Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 23
Hann verður að líkindum tilbú- inn eftir miðjan júnímánuð næst- komandi. Báturinn verður súð- byrtur, sem kallað er. Vél hans verður 98 hö. I honum verður línuspil, og þessvegna klár til veiða bæði á línu og handfæri eft- ir því sem henta þykir. Radar verður í bátnum, 20 sjómílna, talstöð og dýptarmælir. Fimm færarúllur, rafknúnar. Ég hef séð þessa gerð báta og vil segja það, að ef ég hefði verið ungur, þá hefði mig langað til þess að eiga þannig bát. Þeir eru prýðisfalleg- ir og í alla staði vel frá þeim gengið, sem bezt verður séð. Svona má vel róa héðan frá byrj- un marz og fram í endaðan nóv- ember, og ég efast ekki um það, að ef vel væri sótt með ráðdeild og samhuga sameignarmanna, mætti gera það stórlega gott á svoleiðis bát. M. b. Guðmundur frá Bæ, sem keyptur var hingað í júlí í fyrra sumar, hefur lítið landað hér heima öðru en því, sem hann fisk- aði síðastliðið sumar, eða um 85 tonn af færafiski. 1 haust og fram í marzmánuð stundaði hann hörpudiskaveiðar í Isafjarðar- djúpi, og fiskaði samtals 70 tonn. Hann seldi þann afla í Súðavík. Frá því í miðjum marz til 30. maí stundaði hann róðra með línu frá Flateyri, og afli hans varð þann tíma 219,3 tonn. Ekki veit ég enn, hvaða veiðar hann stundar í sumar. Hér er svo svolítið í viðbót: Vér bíðum nú í ofvæni eftir því, þegar þetta er skrifað, að verkfall það, sem nú stendur yfir, leysist hið bráðasta og launþegar megi að því loknu vel við una. En sjómenn strjúka nú sveittan skalla og virðast láta sér nægja hvern dag sína þjáningu. Að öðr- um kosti hefðu þeir sagt upp fisk- verðssamningnum fyrir 1. maí eins og hægt var að gera sam- kvæmt fiskverðssamningi frá því í vetur. 1 fiskverðssamningi stendur eftirfarandi m. a.: „Hafi verðákvæðum þessum ekki verið sagt upp af fulltrúum fisk- kaupenda eða fiskseljenda í Verð- VÍKINGUR lagsráði fyrir þ. 1. maí 1970, gild- ir lágmarksverðið óbreytt til 31. des. 1970“. Hvað er svo að? Eru sjómenn ekki nógu vel vakandi fyrir sín- um velferðarmálum? Eða hafa þeir sofandi menn í landi, sem eiga réttilega að fylgjast með öllu fyrir þeirra hönd, sjómann- anna? Láta þessir menn fljóta sofandi að feigðar ósi? Ef svo er, ber að losa sig við þá karla og fá sér dugandi menn í þeirra stað. Þetta verður svo ekki lengra að þessu sinni, og ég vona, að ykkur leiðist ekki á meðan þið lesið þetta spjall. Verið bless. Gísli. Áthygll vakin á nýjum útvarpsþættl Nýlega hófst þáttur í útvarpinu er nefnist ViS sjóinn. Farmanna- og fiskimannasamband Islands hefur um lang- an tíma haft hug á því, að fluttur væri reglulega þáttur tileinkaður sjó og sjávarútvegi. Ekki verður sagt í upp- hafi hvernig gengur að fá flytjendur, þó hafa nokkrar stofnanir tekið vel málaleitan um að láta af hendi rakna efni til þáttarins. I fyrsta þættinum var getið um, að menn gætu sent bréf og gætu lagt fyrir þáttinn spum- ingar og yrði úr þeim unnið eftir því sem kostur væri á. Sjálfsagt er að reyna til þess að efnið verði sem fjölbreytt- ast og geta menn stutt það meðal annars með því, að senda fyrirspurnir til þáttarins. Mary Dcarc frh. af hls. 240 ið hélt áfram leið sína á fullri ferð. Þegar við gengum niður, leit ég aftur eftir skipinu og sá gúmmí- bátinn okkar eins og gulan díl á haffletinum í kjölsogi skipsins, þar sem hann lyftist á bröttum bylgjukambi. Framhald í næsta blaði. Þetta er mynd af „Bremen“. Enn eru menn í hugleiðingum um stór skemmtiferðaskip sem hvíldarstaði fyrir þreyttan almenning. 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.