Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1968, Blaðsíða 32
ar hliðar á 87 cm. tein, festið net- inu í öll horn og togið svo allfast í öll horn og sjáið að þið fáið fall- egan og nákvæman netflöt, með öllum möskvum fullopnum. Ef þið viljið fá meiri lengd úr þessu neti, þá grynnist það, eins ef þið viljið fá meiri dýpt, þá styttist það. Þessi vöntun á netþekkingu er það, sem ég er alltaf að ámálga að standi netagerð fyrir þrifum, menn vilja ekki eða geta ekki komið auga á svona augljós sann- indi. Eg hef þegar bent á að nótar- teikning hr. Hjálmars Bárðar- sonar er í andstöðu við stærð- fræðilögmálið, vegna þess að hún er sannanlega skökk. Annað lögmál, sem ég tel fræði- menn misþyrma með dómum um netagerð er eðlisfræðilögmálið. Ég man að ég annað tveggja las eða hlustaði á frásögn manns, sem hafði verið nemi í Möðru- vallaskóla um aldamót, hann sagði frá kennurum og skólabrag. Meðal annars sagði hann frá eðlis- fræðikennara, sem alltaf var að ámálga við nemana að frumskil- yrði eðlisfræði væri því meira því meira og því minna því minna (og fleira þannig). Þetta endur- tók kennarinn í flestum tímum, því meira því meira og því minna því minna (o. fl. þannig). Þetta mundi neminn, þó hann hefði gleymt öðru. Af þessu sést að ég hef lítið til brunns að bera í stærðfræði og þó enn minna í eðlisfræði. Það er því með ólíkindum, þeg- ar ég ber það á vísindamenn að þeir með dómum sínum um vörpu- gerð séu að löðrunga þessi lög- mál. Ég hef sagt áður, að opnun vörpu í láréttum fleti hefur aldrei verið neitt vandamál. Það sem leitað er eftir er lóðrétt opnun vörpunnar. Allar þekktar flot- vörpur eru eðlislega eins, þær þurfa sökkur á neðri tein og flot á efri tein, stundum er líka sett farg á tengilínu frá hlera í undir- vörpu, framan við vörpuna. Þetta getur fullopnað op vörp- unnar ef skipið er ganglítið eða gagnlaust. Þessi frágangur hæf- ir lagnetum, en ekki netum, sem eru dregin. Þegar toghraðinn er aukinn dragast undir- og yfirnet saman, svo ef toghraðinn er mik- ill, dragast undir- og yfirnet á sama dýpi, sem sagt engin lóðrétt opnun vörpunnar. Opnun vörpu á þennan hátt er eðlisfræðileg fjar- stæða. Lögmálið krefst þess að opnun vörpu sé bundin toghraða. Því meiri toghraði, þess betur opnar vörpur. Þetta er nægjan- leg eðlisfræðiþekking, bara að hlýða því. Ég hef verið að skýra, hvernig þarf að skipuleggja net í vörpur og með hvaða reikningi þarf að vinna verkið, til þess að vörpur svari rétt. Ég hef skilgreint net, sem samsett er af ferningum, sem raunverulega teljast helmingi fleiri en venjulega taldir möskv- ar. Þetta hef ég gert svo greini- lega, að þegar gerð verður kennslubók í netfræðum, verður skýring mín á neti fyrir fag- reikning í netagerð eðlislega eins og ég hef sagt í Víkingnum, ef ekki að miklu leyti orðrétt. Ég er búinn að skýra í aðalatriðum, hvernig vörpur þurfa að vera til þess að möskvarnir togi hver ann- an opinn, og því betur sem tog- hraðinn er meiri. Þetta er minn skilningur á rök- réttri opnun vörpunnar og aug- ljóst að ég er í algjörri andstöðu við gildandi vísindi. Þessvegna tek ég ekki neitt frá neinum, þó ég helgi mér allan rétt á faglegri netagerð, sem byggist á því að vörpur opnist eftir lögmálinu. Því meiri toghraði, þess betur opnar vörpur og þeirri stærðfræði, sem reiknar út þannig gerðar vörpur. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning, þá tek ég fram, að ég hef ekki fundið upp neinn nýjan reikning. Þetta er algengur og að- gengilegur reikningur. Ég hef að- eins sannreynt það, að þetta er eini reikningurinn, sem getur orðið fagreikningur fyrir neta- gerð og án hans getur ekki skap- ast fagþekking í neti. Verið þið svo blessaðir og sælir. Sigfús Magnússon. Litið inn í Hrafnistu — Framh. af bls. 153 einasti ríkisstarfsmaður, hversu aumur sem hann hefur verið og afkastalítill fær eftirlaun frá ís- lenzka ríkinu. Þessi maður hefur unnið í hægu sæti og hlýju, stutt- an starfsdag, frá níu eða tíu á morgnanna til fimm á daginn og fimma daga vikunnar og nokk- urn hluta ársins, aldrei lagt á sig nokkrar illhleypur fyrir þjóð sína af einu eða neinu tagi. Störf hans krefjast engra mannkosta, nema þeirra, að hann geti setið uppréttur stund úr degi. Hinn sem staðið hefur í stórræðum, afl- að þeirra verðmæta, sem allt þjóð- lífið byggist á, ráðið fyrir fólki og skipi og haft mikla ábyrgð við áhættusama atvinnu, og orðið að vera flestum þeim kostum búinn, sem við þekkjum bezta, góðri greind, útsjónarsemi við störf, kjarki, áræði og hörku við sjálf- an sig, verður í ellinni að lúta að því, að vaka á nóttum yfir varn- ingi manna í geymsluportum eða um borð í skipum. Þetta hefur orðið hlutskipti margra okkar beztu skipstjóra. Ég hef engan þann hitt, sem ekki telur það sjálfsagðara og réttlátara að aldurhnignum sjó- manni séu greidd eftirlaun, held- ur en skrifstofumanni hjá Rík- inu. Það er áreiðanlega ekki vilji þegnanna sem borga, að eftir- launum sé skipt á þann hátt sem nú er. Það á að vera lágmarks- krafa, að þeir sem stundað hafa sjómennsku í þrjátíu ár eða leng- ur hljóti full eftirlaun. Ástæðan til að sjómenn eru á ýmsum svið- um einskonar utangarðsmenn í þessu þjóðfélagi, sem þeir þó halda uppi, er sú, að þeir hafa aldrei gætt þess sem skyldi að hafa áhrif á þingi. Það er ævin- lega hægt að telja þá menn á fingrum sér á þingi þessarar þjóðar sem lifa af fiskveiðum, sem líklegt sé að hafi einhverja þekkingu eða skilning á þessum atvinnuvegi. 172 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.