Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 30
Hvar er reihnisshekkjan ? Ég hafði sannfært mig um það, löngu áður en ég fór að senda þessi bréf 1 Víkinginn, að fagleg netagerð byggðist eingöngu á þeim fræðum, sem ég hafði unnið upp. En það var meira en í hönd á barni að sannfæra einhvern um að svo væri. Það var nokkurn- veginn sama hvernig ég setti þetta fram. íslendingar taka enga sönnun gilda fyrir vöntunáreikn- ingi og fagþekkingu í netagerð. Það væri þá helst að sýna það verklega með veiðarfæri, en litlar líkur eru á því að Islendingar trúi því að erlendir fræðimenn hafi ekki komið auga á svo veiga- mikla vöntun. Eg áleit og álít enn, að það væri vanhugsað að örva þessa þróun í netagerð, meðan engar raunhæfar ráðstafanir eru gerðar til verndunar fiskistofnum sjáv- arins. Ég tel það enga vemdun þó samkomulag náist um möskva- stærð fyrir nýsköpunartogara, sem ekki veiða nær landi en vatni í miðjar hlíðar. Menn hafa fund- ið upp á því sem næst takmarka- lausar undanþágur fyrir botn- vörpuveiðar inn um firði og flóa, með því að kalla þessar botnvörp- ur dragnætur, humartroll, rækju- troll og svo allskonar nætur, sem veiða má með hvar sem er, upp að landsteinum, nema við árósa og eyða uppvaxandi fiskistofnum á grunnmiðum engum til gangs (undir vafasömu eftirliti eða vís- indalegu). Um þorskanet vil ég ekki tala, þau eru í sérflokki um sóðalega umgengni á miðunum og meðferð á afla. Þegar á allt er litið, er við eng- an að sakast. Ég gerði tilraun til þess að þvinga fram umræður um netagerð, ef það væri hægt. Ég hef varla verið dálítið montinn og orðvar í hófi, ég hef gert marga reiða með þessum skrifum mínum, en þeir hafa lent í vand- ræðum þegar þeir ætluðu að skamma mig opinberlega. Það er sem sé ekkert til í gildandi neta- gerð, sem hægt er að ræða á fræðilegan hátt. Ég bað ákveðnar stéttir manna að taka afstöðu til þessara skrifa minna, og fyrir nokkrum árum snéri ég mér beint til háskólans, að stofnunin tæki afstöðu til þess hvernig bæri að reikna net rétt, að viðlögðum fræðiheiðri stofnunarinnar, ég man ekki hvernig ég orðaði það, en það varð tæplega misskilið. En það fór sem mig varði. Stofnunin hagaði sér af stærilæti, alveg eins og mótorbáturinn. Ég tala ekki við seglskip, sagði mótorbáturinn. Háskóli íslands var á sínum tíma möguleg stofnun, aðallega vegna sjómanna og útgerðarmanna og þessvegna ekki ósanngjamt að ætlast til þess að stofnunin at- hugaði á fræðilegan hátt þau veiðarfæri, sem sjómenn nota,svo háskólinn gæti verið afgerandi ráðgjafi í öllum vafamálum og menn gætu treyst umsögn stofn- unarinnar, sem byggðum á raun- hæfum fræðum. Öllum Islending- um þykir vænt um háskóla sinn og vilja reisn hans sem mesta. Ég hef ákveðinn grun, sem stappar nærri vissu fyrir því, að háskólinn hefur enga fræðilega skýringu til á neti og enganreikn- ing, sem hægt er að vinna net fag- lega með. Ég hef slegið því fram áður að menn hafi frá upphafi og í ógáti klínt vísindanafni á þennan sam- setning úr neti: Botnvörpuna, enda hefur botnvörpugerð ekki átt þróunarmöguleika síðan. Ég býst við því, þegar til kem- ur og menn verða að viðurkenna að engin fræði eru til fyrir neta- gerð, að þeir geti orðið mér sam- mála um, að í þessu tilfelli hefur orðið Vísindi verið andleg sótt- kveikja, vírus eða baktería, sem borist hefur um alla heimsbyggð- ina. Þessi sjúkdómur hefur feng- ið nýja næringu með tilkomu flot- vörpugerðar og að sjálfsögðu eru vísindamennirnir veikastir allra og þeir viðhalda sjúkdómum og örfa mann, með því að hækka vís- indin í stigum eftir hverja vís- indahrakför, sem þeir fara með þessi veiðarfæri. Svona fara þeir aS því. Það fer að nálgast 10 ár síðan ég sendi fyrsta bréf mitt í Vík- inginn. Það er að vísu ekki lang- ur tími, en þó nægjanlegur til þess að sanna það, sem ég er að koma á framfæri, sem sé, að eng- um hefur komið til hugar, að neitt væri athugavert við gild- andi reikning í netagerð, hvorki hér né erlendis. í þessari grein er nokkuð komið inn á unnnæli Skipasíkoiðunarstjóra, sem hann viðhafði við Morgunblaðið 5. nóv. sl. um stærð síldamóta. Skipaskoðunarstjóra var send þessi grein og gefinn kostur á að gera athugasemd við hana hér í blaðinu. Ekkert svar hefur frá honum bor- izt, og okkur ekki tekizt að ná tali af honum, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Engu að síður teljum við eðlilegt að birta þessa grein og jafn- framt samanburðarteikn. skipaskoðunarstjórans. Að sjálfsögðu heimilast skipaskoðunarstjóra síðar meir að gera athugasemdir hér í blaðinu, ef hann óskar. 170 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.