Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 25
OPNAN fiski, verkuðum og óverkuðum þunnildum, söltuðum hrognum, saltbitum, söltuðum og frystum gellum, skreið, hertum þorsk- hausum, skelfiski og niðursoðn- um og niðurlögðum sjávarafurð- um. 2. 3% gjald greiðist af f.o.b. verðmæti af heilfrystum fiski, frystum fiskúrgangi, frystum humar, frystri rækju, frystri loðnu, loðnumjöli, loðnulýsi og hertum sjávardýraolíum. Frá 1. jan. 1971 skal gjald samkvæmt þessum tölulið vera 4% af fob- verðmæti afurðanna. Af öðrum liðum er um 1 % hækkun að ræða. í síðustu málsgrein 1. gr. segir: Þegar íslenzk fiskiskip selja gjaldskyldar sjávarafurðir í er- lendri höfn, nýjar eða unnar, hvort heldur er af eigin afla eða annara skipa, skulu ofangreind gjöld af verðmæti reiknast af heildarsöíuverðmæti í erlendri höfn (brúttóverðmæti) að frá- dregnum tollum og öðrum kostn- aði við löndun og sölu eftir nán- ari reglum, sem sjávarútvegs- ráðuneytið setur. Þessum lögum mótmælti stjórn F. F. S. f. með eftirfarandi bréfi til sjávarút- vegs- og forsætisráðherra. Mótmæli Farmanna- og fiski- mannasambands Islands Reykjavík, 4. júní 1970. Á fundi stjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Islands þ. 3. júní 1970 voru eftirfarandi mótmæli samþykkt: í tilefni af útgátu bráðabirgða- laga 1. og 2. júní 1970 um hækk- un gjalda af útfluttum sjávaraf- urðum til áhafnardeildar Afla- tryggingarsjóðs úr 1% í 1,5% mótmælir stjórn F. F. S. f. ein- dregið lagasetningu þessari og fordæmir þau vinnubrögð, sem hafa verið viðhöfð við lagasetn- ingu þessa. Vér leyfum oss að minna á, að hugmynd um stofnun áhafnar- deildar við Aflatryggingarsjóð sjávarútvegsins, er greiði hluta fæðiskostnaðar sjómanna á báta- flotanum, varð til við samninga- gerð, sem var í flestum tilfellum samþykkt og síðar lögfest. Um síðastliðin ái’amót voru svo gerð- ir samningar milli útgerðar- manna og aðildarfélaga F.F.S.f. er gilt hafa frá síðastliðnum ára- mótum. Við setningu laga þess- ara teljum vér að brotnir hafi verið þeir samningar sem gerðir voru um áramótin 1969 og 1970. í kjölfar gengisfellingarinnar í nóvember. 1968 voru gerðar hliðarráðstafanir, sem fólu það í sér að kjör manna rýrnuðu mjög. F. F. S. í. leit þetta mjög alvarlegum augum og taldi að þessi skerðing skyldi bætt þegar batnaði til sjávarins. Stjórn F. F. S. I leyfir sér að mótmæla eindregið lagasetningu þeirri sem nú hefur átt sér stað, og rýrir hlut sjómanna enn. Telur sambandsstjórn mjög þýðingar- mikið fyrir framtíð þessa aðal- atvinnuvegar þjóðarinnar að bet- ur verði búið að sjómönnum í kjaramálum til að fyrirbyggja frekari erfiðleika en þegar hafa skapast. Vér leyfum oss að lýsa furðu okkar á því að Sjávarútvegs- ráðuneytið skuli nú fyrirvara- laust rifta því samkomulagi, sem gert var um þessi mál, á þann hátt, sem hér hefur verið gert. Á síðasta Alþingi var fjallað um Aflatryggingarsjóð og mót- mælti F. F. S. í. að fjölgað yrði þeim aðilum, sem þar ættu að fá greiðslur. Þrátt fyrir mótmæli vor sam- þykkti hið háa Alþingi aukin út- gjöld úr áhafnardeild Aflatrygg- ingarsjóðs. Ekki sá hið háa Al- þingi ástæðu til að tryggja áhafn- ardeild auknar tekjur, og lítum vér svo á, að ef vantaði fjármagn til deildarinnar, stæði ríkissjóður undir þeim greiðslum. Að framansögðu mótmælum vér eindiægið slíkum vinnubrögð- um eins og Ríkisstjórn íslands hefur leyft sér. Augljóst er að með lagasetn- ingu þessari er tekið umfram þarfir áhafnardeildar tugir milj- óna króna og verður vandséð hver tilgangur lagasetningarinnar er, þegar ekki voru nýttar lagaheim- ildir til innheimtu á tekjum áhafnardeildarinnar á síðasta ári. Allra virðingarfyllst, Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands Guðm. Pétursson. Ingólfur Stefánsson. Til Sjávarútvegsmálaráðu- neytisins. Arnarhvoli Reykjavík. Samrit að bréfi þessu sent forsætisráðherra. VÍKINGUR 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.