Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 28
 Það er eitthvað seiðandi við sjómannslífið, þrátt fyrir erfiðið. Hér er Heljiafell í Vest- inannaeyjinn fyrir stafni, íklætt léttri vetrarslæðu. Ljósm. Sig. Jónasson. anda yfirleitt ekki til mikilla verðlauna, þá eru þó dæmi um annað. Sveitadrengur á Azoreyj- um fann flösku rekna á fjöru. I henni var seðill, er á stóð, að ef seðlinum væri komið skilvíslega til ákveðins staðar (address) í New York, þá mundi finnanda greiddir $ 1.000. Þetta var ekkert gabb. Fundarlaunin voru raun- verulega greidd. Var þetta meira reiðufé en drengurinn gat unnið sér inn á tíu árum. Ábyrgðar- eða umboðsmaður nokkur að út- varps dagskrá, hafði fleygt flösk- unni í sjóinn nálægt innsigling- unni til New York, og var þetta auglýsinga-brella hans, og náði hún tilgangi sínum. Flöskuna rak um 2.500 mílur um Norðui’-At- lantshaf, uns hún lauk ferð sinni um strönd Azoreyja. . Hvers vegna eru einkum notað- ar flöskur? Svo brothættar sem þær virðast, eru þó flöskur með góðum tappa einkar vel sjófærir hlutir. Flöskur eru sterkar og endingargóðar, og öruggar í hvaða öldugangi sem er. Þær standa sig með ólikindum vel, þó að þær lendi í brimi, við landtöku á grýttri strönd. Skeytaflöskur flýta sér ekki. Þær lóna sínar krókaleiðir og komast ef til vill um 10 mílur á dag. Þó eru dæmi um það, að flöskur bornar fram af miklum straumi og sterkum vindi, hafa komist um 80 mílur á 24 klst. Sumar flöskurnar komast aðeins fáar mílur, og snúa við á næsta aðfalli. Aðrar ferðast þúsundir mílna. Vitað er um eina flösku, sem ferðaðist um höfin í 25 ár, og er hún í skopi nefnd „Hollend- ingurinn fljúgandi,“ var henni fyrst fleygt í sjóinn frá togara í Norðursjónum. — Þessi virðulegi boðberi hefir margsinnis verið tekinn upp og fleygt í sjóinn aft- ur. Hann hefir farið umhverfis hnöttinn nokkrum sinnum, og mjög líklegt er, að einmitt nú á þessari stundu sé hann hoppandi einhvers staðar á öldum úthafs- ins. Árið 1874 sendu japanskir fiskimenn, ásamt nokkrum félög- um sínum, út skilaboð í flösku á leið sinni í leit að földum fjár- sjóði. Rak flöskunaásömusjávar- strönd, er þeir höfðu lagt frá ár- ið 1935, þ.e. eftir 151 árs ferða- lag. Wisky-flöskur, bjórflöskur, auk allskonar annarra gerða af flösk- um, eru á reki um heimshöfin. Hugsaðu þér flösku á hvíldar- lausu reki, sífellt knúða fram af vegarlausum öldum, vindi og straumi, en hlýtur þó oftast að lokum hvíld, á strönd einhvers lands. Fjöruskoðari einhver verð- ur hennar var við fætur sér, og af einskærri forvitni fer hann að rannsaka, hvort hér sé um nokk- uð fémætt að ræða. Dæmi er til um flösku, sem rak frá stað suð- austur af Cap Horn til vestur- strandar North Island, New Zea- land, vegalengd um 10.250 sjó- mílur. Fjögur til sex þúsund mílna rek er ekki óvenjulegt. Fyrir ekki ýkja löngu var flaska látin í sjó- inn um 800 sjómílur austur af Nýfundnalandi, en fannst 31 mánuði síðar á strönd Yucatan í Mið-Ameríku. Hafði hana þá rek- ið yfir 6000 sjómílur. Hún barst fyrst með austur-straumi og vindi, því næst með suður og vest- ur straumi, þar til hana að lokum rak á strönd þessa fjarlæga lands í hitabeltinu. Hraði rekaflaskanna er að sjálfsögðu mismunandi, er það komið undir vindum og straumi. Flaska sem lendir á kyrrum stað, rekur ef til vill ekki yfir eina mílu á mánuði. Önnur flaska, sem lendir í Golfstraumnum þar sem hann er sterkastur, nær ef til vill 5 hnútum, eða allt að 100 sjómíl- um á dag. Enginn getur þó, með nokkurri vissu, sagt fyrir um í hvaða átt flöskurnar berast. Lít- um á gagnstæða „breytni“ ná- kvæmlega samskonar flöskur, er látnar voru samtímis á sama stað í sjóinn, stutt frá strönd Brazilíu. Önnur flaut austur eftir í 130 daga og fannst á strönd Afríku. Hina flöskuna rak norð-vestur og endaði ferð sína eftir 196 daga í Nicaragua. — Tvær ílöskur, sem fleygt var samtímis á miðju At- lantshafi, lentu á Frakklands- strönd með naumast eins meters millibili eftir 350 daga sjóferð. T bókstaflegum skilningi munu nú þúsundir flaska með skilaboð- um á reki um heimshöfin. Hver getur um það sagt, hve mikilvæg- ar fréttir þær hafa að færa. í og eftir fyrri heimsstyrjöldina voru mörg flöskuskeyti, sem skipbrots- menn höfðu fleygt í sjóinn, og bárust til allra hluta heims. Það er því mjög hugsanlegt, að miklu fleiri skilaboð hafi verið falin 232 VÍKINGUR.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.