Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 31
00000000000<00000<000000000000000000000000000000000<0000000 Þessi síldarnót er sögS teiknuS í sama mœlikvarSa og Hallgrímskirkja. Turn hennar er 75 metrar og dýpt nótar- innar eins og þrjár kirkjur. Síldarbáturinn, sem er 37 m. langur og um 300 brúttólestir, er teiknaSur í sama stærSarhlutjalli og nótin. 0000000000<000000<<0000000000000000000000000000000000000000 Eitthvað hef ég minnst á að vísindamenn væru að löðrunga viðurkennd lögmál með afskipt- um sínum af netagerð og nær- tækt dæmi um það, hvernig þeir fara að því, er t.d. nótarteikning hr. skipaskoðunarstjóra Hálmars Bárðarsonar, sem hann breiddi yfir hluta af fleykj avík. Það er verklegur löðrungur á stærðfræðilögmálið að segja það rétt. 5. nóv. 1967 kom hr. Hjálm- ar Bárðarson með teikningu af snurpunót í Morgunblaðinu. Enginn hefur betra vit á sjó- hæfni skipa -en skipaskoðunar- stjóri og það er þungi nótanna, sem hann reiknar með, þegar hann ræðir um snurpunætur, svo það breytir í engu því, sem hann er að segja, þó honum hafi orðið það á, að teikna þessa nót of djúpa, svo nærri munar heilli Hallgrímskirkju. Ég er ekki að álasa skipaskoðunarstjóra fyrir þessa skekkju, því þetta er al- þjóðlegur skilningur á neti og þó háskólar fengju þá uppgjöf að reikna og teikna netflöt, þá gerðu þeir það á sama hátt og Hjálmar Bárðarson. Ég er margbúinn að skýra í Víkingnum, hversvegna ekki er hægt að reikna og teikna netflöt á þennan hátt, nema að fá skakka útkomu. Mig langar til þess að yfirfara þessa nót, sem er gefin upp 317 fðm. lengdin og 123 fðm. dýptin. VÍKINGUR Uppgefin lengd nóta er lengd fláateins þegar netið hefur verið fest við teininn. Dýpt nóta er net- ið stífmælt með lokaða möskva. Þarna er blandað saman tein á lengdina og stífmældu neti á dýptina. Við skulum athuga þetta nánar og ég nota sama reikning og ég hef margoft komið með í Víkingnum. Ég tel netið rétt sett á fláatein. Ef dýpt nótar væri gefin upp á sama hátt og lengdin, væri þessi 123 fðm. nót aðeins 87 fðm. djúp og það rétt (mismunurinn er það sem net styttist við að möskvarn- ir fullopnast) . Aftur á móti ef lengd nótar væri gefin upp á sama hátt og dýptin, þá væri mælt net 448 fðm. á lengdina. Ég geng út frá því að allir skilji að net getur ekki verið hvorutveggja í senn, mæld lengd og mæld dýpt og það er ekki hægt að reikna með mældu neti, til þess að fá rétta útkomu. Ef þessi nót væri eins og teikningin segir til um, 123 fðm. djúp, þyrfti 174 fðm. mælt net, svo djúpar eru snurpunætur ekki ennþá. Það er einmitt þessi vísindalegi skiln- ingur á neti, sem hamlar því að netagerð geti orðið fagvinna og vörpugerð haft þróunarmögu- leika. Skipaskoðunarstj óri þolir mæta- vel að hafa gert þessa skekkju 1 netteikningu og ég tel hann manna líklegastan til þess að viðurkenna skekkjuna. Þetta er ekki hans sérgrein, en líklega skilur hann fljótlega að þessi teikning hans getur ekki staðist. Ég held að hægt sé að telja á fingrunum, þá landsmenn, sem eitthvað kunna í neti og ekki lesa Víkinginn, svo ég álít það vel til fundið að koma jafnmætum manni og Hjálmari Bárðarsyni í þá aðstöðu (vegna nótarteikning- ar hans í Morgunbl.) að skera úr því, hvort ég fer með rugl eða ekki. Það sjá allir, að hér kemur annað til en getuleysi skipaskoð- unarstjóra að reikna og teikna rétt. Hann gerir eins og allir aðrir, tekur uppgefna dýpt nótanna sem gilda stærð að reikna með. Til þess að lesendur Víkings- ins geti sannreynt þetta, þá skul- um við minnka þessa nót og láta cm. gilda fðm. Við höfum nótina jafndjúpa frá enda til enda, þá kemur netflöturinn betur í ljós. Það getur verið hvaða net sem er, smáriðið eða stórriðið, að vísu hef ég sagt að það fari ekki sam- an, leggir á alin og möskvatal, en þess gætir tæplega í svona litlu neti og menn sjá það að ég hef rétt að mæla. Þið mælið 448 cm stífmælda á upptökum og 123 cm. stífmæla á síðum. Þræðið upptökur á 317 cm. tein, bæði ofan og neðan og báð- 171

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.