minnstu hlutunar utan frá. — Allur lundurinn er til umráða, en sá sem víkur út fyrir mörk þau, sem trén, mynda kringum svæðið, dæmist til að hafa viðurkennt ó- sigur sinn. Ég bið einvígisvott- ana að draga sig í hlé. Ég mælist til að þér herrar mínir heilsist á einvígisvísu.“ Þeir stóðu hvor gegn öðrum, fjarlægðin tíu skref. Hiram hafði tekið af sér gler- augun. Munnur hans var lokaður með samanpressaðar varir. Augu hans skær og blá voru nú köld og hörð. Þeir gáfu hina hefðbundnu ein- vígiskveðju. Hiram stóð föstum fótum í grassvörðinn, hnén voru aðeins bogin. Vinstri fóturinn að- eins framar en sá hægri. VÍKINGUR Paut (jaltico: ý Hdtíyi dii dautaHH Framhaldssaga G. Jensson þýddi * NIÐURLAG SÖGUNNAR * 166

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.