Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 7
of mikið af fiskverðinu í Verð- jöfnunarsjóðinn, til að halda niðri launum sjómanna. Það tel ég hafi verið ráðandi við verð- lagningu á loðnu síðastliðinn vet- ur. Það eru viðmiðunartekjur hinna ýmsu starfshópa, sem mik- ið ráða gerðum þeirra. Þóttminna hafi verið um að taka laun sjó- manna til samanburðar síðustu tvö árin en áður var. Um viðmiðunartekj urnar vil ég segja, að það er lítil sanngirni að taka annars vegar heildar launa- greiðslur áhafna á skipi sem gert er út í 340 úthaldsdaga á ári og hins vegar fastlaunaðra starfs- manna í landi, sem skila um 200 vinnudögum. Hér þurfa félög sjó- manna að beita sér fyrir breyt- ingu á útreikningi viðmiðunar- tekna. Það mun auðvelda þeim launabaráttuna síðar. Páll Guðmundsson. plussteppum, sjónvarpi, rafmagnsmjaltavélum og sjálftæmandi kælitönk- um á hlaðinu, sem tæmdir eru án fyrirhafnar ábúenda og mjólkin flutt á markað. Öll heyskapartæki og vinnuvélar minna meira á hergagnasýningu á Rauða torginu en meðalbú á íslandi, þar eru stórvirkar dráttarvélar með öllum hugsanlegum tækjum til þess að grafa, hverfa, flytja til jarðveg, slá og raka, hræra í heyinu og ýta því saman. Þar eru líka stórvirkir blás- arar, sem sjá um að koma heyinu inn í hlöðu án þess að mannshöndin þurfi nokkuð að hafa fyrir annað en að ýta á hnapp. Um hvað er svo verið að kvarta? Jú, það hefur einn stór liður gleymzt í þessari vélvæðingu, sem sé að tryggja nýtingu allra þeirra óhemjuverð- mæta, sem liggja í grænni töðu á hinu stutta íslenzka sumri. Bændur munu nú sem betur fer hættir að „setja á guð og gaddinn", eins og þeir gerðu allt fram yfir síðustu aldamót, en þeir virðast ennþá „treysta á guð og sólskinið“, þegar um hirðingu heyja er að ræða. Hinir mörgu hálærðu (?) búnaðarráðunautar bænda telja þessari hlið fullborgið með súgþurrkun, sem að vísu getur hjálpað eitthvað í stopulli þurrkatíð, en hefur enga þýðingu í óþurrkatíð. Það er raunalegt að sjá fleiri þúsundir tonna af góðu heyi ýmist óslegið á haustnóttum eða ónýtt af ofvexti og hrakningum eða ónýtt fóður í hlöð- um, sem brennur upp, ef slakað er á hinum daglega kuldablæstri í hinum nýtízkulegu og myndarlegu hlöðum. Nei, það má eyða fjármunum til alls annars en að tryggja hagkvæma nýtingu hinnar kostaríku töðu, sem íslenzkir bændur gætu haft nóg af hvernig sem viðrar, og það er blettur á þessari annars ágætu og fram- sæknu stétt, meðan þeir forsóma jafnherfilega og þeir gera enn að taka tæknina í sína þjónustu á þessu sviði eins og öðrum greinum sinnar atvinnu. Gott og heilnæmt fóður hlýtur að vera ein meginstoð landbúnaðarins, og þar má ekki stóla á veður og vind, jafnvel ekki guð almáttugan. 2. október 1969. Guðfinnur Þorbjörnsson. ENGIN KEÐJA ER STERKARI E N VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 VÍKINGUR 211

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.