Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 11
Daníel í Slysavarnardeildinni á ísafirði fer með vistir í slysavarnarskýlið á Slétteyri
ásamt öðrum slysavarnardeildannanni, ættuðuin af Hornströnduin, en Strandainenn
eru margir í björgunarsveitunum.
lenzkar bækur eru þar í fyrir-
rúmi og Guðbrandsbiblía er á sér-
stöku borði í aðalbókaherberginu.
Svo sem Jóhanni er eðlilegt, les
hann mikið um heimspeki, þjóð-
leg fræði og klassísk ritverk,
bæði leikrit, ljóð og óbundið mál.
Þegar setið er og rætt við Jóhann,
er lífsspurningin alltaf í fyrir-
rúmi. — Hver er uppbygging
mannsandans. Hvert stefnir and-
leg tilvist manna, og hvað leynist
í huldum djúpum hverrar manns-
sálar, og hvernig speglast undir-
djúp sálarlífsins í óvituðum við-
brögðum á yfirborði hvers ein-
staklings.
Þegar Jóhann er í samræðum,
blandast saman ótrúleg þekking
hans á sögu mannsandans og sál-
f ræðilegum s j óndeildarhringum
úr þróunarsögunni ásamt stór-
brotnum einkaskoðunum hans,
sem þroskast hafa í sérstakan
stíl við margbreytilegalífsreynslu
og könnun eigin sálarlífs, sem er
Jóhanni sífelld uppspretta nýrra
leiða, til að kanna sálardjúp ann-
arra manna. í samræðum við Jó-
hann stafar frá honum sérstakur
blær umburðarlyndis og samúða
með mannfólkinu. Honum er ríkt
að miðla öðrum, hvort heldur er
þekking, hjálp eða skilningur á
eigin vandamálum. Þessi sérstöku
einkenni Jóhanns virðast stafa af
ótrúlegri rækt, sem hann hefur
lagt við könnun eigin persónu.
Einn ljóður er að vísu á ráði Jó-
hanns. Hann kann ekki að þiggja
af öðrum. Hefur ef til vill ekki
mikla æfingu í því, en velferð
manna mun þó bezt borgið ef all-
ir hlutir eru í góðu samræmi, svo
sálinni verði ekki íþyngt með ó-
samræmi. Þegar Jóhann hefur
samræmt þetta einkenni sinni
þroskuðu sál, mun hann ekki eiga
möi'g fleiri björg óklifin á lífs-
leiðinni.
Eftir viðkynningu við Jóhann
skilja sjómennirnir betur, hvern-
ig hann rækir starf sitt sem vita-
vörður. Sjómönnunum varð þetta
þó ljósast, þegar ísinn lagðist að
landinu og teppti siglingar. Úr
vitanum sér Jóhann langt út yfir
siglingaleið frá Hornbjargi og til
austurs. Hlaupi hann upp á Axar-
fjall, ofan við vitann í 285 metra
hæð, þá verður hafsbrúnin í 85
sjómílna fjarlægð.
Jóhann var óþreytandi við að
leiðbeina skipum eftir vökunum,
sem þau gátu ekki fundið sjálf
vegna þess, hve skammt þau sáu
sjálf. Þegar skipin komust í fest-
ur, hvatti Jóhann menn til að
troða sér að næstu vök, sem hann
einn sá, og gat hann þannig hald-
ið skipunum gangandi ótrúlega
mikið. Oft sá Jóhann út leiðir,
Jóhann vitavörður á Horni heldur upp á Axarfjull með talstöðina á bakinu. Með
henni beinir hann skipuni gegnum ísvakir, scin hann sér af fjallinu.
VlKINGUR
55